Valið á Endrick minnir á vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 16:01 Ronaldo fékk ekki að spila á HM 1994 en varð samt heimsmeistari. Getty/Oliver Berg Hinn sautján ára gamli Endrick var í gær valinn í brasilíska landsliðið í fótbolta í fyrsta sinn en fram undan eru leikir hjá Brasilíumönnum í undankeppni HM. Endrick verður þar með yngsti leikmaðurinn til að komast í brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo var valinn í mars 1994. Endrick er framherji Palmeiras í dag en í desember í fyrra náði Real Madrid samkomulagi við Palmeiras, Endrick og fjölskyldu hans að hann skrifaði undir samning við Real á átján ára afmælisdegi sínum 21. júlí næstkomandi. Endrick er með 8 mörk í 25 deildarleikjum á 2023 tímabilinu og hefur fimm mörk í fjórum leikjum fyrir sautján ára landslið Brasilíu. Hann tryggði sér landsliðssætið með því að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Palmeiras. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Douglas Ramos er bæði faðir og umboðsmaður stráksins en hann segir að valið hafi komið þeim á óvart. „Ef ég segi alveg eins og er þá vorum við að vonast til þess að hann yrði valinn í Ólympíuliðið. Ég vona að þetta gangi upp og við vitum hvað hann getur orðið góður. Nú er bara að sjá til þess að þetta verði ekki síðasta landsliðsvalið hans,“ sagði Douglas Ramos við ESPN. Valið á Endrick gefur ástæðu til að rifja upp vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi á vormánuðum fyrir tæpum þremur áratugum síðan. Ronaldo Luís Nazário de Lima, betur þekktur sem bara Ronaldo, lék sinn fyrsta landsleik á móti Argentínu 23. mars 1994 en fyrsta landsliðsmarkið hans kom hins vegar í leik á móti Íslandi tæpum einum og hálfum mánuði seinna eða í 3-0 sigri í Florianópolis 4. maí. Þessi leikur var hans fyrsti í byrjunarliði brasilíska landsliðsins. Ronaldo var í byrjunarliðinu og kom Brasilíu í 1-0 eftir hálftíma leik. Hann var búinn að ógna íslenska markinu stöðugt frá upphafsflauti og gerði það allt til leiksloka. Markið skoraði hann með skoti fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans. Ronaldo fiskaði líka víti sem Zinho skoraði annað markið úr. Þriðja markið hjá Brasilíu kom líka upp úr upphlaupi Ronaldo en það skoraði Viola. Ronaldo fór á HM 1994 þar sem Brasilía varð heimsmeistari en fékk ekki að spila eina mínútu. Það var mótið hans Romario. Ronaldo átti eftir að vera besti maður heimsmeistaramótsins í Japan og Suður Kóreu 2002 þegar Brasilíumenn unnu titilinn aftur. Ronaldo var um tíma markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM með fimmtán mörk í nítján leikjum en Þjóðverjinn Miroslav Klose sló það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=offjaRabr40">watch on YouTube</a> Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira
Endrick verður þar með yngsti leikmaðurinn til að komast í brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo var valinn í mars 1994. Endrick er framherji Palmeiras í dag en í desember í fyrra náði Real Madrid samkomulagi við Palmeiras, Endrick og fjölskyldu hans að hann skrifaði undir samning við Real á átján ára afmælisdegi sínum 21. júlí næstkomandi. Endrick er með 8 mörk í 25 deildarleikjum á 2023 tímabilinu og hefur fimm mörk í fjórum leikjum fyrir sautján ára landslið Brasilíu. Hann tryggði sér landsliðssætið með því að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Palmeiras. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Douglas Ramos er bæði faðir og umboðsmaður stráksins en hann segir að valið hafi komið þeim á óvart. „Ef ég segi alveg eins og er þá vorum við að vonast til þess að hann yrði valinn í Ólympíuliðið. Ég vona að þetta gangi upp og við vitum hvað hann getur orðið góður. Nú er bara að sjá til þess að þetta verði ekki síðasta landsliðsvalið hans,“ sagði Douglas Ramos við ESPN. Valið á Endrick gefur ástæðu til að rifja upp vorið þegar Ronaldo skoraði á móti Íslandi á vormánuðum fyrir tæpum þremur áratugum síðan. Ronaldo Luís Nazário de Lima, betur þekktur sem bara Ronaldo, lék sinn fyrsta landsleik á móti Argentínu 23. mars 1994 en fyrsta landsliðsmarkið hans kom hins vegar í leik á móti Íslandi tæpum einum og hálfum mánuði seinna eða í 3-0 sigri í Florianópolis 4. maí. Þessi leikur var hans fyrsti í byrjunarliði brasilíska landsliðsins. Ronaldo var í byrjunarliðinu og kom Brasilíu í 1-0 eftir hálftíma leik. Hann var búinn að ógna íslenska markinu stöðugt frá upphafsflauti og gerði það allt til leiksloka. Markið skoraði hann með skoti fyrir utan teig eftir að boltinn barst til hans. Ronaldo fiskaði líka víti sem Zinho skoraði annað markið úr. Þriðja markið hjá Brasilíu kom líka upp úr upphlaupi Ronaldo en það skoraði Viola. Ronaldo fór á HM 1994 þar sem Brasilía varð heimsmeistari en fékk ekki að spila eina mínútu. Það var mótið hans Romario. Ronaldo átti eftir að vera besti maður heimsmeistaramótsins í Japan og Suður Kóreu 2002 þegar Brasilíumenn unnu titilinn aftur. Ronaldo var um tíma markahæsti leikmaður í sögu úrslitakeppni HM með fimmtán mörk í nítján leikjum en Þjóðverjinn Miroslav Klose sló það. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=offjaRabr40">watch on YouTube</a>
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Sjá meira