Forsætisráðherra Portúgals segir af sér vegna spillingarmáls Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2023 14:41 Antonio Costa hefur gegnt embætti forsætisráðherra Portúgals frá árinu 2015. AP Antonio Costa, forsætisráðherra Portúgals, hefur sagt af sér vegna spillingarmáls sem upp er komið í landinu. Lögregla í Portúgal handtók í morgun starfsmannastjóra forsetans, Vitor Escaria, og fjóra til viðbótar vegna gruns um spillingu. Portúgalski ríkisfjölmiðillinn SIC greinir frá þessu, en Costa greindi frá afsögninni í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Hann sagðist sjálfur vera með hreina samvisku og að hann væri ekki grunaður um að tengjast málinu. Escaria og hinir fjórir eru grunaðir um spillingu í tengslum við samninga um vinnslu liþíums í norðurhluta Portúgals, byggingu vetnisframleiðslustöðvar og gagnavers í hafnarbænum Sines. Lögregla gerði húsleit á fjörutíu skrifstofum í opinberum byggingum í morgun, meðal annars á skrifstofu Escaria, innviðaráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu. Innviðaráðherrann Joao Galamba er með réttarstöðu grunaðs manns í málinu og hið sama á við um forstjóra Umhverfisstofnunarinnar APA, Nuno Lacasta. Costa fundaði í morgun með forsetanum Marcelo Rebelo de Sousa og greinir SIC að hann hafi þar boðist til að segja af sér embætti vegna málsins. Sósíalistinn Antonio Costa hefur gegnt embætti forsætisráðherra Portúgals frá árinu 2015. Áður hafði hann verið borgarstjóri í höfuðborginni Lissabon í átta ár. Portúgal Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Portúgalski ríkisfjölmiðillinn SIC greinir frá þessu, en Costa greindi frá afsögninni í ávarpi til þjóðarinnar í dag. Hann sagðist sjálfur vera með hreina samvisku og að hann væri ekki grunaður um að tengjast málinu. Escaria og hinir fjórir eru grunaðir um spillingu í tengslum við samninga um vinnslu liþíums í norðurhluta Portúgals, byggingu vetnisframleiðslustöðvar og gagnavers í hafnarbænum Sines. Lögregla gerði húsleit á fjörutíu skrifstofum í opinberum byggingum í morgun, meðal annars á skrifstofu Escaria, innviðaráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu. Innviðaráðherrann Joao Galamba er með réttarstöðu grunaðs manns í málinu og hið sama á við um forstjóra Umhverfisstofnunarinnar APA, Nuno Lacasta. Costa fundaði í morgun með forsetanum Marcelo Rebelo de Sousa og greinir SIC að hann hafi þar boðist til að segja af sér embætti vegna málsins. Sósíalistinn Antonio Costa hefur gegnt embætti forsætisráðherra Portúgals frá árinu 2015. Áður hafði hann verið borgarstjóri í höfuðborginni Lissabon í átta ár.
Portúgal Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira