Sjáðu markaveislu í Madrid, mörk Haaland og AC Milan vinna PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2023 08:00 Erling Haaland er farinn að raða inn mörkum í Meistaradeildinni að nýju. Hann skoraði tvö á móti Young Boys í gærkvöldi. AP/Dave Thompson Átta leikir fóru fram í Meistaradeild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá öll mörkin úr leikjum átta hér inni á Vísi. Manchester City og RB Leipzig urðu í gær fyrstu liðin til þess að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Manchester City er komið áfram úr sínum riðli eftir 3-0 heimasigur á Young Boys. Erling Haaland er búinn að finna aftur skotskóna í Meistaradeildinni og skoraði tvö af mörkunum. Þriðja markið skoraði síðan Phil Foden. RB Leipzig komst líka áfram upp úr sama riðli eftir 2-1 útisigur á Rauðu Stjörnunni. Klippa: Mörkin úr leik Manchester City og Young Boys Borussia Dortmund komst á toppinn í dauðariðlinum eftir 2-0 sigur á Newcastle United en það tap hjá enska liðinu og 2-1 sigur AC Milan á Paris Saint-Germain þýðir að Newcastle menn sitja nú á botninum. AC Milan var bæði að vinna sinn fyrsta sigur og skora sín fyrstu mörk í keppninni í sigrinum á PSG. Olivier Giroud skoraði sigurmarkið með skalla en Rafael Leao hafði áður jafnað metin efir að Milan Skriniar kom Parísarliðinu í 1-0. Klippa: Mörkin úr leik Atlético Madrid og Celtic Atlético Madrid fór illa með tíu menn Celtic og vann 6-0 stórsigur á Metropolitano leikvanginum. Antoine Griezmann og Álvaro Morata skoruðu báðir tvö mörk en hin mörkin skoruðu þeir Saúl Níguez og Samuel Dias Lino. Seinna markið hjá Griezmann var einkar laglegt. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þó 1-0 sigur úkraínska liðsins Shakhtar Donetsk á Barcelona en Börsungar höfðu unnið þrjá fyrstu leiki sína í keppninni í ár. Eina markið skoraði Danylo Sikan með skalla. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjum gærkvöldsins. Klippa: Markið úr leik Shakhtar Donetsk og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og Newcastle Klippa: Mörkin úr leik AC Milan og PSG Klippa: Markið úr leik Lazio og Feyenoord Klippa: Mörkin úr leik Porto og Antwerpen Klippa: Mörkin úr leik Rauðu Stjörnunnar og RB Leipzig Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Manchester City er komið áfram úr sínum riðli eftir 3-0 heimasigur á Young Boys. Erling Haaland er búinn að finna aftur skotskóna í Meistaradeildinni og skoraði tvö af mörkunum. Þriðja markið skoraði síðan Phil Foden. RB Leipzig komst líka áfram upp úr sama riðli eftir 2-1 útisigur á Rauðu Stjörnunni. Klippa: Mörkin úr leik Manchester City og Young Boys Borussia Dortmund komst á toppinn í dauðariðlinum eftir 2-0 sigur á Newcastle United en það tap hjá enska liðinu og 2-1 sigur AC Milan á Paris Saint-Germain þýðir að Newcastle menn sitja nú á botninum. AC Milan var bæði að vinna sinn fyrsta sigur og skora sín fyrstu mörk í keppninni í sigrinum á PSG. Olivier Giroud skoraði sigurmarkið með skalla en Rafael Leao hafði áður jafnað metin efir að Milan Skriniar kom Parísarliðinu í 1-0. Klippa: Mörkin úr leik Atlético Madrid og Celtic Atlético Madrid fór illa með tíu menn Celtic og vann 6-0 stórsigur á Metropolitano leikvanginum. Antoine Griezmann og Álvaro Morata skoruðu báðir tvö mörk en hin mörkin skoruðu þeir Saúl Níguez og Samuel Dias Lino. Seinna markið hjá Griezmann var einkar laglegt. Ein óvæntustu úrslit kvöldsins var þó 1-0 sigur úkraínska liðsins Shakhtar Donetsk á Barcelona en Börsungar höfðu unnið þrjá fyrstu leiki sína í keppninni í ár. Eina markið skoraði Danylo Sikan með skalla. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr öllum leikjum gærkvöldsins. Klippa: Markið úr leik Shakhtar Donetsk og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og Newcastle Klippa: Mörkin úr leik AC Milan og PSG Klippa: Markið úr leik Lazio og Feyenoord Klippa: Mörkin úr leik Porto og Antwerpen Klippa: Mörkin úr leik Rauðu Stjörnunnar og RB Leipzig
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira