Vanda gefur ekki kost á sér á ný Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. nóvember 2023 20:10 Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður. Frá þessu greinir Vanda á heimasíðu KSÍ. Hún tók við formannssætinu árið 2021 og varð um leið fyrsta konan til að gegn slíku embætti innan aðildarsambands evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. „Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi,“ segir Vanda í tilkynningu sinni. Það er því ljóst að nýr formaður mun taka við þegar ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári. Yfirlýsing Vöndu í heild sinni Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira
Frá þessu greinir Vanda á heimasíðu KSÍ. Hún tók við formannssætinu árið 2021 og varð um leið fyrsta konan til að gegn slíku embætti innan aðildarsambands evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. „Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi,“ segir Vanda í tilkynningu sinni. Það er því ljóst að nýr formaður mun taka við þegar ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári. Yfirlýsing Vöndu í heild sinni Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir
Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ á næsta þingi, sem haldið verður í febrúar næstkomandi. Það hefur verið mér mikill heiður að gegna stöðu formanns KSÍ. Á þessum tíma hef ég hitt og unnið með yndislegu fólki sem brennur fyrir framgangi fótboltans á öllum sviðum, bæði afreks- og grasrótarfótbolta, sem og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem við svo sannarlega berum. Með því að kjósa mig sem formann braut knattspyrnuhreyfingin á Íslandi blað í sögunni. Ég er ákaflega stolt af því að vera fyrsta konan sem gegnir formennsku í knattspyrnusambandi í Evrópu allri. Jákvæð áhrif af fjölgun kvenna eru þegar komin í ljós og við getum stolt sagt að framtíðin sé björt. Fram að ársþingi mun stjórn KSÍ og ég sem formaður vinna áfram af krafti að hagsmunum knattspyrnunnar og ég mun verða nýjum formanni til halds og trausts eins og þörf krefur við vistaskiptin. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla umhugsun en ég hef ákveðið að hverfa til fyrri verkefna hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og KVAN. Þar mun ég halda áfram lífsstarfi mínu, sem snýr að menntun og þjálfun fagfólks, fræðslu fyrir foreldra og börn, með áherslu á eineltisforvarnir, jákvæð samskipti og velferð. Ég geng stolt frá borði og hlakka til að fylgjast með hreyfingunni vaxa og dafna og vera áfram hreyfiafl til góðs. Áfram Ísland. Kveðja, Vanda Sigurgeirsdóttir
KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira