Newcastle fyrsta liðið til að sigra Arsenal 4. nóvember 2023 19:36 Anthony Gordon fagnar marki sínu Vísir/getty Fyrir leikinn var Arsenal í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Newcastle var í áttunda sætinu með 17 stig. Það var hart barist í fyrri hálfleiknum en þó ekki mikið um opin marktækifæri. Bæði lið vörðust vel enda eru Arsenal og Newcastle þau lið sem hafa fengið hvað fæst skot á sig í deildinni í vetur. Það athyglisverðasta sem gerðist í fyrri hálfleiknum gerðist á 37. mínútu þegar Kai Havertz braut á leikmanni Newcastle og fékk að líta gula spjaldið en leikmenn Newcastle vildu annan lit á spjaldið. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleiknum en það breyttist þó í þeim seinni. Newcastle byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og náði Anthony Gordon að koma boltanum í netið á 64. mínútu eftir að Joelinton skallaði boltann til hans inni á teignum. Leikmenn Arsenal reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og lokatölur því 1-0 og fyrsta tap Arsenal í deildinni staðreynd. Eftir leikinn er Newcastle komið með 20 stig og er í sjötta sæti deildarinnar en Arsenal er enn í þriðja sætinu með 24 stig. Enski boltinn
Fyrir leikinn var Arsenal í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Newcastle var í áttunda sætinu með 17 stig. Það var hart barist í fyrri hálfleiknum en þó ekki mikið um opin marktækifæri. Bæði lið vörðust vel enda eru Arsenal og Newcastle þau lið sem hafa fengið hvað fæst skot á sig í deildinni í vetur. Það athyglisverðasta sem gerðist í fyrri hálfleiknum gerðist á 37. mínútu þegar Kai Havertz braut á leikmanni Newcastle og fékk að líta gula spjaldið en leikmenn Newcastle vildu annan lit á spjaldið. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleiknum en það breyttist þó í þeim seinni. Newcastle byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og náði Anthony Gordon að koma boltanum í netið á 64. mínútu eftir að Joelinton skallaði boltann til hans inni á teignum. Leikmenn Arsenal reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og lokatölur því 1-0 og fyrsta tap Arsenal í deildinni staðreynd. Eftir leikinn er Newcastle komið með 20 stig og er í sjötta sæti deildarinnar en Arsenal er enn í þriðja sætinu með 24 stig.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti