Sýn og Árvakur hljóta mest Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 14:37 Árvakur rekur Morgunblaðið og Mbl.is. Sýn er með Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Vísir/Egill/Vilhelm Sýn og Árvakur hljóta hvort um sig rúmlega 107 milljónir króna í rekstarstuðning úr styrktarsjóði til einkarekinna fjölmiðla. Það eru hæstu styrkirnir sem veittir voru í ár. Sýn rekur fjölmiðla á borð við Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Árvakur er með Morgunblaðið, Mbl.is og K100. Næst hæsta styrkinn fær Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, sem hlýtur tæplega 55 milljónir króna. Þar á eftir er Myllusetur, sem er með Viðskiptablaðið, og fær rétttæpar 34 milljónir. Alls fengu 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning þetta árið, en 470 milljónir voru til úthlutunar. Fram kemur að þremur umsóknum hafi verið synjað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðningi. Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla ákvað þetta. Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur er formaður nefndarinnar. Athygli vekur að Fjölmiðlatorgið, sem rekur DV og Hringbraut, fékk ekki styrk úr sjóðnum. Í samtali við Vísi útskýrir Björn Þorfinnsson, ábyrgðarmaður félagsins og ritstjóri DV, að stjórn félagsins hafi metið það svo að sækja ekki um styrkinn þetta árið. Það verði þó að öllum líkindum gert á næsta ári. Fjölmiðlatorgið keypti DV og aðra miðla í sinni eigu af Torgi sem varð gjaldþrota í lok mars á þessu ári. Með gjaldþrotinu hvarf Fréttablaðið úr íslensku fjölmiðlaflórunni. Úthlutunarlistinn er eftirfarandi: Árvakur hf. 107,155,187 Birtíngur útgáfufélag ehf. 20,032,898 Bændasamtök Íslands 20,816,416 Eigin herra ehf. 3,103,234 Elísa Guðrún ehf. 5,931,816 Eyjasýn ehf. 2,367,395 Fótbolti ehf. 7,678,544 Fröken ehf. 10,974,262 Hönnunarhúsið ehf. 1,600,769 Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 4,020,746 MD Reykjavík ehf. 7,855,101 Mosfellingur ehf. 2,107,530 Myllusetur ehf. 33,997,545 Nýprent ehf. 5,950,249 Prentmet Oddi ehf. 4,836,300 Saganet – Útvarp Saga ehf. 4,732,544 Sameinaða útgáfufélagið ehf. 54,701,442 Skessuhorn ehf. 15,826,217 Sólartún ehf. 16,119,419 Steinprent ehf. 2,616,804 Sýn hf. 107,155,187 Tunnan prentþjónusta ehf. 3,801,810 Útgáfufélag Austurlands ehf. 7,460,416 Útgáfufélagið ehf. 6,713,182 Víkurfréttir ehf. 12,962,661 Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Sýn Rekstur hins opinbera Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Sýn rekur fjölmiðla á borð við Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Árvakur er með Morgunblaðið, Mbl.is og K100. Næst hæsta styrkinn fær Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, sem hlýtur tæplega 55 milljónir króna. Þar á eftir er Myllusetur, sem er með Viðskiptablaðið, og fær rétttæpar 34 milljónir. Alls fengu 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning þetta árið, en 470 milljónir voru til úthlutunar. Fram kemur að þremur umsóknum hafi verið synjað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðningi. Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla ákvað þetta. Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur er formaður nefndarinnar. Athygli vekur að Fjölmiðlatorgið, sem rekur DV og Hringbraut, fékk ekki styrk úr sjóðnum. Í samtali við Vísi útskýrir Björn Þorfinnsson, ábyrgðarmaður félagsins og ritstjóri DV, að stjórn félagsins hafi metið það svo að sækja ekki um styrkinn þetta árið. Það verði þó að öllum líkindum gert á næsta ári. Fjölmiðlatorgið keypti DV og aðra miðla í sinni eigu af Torgi sem varð gjaldþrota í lok mars á þessu ári. Með gjaldþrotinu hvarf Fréttablaðið úr íslensku fjölmiðlaflórunni. Úthlutunarlistinn er eftirfarandi: Árvakur hf. 107,155,187 Birtíngur útgáfufélag ehf. 20,032,898 Bændasamtök Íslands 20,816,416 Eigin herra ehf. 3,103,234 Elísa Guðrún ehf. 5,931,816 Eyjasýn ehf. 2,367,395 Fótbolti ehf. 7,678,544 Fröken ehf. 10,974,262 Hönnunarhúsið ehf. 1,600,769 Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 4,020,746 MD Reykjavík ehf. 7,855,101 Mosfellingur ehf. 2,107,530 Myllusetur ehf. 33,997,545 Nýprent ehf. 5,950,249 Prentmet Oddi ehf. 4,836,300 Saganet – Útvarp Saga ehf. 4,732,544 Sameinaða útgáfufélagið ehf. 54,701,442 Skessuhorn ehf. 15,826,217 Sólartún ehf. 16,119,419 Steinprent ehf. 2,616,804 Sýn hf. 107,155,187 Tunnan prentþjónusta ehf. 3,801,810 Útgáfufélag Austurlands ehf. 7,460,416 Útgáfufélagið ehf. 6,713,182 Víkurfréttir ehf. 12,962,661 Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Sýn Rekstur hins opinbera Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira