Ellefu ára dóttir majórsins er sögð hafa særst lítillega, samkvæmt frétt Ukrainska Pravda. Sprengingin er til rannsóknar hjá yfirvöldum.
Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði frá dauða Chastyakov í gær og sagði að sprengju hefði verið komið fyrir í einni gjöf hans en majórinn átti afmæli.
Innanríkisráðherra Úkraínu opinberaði svo seinna í gær að Chastyakov hafi verið að opna gjafir sínar með syni sínum en ein þeirra innihélt handsprengju. Sonur majórsins tók sprengjuna upp en þegar Chastyakov tók handsprengjuna af honum, kippti hann pinnanum óvart úr henni.
Chastyakov er sagður hafa komið með handsprengjurnar og viskíflösku þegar hann kom heim úr vinnunni í gær og sagði hann þær hafa verið gjöf frá samstarfsfélaga hans. BBC segir rannsakendur hafa fundið fimm handsprengjur á heimili majórsins og tvær heima hjá vini hans sem gaf honum umrædda gjöf.
Salúsjní hafði lýst Chastyakov sem traustri öxl til að halla sér á frá því innrás Rússa hófst í febrúar í fyrra. Hann segist sjálfur upplifa mikinn missi og það sama megi segja um úkraínska herinn.