Urðu meistarar með Harvard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 10:31 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er hér lengst til hægri og Írena Héðinsdóttir Gonzalez er lengst til vinstri á þessari mynd með liðsfélögum sínum úr meistaraliðinu. @harvardwsoccer Íslensku knattspyrnukonurnar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez urðu í gær meistarar í Ivy League í bandaríska háskólafótboltanum. Þær eru á sínu fyrsta ári með Harvard háskólanum og voru báðar í byrjunarliðinu í 3-0 sigri á Columbia í úrslitaleiknum. Ólöf Sigríður spilaði með Þrótti í Bestu deildinni í sumar en Írena með Breiðabliki. Hildur Þóra Hákonardóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, báðar úr Breiðabliki, eru líka leikmenn liðsins en þær eru báðar frá vegna meiðsla. Fengu höfuðhögg sem þær eru að jafna sig á. Josefine Hasbo var hetja liðsins því hún skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. Ólöf komst einu sinni nálægt því að skora. We're going to enjoy this one... but we're not done yet. NCAA Tournament, Harvard is coming #GoCrimson pic.twitter.com/MBZd8iVwOH— Harvard Women's Soccer (@Harvard_WSoccer) November 6, 2023 Þetta var sögulegur sigur því þetta er í fyrsta sinn sem Ivy deildin er með úrslitakeppni um Ivy titilinn. Með þessum sigri þá tryggði Harvard sér einnig sæti í úrslitakeppninni um bandaríska háskólameistaratitilinn. Þær Ólöf og Írena eiga því vonandi nóg eftir af tímabilinu. Ólöf skoraði sjö deildarmörk fyrir Harvard á leiktíðinni og var valin besti nýliðinn í Ivy deildinni. Írena, sem spilar aftarlega á miðjunni, náði ekki að skora en byrjaði ellefu af sautján deildarleikjum. Ivy League háskólar eru með bestu háskólum Bandaríkjanna en þeir eru líka með elstu háskólum í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli er sá elsti en hann var stofnaður 1636. Skólarnir eru allir einkareknir og eru með auðugustu menntastofnunum heims. View this post on Instagram A post shared by Harvard Women's Soccer (@harvardwsoccer) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Sjá meira
Þær eru á sínu fyrsta ári með Harvard háskólanum og voru báðar í byrjunarliðinu í 3-0 sigri á Columbia í úrslitaleiknum. Ólöf Sigríður spilaði með Þrótti í Bestu deildinni í sumar en Írena með Breiðabliki. Hildur Þóra Hákonardóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, báðar úr Breiðabliki, eru líka leikmenn liðsins en þær eru báðar frá vegna meiðsla. Fengu höfuðhögg sem þær eru að jafna sig á. Josefine Hasbo var hetja liðsins því hún skoraði öll þrjú mörkin í leiknum. Ólöf komst einu sinni nálægt því að skora. We're going to enjoy this one... but we're not done yet. NCAA Tournament, Harvard is coming #GoCrimson pic.twitter.com/MBZd8iVwOH— Harvard Women's Soccer (@Harvard_WSoccer) November 6, 2023 Þetta var sögulegur sigur því þetta er í fyrsta sinn sem Ivy deildin er með úrslitakeppni um Ivy titilinn. Með þessum sigri þá tryggði Harvard sér einnig sæti í úrslitakeppninni um bandaríska háskólameistaratitilinn. Þær Ólöf og Írena eiga því vonandi nóg eftir af tímabilinu. Ólöf skoraði sjö deildarmörk fyrir Harvard á leiktíðinni og var valin besti nýliðinn í Ivy deildinni. Írena, sem spilar aftarlega á miðjunni, náði ekki að skora en byrjaði ellefu af sautján deildarleikjum. Ivy League háskólar eru með bestu háskólum Bandaríkjanna en þeir eru líka með elstu háskólum í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli er sá elsti en hann var stofnaður 1636. Skólarnir eru allir einkareknir og eru með auðugustu menntastofnunum heims. View this post on Instagram A post shared by Harvard Women's Soccer (@harvardwsoccer)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Sjá meira