Dagbók Bents: Dagur B. orðinn sexí með grátt hár og bumbu Ágúst Bent skrifar 3. nóvember 2023 15:10 Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á fimmtudagskvöldinu. Grafík/Hjalti „The man in the orange suit is here so we can start the festival“ - Ísi Hitti þennan appelsínugula gæja líka í fyrra, í sömu múnderingu. Hann er með blóðnasir og heldur á tveimur símum. Haltu í hestana félagi, hátíðin er rétt að byrja og við erum á Elliheimili, ekki ellu-heimili. Una Torfa er yndisleg, svo tilgerðarlaus og góð. Hún er klædd í viskustykkjakjól eins og mormóni og tekur svo ljúfa tóna að gamli maðurinn fyrir framan mig sofnar í hjólastólnum. Ég vona það allavega. Næstu lög eru hressari, Una breytist í íslensku Taylor Swift og gamli vaknar. Hjúkket. Mugison elskar að spila á elliheimilum því hér er ekkert stórmál að kúka í buxurnar. Hann er æðislegur, spilar á gítar sem allur teipaður saman og syngur eins og hamingjusamur umrenningur. Forseti Íslands er kominn í gír, stendur upp, fleygir jakkanum yfir öxlina, setur þungan á aðra löppina og bítur í vörina. Æðsti handhafi samkvæmavaldsins. Mugison er svo skemmtilegur að hann fær uppklapp á Elliheimili. Ég hef aldrei tekið eftir því áður hvað gamalt fólk er með stór eyru, þau hljóta að nýtast vel núna. Mugison tekur uppklapp lagið á harmonikku og dansar eins og Rumplestiltskin. Ég er kemst í gírinn, bít í vörina og finn eyrun stækka. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fylgist hér með Mugison. Bent Í ár verður mín fyrsta vímuefnalausa Airwaves hátíð, en ég verð að leyfa mér einhvern sjálfskaða svo ég skelli mér í ljós. Elgtanaður arka ég svo inn á Kexið. Dagskráin er ekki byrjuð en ég er með innanbúðarmann á RÚV sem benti mér á að Poppland er að senda út þátt á Kexinu með lifandi tónlistarflutningum. Kvikindi er hljómsveit sem ég held upp á og sérstaklega lagið Sigra heiminn. En hérna eru þau acoustic og það það er erfitt að setja electro pönk í trúbador útgáfu. Þau ættu að taka Lífið er kvikindislegt. Siggi Gunnars heldur á confetti sprengju og bíður eftir Eurovision hækkun sem kemur aldrei. Lagið klárast og enginn klappar, enda er fólkið hér á Kexi bara að éta pizzur og flutningurinn fyrir fólkið heima í stofu. Áhorfendur eru greinilega ógeðslega mikilvægur partur af Airwaves orkunni svo ég held áfram að leita. Á Hótel Borg er bransa gala veisla í boði Öldu og Virgin Records. Allt voðalega dannað, voðalega virgin, voðalega Alan Alda. En það væri örugglega stuð ef ég væri að drekka allt þetta fría bús. Af einhverjum ástæðum er líka kókómjólk í boði svo ég fæ mér eina fernu. Jibbí. Ég lendi á spjalli við Overtune gæjana og það berst í tal að Stun Gun með Quarashi sé samplað úr fitusmánunarsmellnum Hveitibjörn eftir Stuðmenn. Þetta partí er ekki ekki total bust. Það er lítið svið í horninu og það er varla pláss fyrir Kára, hvað þá með hljómsveit. Ég reyni að finna eitthvað fyndið til að skrifa hjá mér með það í huga að tímar hafa breyst síðan Hveitibjörn kom út. Skildi kókómjólkin hafa verið á ridernum hans Kára? Ég spyr Matta á Rás 2 hvaða tónlistarstefna þetta sé. Hann segir að þetta sé snekkjurokk. En mér finnst þetta vera bara eitthvað Dúbbídabbídúbbíduúú. Þetta er Frasier stemning, en ég var að leita að Cheers. Allir gestir Ópals fengu kakó.Bent Á höfninni á bak við Hörpuna er stemning sem minnir á þegar íslenskar sveitalubbar í gamla daga biðu á bakkanum eftir birgðum frá meginlandinu. Núna er það útlendingarnir sem fá að bíða í kuldanum og sendingin er artí íslenskt ambient í boði Kira Kira. Skonnortan Ópal nálgast hægt og úr henni tónlist sem minnir á hvalasöng. Hermigervill, Sammi Jagúar og fleiri góðir eru kappklæddir í kuldanum að fóðra þessa túrista af menningu. Svo fá allir að koma um borð og fá kakó. „These could be the best days of your life“ Segir Dagur B í ræðu í Kolaportinu. Ég vissi alltaf að hápunktur lífs míns myndi vera í Kolaportinu. Dagur er orðinn silfurrefur og meira sexí en nokkru sinni fyrr. Meira að segja bumban fer honum vel, hann ber hana með stolti eins og Luis Guzman. Á Ský er Torfi að spila. Ég veit ekki hver það er, engar upplýsingar á Airwaves síðunni og ómögulegt að gúggla þetta. Miðað við nafnið giska ég á að þetta sé harðjaxl utan af landi í lopapeysu. Um leið og lyftan opnast á áttundu hæð átta ég mig á að það var rangt hjá mér. Þetta er hommalegt, horny og skemmtilegt. Maður hefur saknað Haffa Haff svo að það er æðislegt að fá einhvern til að fylla í skarðið (á mér). Hann er í ermalausum bol með hlébarðamunstri, málaður og dansar lostafullt í horninu á Ský. Fólk reynir að dansa með en rýmið greinilega uppsett fyrir sitjandi borðhald, þetta hefði átt að vera á Gauknum. „Kannski kemur þú aftan að mér“ - ég elska þessa texta. Ríkey Magnúsdóttir málaði á vínyl-plötur.Bent Egils Orka er með rosalega öfluga markaðsherferð þessa dagana og eru að gefa drykki og buff í Lucky Records. Ríkey Magnúsdóttir er meira að segja mætt til að mála Orku myndina á Vinyl plötu. Svona fór þá fyrir rokkinu. Ég er samt ánægður með að það sé loksins verið að splæsa óáfengu svo ég skelli í mig ígildi 20 kaffibolla. Ég elska þegar lög byrja á því að einhver öskrar „Einn, tveir, þrír, fjór!“. Space Station eru að spila og ég sé strax hvers vegna þetta band er altalað. Einn af þremur gítarleikurum er með grifflur, annar með fýlusvip. Í krádinu sé ég gamlan mann með brotið nef, hann tekur mynd. Þetta er alvöru pönk en með surf-legum lead gítar yfir sem kemur vel út. Það er alltaf gaman þegar það er sungið um dóp og lagið Hvítvín (og ketamín) er geðveikt. Skjálfandi af koffín neyslu skakklappast ég inn á Nebraska. Á Airwaves í ár er minna um tónleika í fatabúðum en vanalega svo mér finnst viðeigandi að fara á veitingastað inni í fatabúð. Þetta er snilldar pæling sem gengur upp. Góð stemning og besta Osso Buco í bænum. Í dag er skata á matseðlinum, ruglaðasti maturinn til að elda inni í fatabúð svo ég fæ mér hana. Caleb Kunle reif sig úr að ofan.Bent Loksins stígur alvöru blökkumaður (er það orð ennþá notað?) á stokk. Efri hæðin á Kexi er með svo gott útlit og sánd í gangi. Allt skreytt í gömlu drasli eins og allir staðir voru einu sinni, svona hipster útgáfan af Fridays. Gömul fuglabúr hanga úr loftinu af einhverjum ástæðum. Caleb Kunle er að spila á Kexinu og tónlistin minnir á Konung ljónanna. Með honum er saxafón leikari sem lítur út eins og steríótýpan af saxafón leikara. Jheri curls, sólgleraugu og hann er að spila á TVO saxafóna í einu. Þetta er ótrúlegt. Caleb rífur sig úr skyrtunni og er massaður líka. Konungur lóðanna. Það er svo kalt að ég set hraðamet í djamm-arki. Sé mann í snjógalla gleðjast yfir því að vera handtekinn því það er miðstöð í löggubílnum. Það er alvöru kuldi. Samt er röð á Bæjarins bestu, hvað er að þessum túristum? Það er líka búið að koma fyrir Bæjarins bestu pulsuvagni inni á Listasafni Reykjavíkur. Sem er ákveðinn skellur fyrir íslenska menningu. Engin röð þar samt. Annað hvort bragðast pulsur betur í frosti eða það hræðir Airwaves-fara hvað lógóið lítur mikið út eins og brosandi hakakross. Bæjarins Bestu eru með útibú í Listasafni Reykjavíkur.Bent Breska hljómsveitin Yard Act eru að spila og mér er sagt að þeir séu eitt af aðal númerunum á hátíðinni í ár. Tónlistin er hálfgert rokk-tal eins og í Parklife með Blur, smá the Streets fílingur líka. Ég hitti Þossa í troðningnum. Hann er klæddur eins og persóna úr King of the Hill og er orðinn sveittur af dansi. Segir mér að þetta sé frábært band með geggjaða texta. Ég fíla það þegar hljómsveitir keyra aðallega á textum því það er erfiðara að copy-paste-a gítarsóló inn í svona pistil. It's all so pointless It is and that's beautiful, l find it humbling, sincerely And when you're gone It brings me peace of mind to know that this will all just carry on With someone else (Someone else) Naustin er eina gatan á Íslandi þar sem eru bara skemmtistaðir. En gatan hefur átt í erfiðleikum undanfarið, þangað til Tipsy opnaði um daginn þá voru einu kokteilarnir í götunni Molotov. En núna birtir til þar sem skemmtistaðurinn RADAR hefur opnað í gamla Húrra. Þetta er danstónlistarklúbbur og allir á dansgólfinu eru greinilega reynsluboltar. Það sést því engin eru að flippdansa og engin er með drykk. Allir snúa að plötusnúðnum, með hæfilegt bil sín á milli og dilla sér. Þetta er línu-dans. Ég rekst á eigandann og hann segir mér að hljóðkerfið sé sérhannað fyrir staðinn og eigi sér enga hliðstæðu í heiminum. Ég trúi honum, þetta sándar mjög vel. Allir snúa að plötusnúðnum, með hæfilegt bil sín á milli og dilla sér.Bent Cyber eru að spila í Kolaportinu. Þær eru hoknar af reynslu og það heyrist og sést. Búningarnir minna á Angus Young, gítarleikarann í AC/DC sem er alltaf í skólabúning. Ég held að það hafi samt ekki verið pælingin hjá þeim. Tónlistin er stundum rapp, stundum tekknó og ein Britney Spears ábreiða. Allt virkar. Það er smá sjokk að fara frá reynsluboltunum í Cyber yfir í JónFrí á Lemmy. Þetta er í annað skiptið sem hann kemur fram opinberlega (fyrsta skiptið var síðustu helgi). Lagið hans Andalúsía náði fyrsta sæti á Popplista Rásar 2 en samt eru fáir mættir til að sjá hann. Ég sé þungarokkara með tattoo á hausnum gera lítil djöflahorn, reka út úr sér tunguna og flissa. Jónfrí er kannski ekki nógu rokkaður fyrir Lemmy og ekki nógu artí fyrir Airwaves. Hann syngur um að dansa hvergi eins og á Malaga. Þetta er Á spáni er gott að djamma og djúsa okkar kynslóðar. Þetta er hress músík en ég lít upp á helgimyndirnar af Jesú í loftinu á Lemmy og finnst Hann dæma mig grimmt. Hin 24 ára, norska SKAAR er á Kexinu og hér er alvöru poppstjarna á ferð. SKAAR hljómar eins og hún ætti að vera búin að vinna Eurovision. Strákarnir í hljómsveitinni eru allir hvítklæddir með yfirvaraskegg og líta út eins og kurteisir pervertar. SKAAR syngur um loddaralíðan og krádið tekur undir. Ég spotta appelsínugula gæjann að tryllast í krádinu, lít upp og sé þessi gömlu fuglabúr í loftinu sveiflast. Hér er Airwaves orkan sem ég hef verið að leita að. View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves) Dagbók Bents Airwaves Tónlist Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna á Spáni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Hitti þennan appelsínugula gæja líka í fyrra, í sömu múnderingu. Hann er með blóðnasir og heldur á tveimur símum. Haltu í hestana félagi, hátíðin er rétt að byrja og við erum á Elliheimili, ekki ellu-heimili. Una Torfa er yndisleg, svo tilgerðarlaus og góð. Hún er klædd í viskustykkjakjól eins og mormóni og tekur svo ljúfa tóna að gamli maðurinn fyrir framan mig sofnar í hjólastólnum. Ég vona það allavega. Næstu lög eru hressari, Una breytist í íslensku Taylor Swift og gamli vaknar. Hjúkket. Mugison elskar að spila á elliheimilum því hér er ekkert stórmál að kúka í buxurnar. Hann er æðislegur, spilar á gítar sem allur teipaður saman og syngur eins og hamingjusamur umrenningur. Forseti Íslands er kominn í gír, stendur upp, fleygir jakkanum yfir öxlina, setur þungan á aðra löppina og bítur í vörina. Æðsti handhafi samkvæmavaldsins. Mugison er svo skemmtilegur að hann fær uppklapp á Elliheimili. Ég hef aldrei tekið eftir því áður hvað gamalt fólk er með stór eyru, þau hljóta að nýtast vel núna. Mugison tekur uppklapp lagið á harmonikku og dansar eins og Rumplestiltskin. Ég er kemst í gírinn, bít í vörina og finn eyrun stækka. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fylgist hér með Mugison. Bent Í ár verður mín fyrsta vímuefnalausa Airwaves hátíð, en ég verð að leyfa mér einhvern sjálfskaða svo ég skelli mér í ljós. Elgtanaður arka ég svo inn á Kexið. Dagskráin er ekki byrjuð en ég er með innanbúðarmann á RÚV sem benti mér á að Poppland er að senda út þátt á Kexinu með lifandi tónlistarflutningum. Kvikindi er hljómsveit sem ég held upp á og sérstaklega lagið Sigra heiminn. En hérna eru þau acoustic og það það er erfitt að setja electro pönk í trúbador útgáfu. Þau ættu að taka Lífið er kvikindislegt. Siggi Gunnars heldur á confetti sprengju og bíður eftir Eurovision hækkun sem kemur aldrei. Lagið klárast og enginn klappar, enda er fólkið hér á Kexi bara að éta pizzur og flutningurinn fyrir fólkið heima í stofu. Áhorfendur eru greinilega ógeðslega mikilvægur partur af Airwaves orkunni svo ég held áfram að leita. Á Hótel Borg er bransa gala veisla í boði Öldu og Virgin Records. Allt voðalega dannað, voðalega virgin, voðalega Alan Alda. En það væri örugglega stuð ef ég væri að drekka allt þetta fría bús. Af einhverjum ástæðum er líka kókómjólk í boði svo ég fæ mér eina fernu. Jibbí. Ég lendi á spjalli við Overtune gæjana og það berst í tal að Stun Gun með Quarashi sé samplað úr fitusmánunarsmellnum Hveitibjörn eftir Stuðmenn. Þetta partí er ekki ekki total bust. Það er lítið svið í horninu og það er varla pláss fyrir Kára, hvað þá með hljómsveit. Ég reyni að finna eitthvað fyndið til að skrifa hjá mér með það í huga að tímar hafa breyst síðan Hveitibjörn kom út. Skildi kókómjólkin hafa verið á ridernum hans Kára? Ég spyr Matta á Rás 2 hvaða tónlistarstefna þetta sé. Hann segir að þetta sé snekkjurokk. En mér finnst þetta vera bara eitthvað Dúbbídabbídúbbíduúú. Þetta er Frasier stemning, en ég var að leita að Cheers. Allir gestir Ópals fengu kakó.Bent Á höfninni á bak við Hörpuna er stemning sem minnir á þegar íslenskar sveitalubbar í gamla daga biðu á bakkanum eftir birgðum frá meginlandinu. Núna er það útlendingarnir sem fá að bíða í kuldanum og sendingin er artí íslenskt ambient í boði Kira Kira. Skonnortan Ópal nálgast hægt og úr henni tónlist sem minnir á hvalasöng. Hermigervill, Sammi Jagúar og fleiri góðir eru kappklæddir í kuldanum að fóðra þessa túrista af menningu. Svo fá allir að koma um borð og fá kakó. „These could be the best days of your life“ Segir Dagur B í ræðu í Kolaportinu. Ég vissi alltaf að hápunktur lífs míns myndi vera í Kolaportinu. Dagur er orðinn silfurrefur og meira sexí en nokkru sinni fyrr. Meira að segja bumban fer honum vel, hann ber hana með stolti eins og Luis Guzman. Á Ský er Torfi að spila. Ég veit ekki hver það er, engar upplýsingar á Airwaves síðunni og ómögulegt að gúggla þetta. Miðað við nafnið giska ég á að þetta sé harðjaxl utan af landi í lopapeysu. Um leið og lyftan opnast á áttundu hæð átta ég mig á að það var rangt hjá mér. Þetta er hommalegt, horny og skemmtilegt. Maður hefur saknað Haffa Haff svo að það er æðislegt að fá einhvern til að fylla í skarðið (á mér). Hann er í ermalausum bol með hlébarðamunstri, málaður og dansar lostafullt í horninu á Ský. Fólk reynir að dansa með en rýmið greinilega uppsett fyrir sitjandi borðhald, þetta hefði átt að vera á Gauknum. „Kannski kemur þú aftan að mér“ - ég elska þessa texta. Ríkey Magnúsdóttir málaði á vínyl-plötur.Bent Egils Orka er með rosalega öfluga markaðsherferð þessa dagana og eru að gefa drykki og buff í Lucky Records. Ríkey Magnúsdóttir er meira að segja mætt til að mála Orku myndina á Vinyl plötu. Svona fór þá fyrir rokkinu. Ég er samt ánægður með að það sé loksins verið að splæsa óáfengu svo ég skelli í mig ígildi 20 kaffibolla. Ég elska þegar lög byrja á því að einhver öskrar „Einn, tveir, þrír, fjór!“. Space Station eru að spila og ég sé strax hvers vegna þetta band er altalað. Einn af þremur gítarleikurum er með grifflur, annar með fýlusvip. Í krádinu sé ég gamlan mann með brotið nef, hann tekur mynd. Þetta er alvöru pönk en með surf-legum lead gítar yfir sem kemur vel út. Það er alltaf gaman þegar það er sungið um dóp og lagið Hvítvín (og ketamín) er geðveikt. Skjálfandi af koffín neyslu skakklappast ég inn á Nebraska. Á Airwaves í ár er minna um tónleika í fatabúðum en vanalega svo mér finnst viðeigandi að fara á veitingastað inni í fatabúð. Þetta er snilldar pæling sem gengur upp. Góð stemning og besta Osso Buco í bænum. Í dag er skata á matseðlinum, ruglaðasti maturinn til að elda inni í fatabúð svo ég fæ mér hana. Caleb Kunle reif sig úr að ofan.Bent Loksins stígur alvöru blökkumaður (er það orð ennþá notað?) á stokk. Efri hæðin á Kexi er með svo gott útlit og sánd í gangi. Allt skreytt í gömlu drasli eins og allir staðir voru einu sinni, svona hipster útgáfan af Fridays. Gömul fuglabúr hanga úr loftinu af einhverjum ástæðum. Caleb Kunle er að spila á Kexinu og tónlistin minnir á Konung ljónanna. Með honum er saxafón leikari sem lítur út eins og steríótýpan af saxafón leikara. Jheri curls, sólgleraugu og hann er að spila á TVO saxafóna í einu. Þetta er ótrúlegt. Caleb rífur sig úr skyrtunni og er massaður líka. Konungur lóðanna. Það er svo kalt að ég set hraðamet í djamm-arki. Sé mann í snjógalla gleðjast yfir því að vera handtekinn því það er miðstöð í löggubílnum. Það er alvöru kuldi. Samt er röð á Bæjarins bestu, hvað er að þessum túristum? Það er líka búið að koma fyrir Bæjarins bestu pulsuvagni inni á Listasafni Reykjavíkur. Sem er ákveðinn skellur fyrir íslenska menningu. Engin röð þar samt. Annað hvort bragðast pulsur betur í frosti eða það hræðir Airwaves-fara hvað lógóið lítur mikið út eins og brosandi hakakross. Bæjarins Bestu eru með útibú í Listasafni Reykjavíkur.Bent Breska hljómsveitin Yard Act eru að spila og mér er sagt að þeir séu eitt af aðal númerunum á hátíðinni í ár. Tónlistin er hálfgert rokk-tal eins og í Parklife með Blur, smá the Streets fílingur líka. Ég hitti Þossa í troðningnum. Hann er klæddur eins og persóna úr King of the Hill og er orðinn sveittur af dansi. Segir mér að þetta sé frábært band með geggjaða texta. Ég fíla það þegar hljómsveitir keyra aðallega á textum því það er erfiðara að copy-paste-a gítarsóló inn í svona pistil. It's all so pointless It is and that's beautiful, l find it humbling, sincerely And when you're gone It brings me peace of mind to know that this will all just carry on With someone else (Someone else) Naustin er eina gatan á Íslandi þar sem eru bara skemmtistaðir. En gatan hefur átt í erfiðleikum undanfarið, þangað til Tipsy opnaði um daginn þá voru einu kokteilarnir í götunni Molotov. En núna birtir til þar sem skemmtistaðurinn RADAR hefur opnað í gamla Húrra. Þetta er danstónlistarklúbbur og allir á dansgólfinu eru greinilega reynsluboltar. Það sést því engin eru að flippdansa og engin er með drykk. Allir snúa að plötusnúðnum, með hæfilegt bil sín á milli og dilla sér. Þetta er línu-dans. Ég rekst á eigandann og hann segir mér að hljóðkerfið sé sérhannað fyrir staðinn og eigi sér enga hliðstæðu í heiminum. Ég trúi honum, þetta sándar mjög vel. Allir snúa að plötusnúðnum, með hæfilegt bil sín á milli og dilla sér.Bent Cyber eru að spila í Kolaportinu. Þær eru hoknar af reynslu og það heyrist og sést. Búningarnir minna á Angus Young, gítarleikarann í AC/DC sem er alltaf í skólabúning. Ég held að það hafi samt ekki verið pælingin hjá þeim. Tónlistin er stundum rapp, stundum tekknó og ein Britney Spears ábreiða. Allt virkar. Það er smá sjokk að fara frá reynsluboltunum í Cyber yfir í JónFrí á Lemmy. Þetta er í annað skiptið sem hann kemur fram opinberlega (fyrsta skiptið var síðustu helgi). Lagið hans Andalúsía náði fyrsta sæti á Popplista Rásar 2 en samt eru fáir mættir til að sjá hann. Ég sé þungarokkara með tattoo á hausnum gera lítil djöflahorn, reka út úr sér tunguna og flissa. Jónfrí er kannski ekki nógu rokkaður fyrir Lemmy og ekki nógu artí fyrir Airwaves. Hann syngur um að dansa hvergi eins og á Malaga. Þetta er Á spáni er gott að djamma og djúsa okkar kynslóðar. Þetta er hress músík en ég lít upp á helgimyndirnar af Jesú í loftinu á Lemmy og finnst Hann dæma mig grimmt. Hin 24 ára, norska SKAAR er á Kexinu og hér er alvöru poppstjarna á ferð. SKAAR hljómar eins og hún ætti að vera búin að vinna Eurovision. Strákarnir í hljómsveitinni eru allir hvítklæddir með yfirvaraskegg og líta út eins og kurteisir pervertar. SKAAR syngur um loddaralíðan og krádið tekur undir. Ég spotta appelsínugula gæjann að tryllast í krádinu, lít upp og sé þessi gömlu fuglabúr í loftinu sveiflast. Hér er Airwaves orkan sem ég hef verið að leita að. View this post on Instagram A post shared by Iceland Airwaves (@icelandairwaves)
Dagbók Bents Airwaves Tónlist Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna á Spáni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira