Ljósleiðaradeildin: Dusty tók sigur gegn Atlantic Snorri Már Vagnsson skrifar 2. nóvember 2023 22:16 Thor og LeFluff áttu báðir stórleik í æsispennandi leik. Ljósleiðaradeildin Atlantic og NOCCO Dusty mættust í kvöld á Nuke í Ljósleiðaradeildinni en þar er keppt í skotleiknum Counter-Strike: Global Offensive. Atlantic-menn hófu leikinn í vörn og sigruðu skammbyssulotuna í upphafi leiks, sem og aðra lotu. Dusty-menn voru þó fljótir að jafna í 2-2 og tóku svo forystuna. 7 lotur í röð féllu til Dusty-manna og fátt var um svör hjá Atlantic. Atlantic náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik en Dusty-menn höfðu þó 9 lotusigra eftir góðan viðsnúning í upphafi leiks. Staðan í hálfleik: 6-9 Dusty hófu seinni hálfleik af miklum krafti og sigruðu fyrstu 6 lotur seinni hálfleiks og komust á úrslitastig. Thor, leikmaður Dusty skoraði ás í nítjándu lotu og felldi alla andstæðinga sína. Atlantic voru þó ekki hættir, en þeim tókst að minnka muninn í 13-15 með afar góðri frammistöðu. LeFluff átti þar stórleik, en hann var með 29 fellur að leik loknum. Þó virtist endurkoma þeirra vera of seint í rassinn gripið, en Dusty fann loks sigurlotu sína og unnu leikinn. Lokatölur: 13-16 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir stutt stopp Þórsara á toppnum en bæði eru liðin með 14 stig. Atlantic eru í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig og eru þar jafnir Ten5ion. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti
Atlantic-menn hófu leikinn í vörn og sigruðu skammbyssulotuna í upphafi leiks, sem og aðra lotu. Dusty-menn voru þó fljótir að jafna í 2-2 og tóku svo forystuna. 7 lotur í röð féllu til Dusty-manna og fátt var um svör hjá Atlantic. Atlantic náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik en Dusty-menn höfðu þó 9 lotusigra eftir góðan viðsnúning í upphafi leiks. Staðan í hálfleik: 6-9 Dusty hófu seinni hálfleik af miklum krafti og sigruðu fyrstu 6 lotur seinni hálfleiks og komust á úrslitastig. Thor, leikmaður Dusty skoraði ás í nítjándu lotu og felldi alla andstæðinga sína. Atlantic voru þó ekki hættir, en þeim tókst að minnka muninn í 13-15 með afar góðri frammistöðu. LeFluff átti þar stórleik, en hann var með 29 fellur að leik loknum. Þó virtist endurkoma þeirra vera of seint í rassinn gripið, en Dusty fann loks sigurlotu sína og unnu leikinn. Lokatölur: 13-16 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir stutt stopp Þórsara á toppnum en bæði eru liðin með 14 stig. Atlantic eru í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig og eru þar jafnir Ten5ion.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti