Harry Kane með þrennu í sigri á Dortmund 4. nóvember 2023 19:30 Harry Kane fagnar þriðja marki sínu í kvöld Vísir/Getty Harry Kane skoraði þrennu í 4-0 sigri Bayern Munchen á Dortmund í kvöld. Bayern Munchen þurfti á góðri frammistöðu að halda eftir slæm úrslit liðsins í miðri viku og það varð raunin. Bayern byrjaði leikinn af miklum krafti og náði forystunni strax á 4. mínútu þegar Upamecano skoraði. Harry Kane var síðan á ferðinni aðeins þremur mínútum síðar og tvöfaldaði forystu Bayern og var staðan 0-2 í hálfleik. Bayern hélt uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og skoraði þriðja markið og var það auðvitað Harry Kane sem skoraði það eftir undirbúning frá Kingsley Coman. Fjórða mark Bayern og þriðja mark Harry Kane kom síðan í uppbótartíma þegar og reyndist það síðasta mark leiksins og Harry Kane kominn með fimmtán mörk deildinni. Dortmund sá aldrei til sólar í leiknum og því reyndist þetta þægilegur sigur fyrir Bayern en eftir leikinn er liðið með 26 stig í öðru sætinu, tveimur á eftir Bayer Leverkusen. Þýski boltinn
Harry Kane skoraði þrennu í 4-0 sigri Bayern Munchen á Dortmund í kvöld. Bayern Munchen þurfti á góðri frammistöðu að halda eftir slæm úrslit liðsins í miðri viku og það varð raunin. Bayern byrjaði leikinn af miklum krafti og náði forystunni strax á 4. mínútu þegar Upamecano skoraði. Harry Kane var síðan á ferðinni aðeins þremur mínútum síðar og tvöfaldaði forystu Bayern og var staðan 0-2 í hálfleik. Bayern hélt uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og skoraði þriðja markið og var það auðvitað Harry Kane sem skoraði það eftir undirbúning frá Kingsley Coman. Fjórða mark Bayern og þriðja mark Harry Kane kom síðan í uppbótartíma þegar og reyndist það síðasta mark leiksins og Harry Kane kominn með fimmtán mörk deildinni. Dortmund sá aldrei til sólar í leiknum og því reyndist þetta þægilegur sigur fyrir Bayern en eftir leikinn er liðið með 26 stig í öðru sætinu, tveimur á eftir Bayer Leverkusen.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti