Mætti án þess að æfa með nýja liðinu sínu og leiddi það til sigurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 14:01 Joshua Dobbs (númer 15) þakkar Taylor Heinicke (4) fyrir leikinn í gær. AP/Mike Stewart Ein ótrúlegasta frammistaða helgarinnar og í raun alls NFL tímabilsins er sú sem við sáum hjá leikstjórnandanum Joshua Dobbs í gær. Dobbs leiddi þá lið Minnesota Vikings til 31-28 sigurs á móti Atlanta Falcons á útivelli. Það voru þó ekki beint úrslitin eða tölfræði Dobbs sem stálu fyrirsögnunum þrátt fyrir að hann hafi spilað mjög vel og unnið leikinn. Það sem gerði þetta afrek hans svona merkilegt var undirbúningur hans fyrir leikinn. Hann var enginn. Dobbs var nýkominn til Víkinganna eftir að aðalleikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, meiddist illa um síðustu helgi. Dobbs kom til Minnesota í neyðarleikmannaskiptum við Arizona Cardinals á þriðjudaginn síðasta. "I wanna introduce myself, I'm Josh Dobbs."Heck of an introduction to @Vikings fans, @josh_dobbs1 pic.twitter.com/YCPmm7Soy3— NFL (@NFL) November 5, 2023 Hann átti ekki að spila þennan leik í gær því nýliðinn Jaren Hall byrjaði. Hall fékk hins vegar heilahristing í fyrsta leikhluta og gat ekki haldið leik áfram. Dobbs var því hent út í djúpu laugina í eina erfiðustu stöðu sem fyrirfinnst í íþróttum. Hann hafði aldrei spilað með liðinu og aldrei spilað með liðsfélögum sínum á æfingu. Hann hafði aldrei kastað á neinn af útherjum liðsins. Hann þekkti ekki einu sinni nöfnin á mörgum liðsfélaga sinna. Dobbs lenti líka í vandræðum í byrjun en kom sér í gegnum það og fór upp nær allan völlinn í lokin þegar Víkingarnir tryggðu sér sigurinn. Hann átti síðan snertimarkssendingu á Brandon Powell þegar 22 sekúndur voru eftir sem tryggði liðinu sigurinn. Stuttu áður hafði Dobbs haldið sókninni á lífi með því að hlaupa 22 jarda með boltann á fjórðu tilraun. Vikings players congratulate Josh Dobbs after W! pic.twitter.com/qPGRTqAY2G— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) November 5, 2023 „Í þessari deild þá er aldrei ástæða til að afsaka sig með kringumstæðum. Ég lærði það af Mike Tomlin [þjálfari Pittsburgh Steelers]. Vanalega er fólki sama um kringumstæðurnar þínar. Þau vilja bara sjá þig ná árangri í þeim kringumstæðum sem þú lendir í,“ sagði Joshua Dobbs. Hann gaf tvær snertimarkssendingar í leiknum og hljóp alls 66 jarda með boltann. Af öðrum úrslitum má nefna að Kansas City Chiefs vann 21-14 sigur á Miami Dolphins í Þýskalandi þar sem meistararnir komust í 21-0. Philadelphia Eagles er með besta árangurinn í deildinni eftir 28-23 sigur á Dallas Cowboys en Ernirnir hafa unnið átta af níu leikjum sínum. Baltimore Ravens sýndi styrk sinn með 37-3 sigri á Seattle Seahawks og Cincinnati Bengals er komið á beinu brautina en 24-18 sigur þess á Buffalo Bills var fjórði sigurleikurinn í röð. CJ Stroud, nýliði Houston Texans, átti einnig frábæran dag í gær. Hann setti nýtt met með því að kasta fyrir 470 jördum í leiknum og slá þar með nýliðamet Andrew Luck. Stroud átti alls fimm snertimarkssendingar í dramatískum 39-37 sigri á Tampa Bay Buccaneers. Úrslitin úr leikjum NFL um helgina: (Heimaliðið er á eftir) Miami-Kansas City 14-21 (Spilað í Frankfurt) Minnesota-Atlanta 31-28 Arizona-Cleveland 0-27 Los Angeles Rams-Green Bay 3-20 Washington-New England 20-17 Chicago-New Orleans 17-24 Seattle-Baltimore 3-37 Tampa Bay-Houston 37-39 Indianapolis-Carolina 27-13 New York Giants-Las Vegas 6-30 Dallas-Philadelphia 23-28 Buffalo-Cincinnati 18-24 Tennessee-Pittsburgh 16-20 NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Dobbs leiddi þá lið Minnesota Vikings til 31-28 sigurs á móti Atlanta Falcons á útivelli. Það voru þó ekki beint úrslitin eða tölfræði Dobbs sem stálu fyrirsögnunum þrátt fyrir að hann hafi spilað mjög vel og unnið leikinn. Það sem gerði þetta afrek hans svona merkilegt var undirbúningur hans fyrir leikinn. Hann var enginn. Dobbs var nýkominn til Víkinganna eftir að aðalleikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, meiddist illa um síðustu helgi. Dobbs kom til Minnesota í neyðarleikmannaskiptum við Arizona Cardinals á þriðjudaginn síðasta. "I wanna introduce myself, I'm Josh Dobbs."Heck of an introduction to @Vikings fans, @josh_dobbs1 pic.twitter.com/YCPmm7Soy3— NFL (@NFL) November 5, 2023 Hann átti ekki að spila þennan leik í gær því nýliðinn Jaren Hall byrjaði. Hall fékk hins vegar heilahristing í fyrsta leikhluta og gat ekki haldið leik áfram. Dobbs var því hent út í djúpu laugina í eina erfiðustu stöðu sem fyrirfinnst í íþróttum. Hann hafði aldrei spilað með liðinu og aldrei spilað með liðsfélögum sínum á æfingu. Hann hafði aldrei kastað á neinn af útherjum liðsins. Hann þekkti ekki einu sinni nöfnin á mörgum liðsfélaga sinna. Dobbs lenti líka í vandræðum í byrjun en kom sér í gegnum það og fór upp nær allan völlinn í lokin þegar Víkingarnir tryggðu sér sigurinn. Hann átti síðan snertimarkssendingu á Brandon Powell þegar 22 sekúndur voru eftir sem tryggði liðinu sigurinn. Stuttu áður hafði Dobbs haldið sókninni á lífi með því að hlaupa 22 jarda með boltann á fjórðu tilraun. Vikings players congratulate Josh Dobbs after W! pic.twitter.com/qPGRTqAY2G— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) November 5, 2023 „Í þessari deild þá er aldrei ástæða til að afsaka sig með kringumstæðum. Ég lærði það af Mike Tomlin [þjálfari Pittsburgh Steelers]. Vanalega er fólki sama um kringumstæðurnar þínar. Þau vilja bara sjá þig ná árangri í þeim kringumstæðum sem þú lendir í,“ sagði Joshua Dobbs. Hann gaf tvær snertimarkssendingar í leiknum og hljóp alls 66 jarda með boltann. Af öðrum úrslitum má nefna að Kansas City Chiefs vann 21-14 sigur á Miami Dolphins í Þýskalandi þar sem meistararnir komust í 21-0. Philadelphia Eagles er með besta árangurinn í deildinni eftir 28-23 sigur á Dallas Cowboys en Ernirnir hafa unnið átta af níu leikjum sínum. Baltimore Ravens sýndi styrk sinn með 37-3 sigri á Seattle Seahawks og Cincinnati Bengals er komið á beinu brautina en 24-18 sigur þess á Buffalo Bills var fjórði sigurleikurinn í röð. CJ Stroud, nýliði Houston Texans, átti einnig frábæran dag í gær. Hann setti nýtt met með því að kasta fyrir 470 jördum í leiknum og slá þar með nýliðamet Andrew Luck. Stroud átti alls fimm snertimarkssendingar í dramatískum 39-37 sigri á Tampa Bay Buccaneers. Úrslitin úr leikjum NFL um helgina: (Heimaliðið er á eftir) Miami-Kansas City 14-21 (Spilað í Frankfurt) Minnesota-Atlanta 31-28 Arizona-Cleveland 0-27 Los Angeles Rams-Green Bay 3-20 Washington-New England 20-17 Chicago-New Orleans 17-24 Seattle-Baltimore 3-37 Tampa Bay-Houston 37-39 Indianapolis-Carolina 27-13 New York Giants-Las Vegas 6-30 Dallas-Philadelphia 23-28 Buffalo-Cincinnati 18-24 Tennessee-Pittsburgh 16-20
Úrslitin úr leikjum NFL um helgina: (Heimaliðið er á eftir) Miami-Kansas City 14-21 (Spilað í Frankfurt) Minnesota-Atlanta 31-28 Arizona-Cleveland 0-27 Los Angeles Rams-Green Bay 3-20 Washington-New England 20-17 Chicago-New Orleans 17-24 Seattle-Baltimore 3-37 Tampa Bay-Houston 37-39 Indianapolis-Carolina 27-13 New York Giants-Las Vegas 6-30 Dallas-Philadelphia 23-28 Buffalo-Cincinnati 18-24 Tennessee-Pittsburgh 16-20
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira