Ljósleiðaradeildin: Dusty tók sigur gegn Atlantic Snorri Már Vagnsson skrifar 2. nóvember 2023 22:16 Thor og LeFluff áttu báðir stórleik í æsispennandi leik. Ljósleiðaradeildin Atlantic og NOCCO Dusty mættust í kvöld á Nuke í Ljósleiðaradeildinni en þar er keppt í skotleiknum Counter-Strike: Global Offensive. Atlantic-menn hófu leikinn í vörn og sigruðu skammbyssulotuna í upphafi leiks, sem og aðra lotu. Dusty-menn voru þó fljótir að jafna í 2-2 og tóku svo forystuna. 7 lotur í röð féllu til Dusty-manna og fátt var um svör hjá Atlantic. Atlantic náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik en Dusty-menn höfðu þó 9 lotusigra eftir góðan viðsnúning í upphafi leiks. Staðan í hálfleik: 6-9 Dusty hófu seinni hálfleik af miklum krafti og sigruðu fyrstu 6 lotur seinni hálfleiks og komust á úrslitastig. Thor, leikmaður Dusty skoraði ás í nítjándu lotu og felldi alla andstæðinga sína. Atlantic voru þó ekki hættir, en þeim tókst að minnka muninn í 13-15 með afar góðri frammistöðu. LeFluff átti þar stórleik, en hann var með 29 fellur að leik loknum. Þó virtist endurkoma þeirra vera of seint í rassinn gripið, en Dusty fann loks sigurlotu sína og unnu leikinn. Lokatölur: 13-16 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir stutt stopp Þórsara á toppnum en bæði eru liðin með 14 stig. Atlantic eru í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig og eru þar jafnir Ten5ion. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti
Atlantic-menn hófu leikinn í vörn og sigruðu skammbyssulotuna í upphafi leiks, sem og aðra lotu. Dusty-menn voru þó fljótir að jafna í 2-2 og tóku svo forystuna. 7 lotur í röð féllu til Dusty-manna og fátt var um svör hjá Atlantic. Atlantic náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik en Dusty-menn höfðu þó 9 lotusigra eftir góðan viðsnúning í upphafi leiks. Staðan í hálfleik: 6-9 Dusty hófu seinni hálfleik af miklum krafti og sigruðu fyrstu 6 lotur seinni hálfleiks og komust á úrslitastig. Thor, leikmaður Dusty skoraði ás í nítjándu lotu og felldi alla andstæðinga sína. Atlantic voru þó ekki hættir, en þeim tókst að minnka muninn í 13-15 með afar góðri frammistöðu. LeFluff átti þar stórleik, en hann var með 29 fellur að leik loknum. Þó virtist endurkoma þeirra vera of seint í rassinn gripið, en Dusty fann loks sigurlotu sína og unnu leikinn. Lokatölur: 13-16 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir stutt stopp Þórsara á toppnum en bæði eru liðin með 14 stig. Atlantic eru í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig og eru þar jafnir Ten5ion.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti