„Sérstakt að vera allt í einu kippt út úr þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 09:31 Íslenska landsliðskonan í körfubolta, Dagný Lísa Davíðsdóttir, hefur verið að glíma við krefjandi meiðsli undanfarið tæpt ár Vísir/Arnar Halldórsson Dagný Lísa Davíðsdóttir var árið 2022 valin besti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta og var hún á sama tíma reglulegur hluti af íslenska landsliðinu. Undir lok ársins 2022 meiddist hún hins vegar í leik með Fjölni. Meiðslin hafa haldið henni fjarri körfuboltavellinum og óvíst er hvenær hún snýr aftur. „Ég er enn í miðju bataferli. Þetta hefur tekið, því miður, miklu lengri tíma en búist var við upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi. „Ég bind þó vonir við að þetta sé allt á réttri leið.“ Það var í desember í deildarkeppninni á síðasta tímabili sem Dagný meiðist í leik með Fjölni gegn Haukum. Upphaflega var búist við því að hún yrði frá keppni í sex til átta vikur. „Ég sem sagt handleggsbrotna í þessum umrædda leik. Það brotnaði bein í úlnliðnum og það brot í rauninni grær á þessum sex til átta vikum sem búist var við að ég yrði fjarri keppni. En í millitíðinni kemur það í ljós að við brotið skaddast liðband í höndinni og það virðist ætla að taka heila eilífð fyrir það að gróa. Það er það sem ég er að eiga við þessa dagana.“ Dagný Lísa í leik með FJölniVÍSIR/VILHELM Óvissan hafði sín áhrif á ákvörðunina Endurhæfingarferlið hefur skiljanlega tekið á fyrir þennan öfluga leikmann. „Langt og strangt,“ eru orðin sem Dagný notar til að lýsa bataferlinu. „Það sem gerir þetta einnig sérstakara er að samningur minn við Fjölni rann sitt skeið núna í vor. Ég í rauninni tók þá ákvörðun að skrifa ekki undir nýjan samning á meðan að ég vissi í rauninni sjálf ekki hvert framhaldið væri. Hvað ég ætti langt í land. Það hefur því verið skrítið að fara í gegnum þetta bataferli samningslaus. Ekki með neinu liði alla daga eins og hefur verið raunin hjá manni áður. Þetta eru hins vegar kringumstæður sem maður bara tæklar.“ Dagný hafði unnið sér sæti í íslenska landsliðinu með frábærri spilamennsku sinni Bára Dröfn Tekst á við áskorunina með þolinmæði og jákvæðnina að vopni En hvar ertu þá stödd í bataferlinu núna? Hvað máttu og hvað máttu ekki gera? „Ég má í raun gera rosalega mikið. Má í raun gera það sem ég get þannig séð. Þessi gróandi hefur gengið mjög vel en þetta tekur þó allt sinn tíma. Þegar að líkaminn segir nei eða stopp, þá er fátt sem maður getur sagt á móti. Þessa mánuði hef ég þurft að sýna mikla þolinmæði og jákvæðni.“ Það er þó ekki víst hvenær hún getur snúið aftur inn á körfuboltavöllinn. „Mig langar ekki að ljúga einhverju að sjálfri mér. Mig langar ekki beint að ákveða einhvern einn tímapunkt á endurkomu. Ég hef náttúrulega áður, nokkrum sinnum, gert það í gegnum þetta ferli og þeir tímapunktar ollu mér síðan vonbrigðum. Þannig að ég er ekki með einhverja eina dagsetningu í huga. Það væri hins vegar rosalega gaman að komast aftur á parketið, þar sem að maður á heima, sem fyrst.“ En ég skynja hjá þér fullan hug á því að snúa aftur. „Ég get alla vega ekki sagt að ég sé búin að leggja skóna á hilluna.“ Náð að rækta önnur svið „Þessu fylgir mikið svekkelsi. Körfuboltinn er eitthvað sem hefur verið meginpartur af mínu lífi alla ævi. Auðvitað hefur það því verið sérstakt að vera allt í einu bara kippt út úr þessu.“ Á sama tíma reynir hún þó bara að njóta alls þess sem að hún hefði áður fórnað fyrir íþróttina. „Þetta eru í raun hlutir sem eru í eðli sínu rosalega einfaldir. Hlutir eins og að mæta ekki í fjölskylduboð með blautt hárið nýkomin af æfingu eða mæta seint, fara snemma og jafnvel missa af einhverju ákveðnu vegna körfuboltans. Þetta eru stundir, aðallega með fjölskyldum og vinum og önnur svið í lífinu sem maður hefur náð að rækta síðustu mánuði.“ Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
„Ég er enn í miðju bataferli. Þetta hefur tekið, því miður, miklu lengri tíma en búist var við upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi. „Ég bind þó vonir við að þetta sé allt á réttri leið.“ Það var í desember í deildarkeppninni á síðasta tímabili sem Dagný meiðist í leik með Fjölni gegn Haukum. Upphaflega var búist við því að hún yrði frá keppni í sex til átta vikur. „Ég sem sagt handleggsbrotna í þessum umrædda leik. Það brotnaði bein í úlnliðnum og það brot í rauninni grær á þessum sex til átta vikum sem búist var við að ég yrði fjarri keppni. En í millitíðinni kemur það í ljós að við brotið skaddast liðband í höndinni og það virðist ætla að taka heila eilífð fyrir það að gróa. Það er það sem ég er að eiga við þessa dagana.“ Dagný Lísa í leik með FJölniVÍSIR/VILHELM Óvissan hafði sín áhrif á ákvörðunina Endurhæfingarferlið hefur skiljanlega tekið á fyrir þennan öfluga leikmann. „Langt og strangt,“ eru orðin sem Dagný notar til að lýsa bataferlinu. „Það sem gerir þetta einnig sérstakara er að samningur minn við Fjölni rann sitt skeið núna í vor. Ég í rauninni tók þá ákvörðun að skrifa ekki undir nýjan samning á meðan að ég vissi í rauninni sjálf ekki hvert framhaldið væri. Hvað ég ætti langt í land. Það hefur því verið skrítið að fara í gegnum þetta bataferli samningslaus. Ekki með neinu liði alla daga eins og hefur verið raunin hjá manni áður. Þetta eru hins vegar kringumstæður sem maður bara tæklar.“ Dagný hafði unnið sér sæti í íslenska landsliðinu með frábærri spilamennsku sinni Bára Dröfn Tekst á við áskorunina með þolinmæði og jákvæðnina að vopni En hvar ertu þá stödd í bataferlinu núna? Hvað máttu og hvað máttu ekki gera? „Ég má í raun gera rosalega mikið. Má í raun gera það sem ég get þannig séð. Þessi gróandi hefur gengið mjög vel en þetta tekur þó allt sinn tíma. Þegar að líkaminn segir nei eða stopp, þá er fátt sem maður getur sagt á móti. Þessa mánuði hef ég þurft að sýna mikla þolinmæði og jákvæðni.“ Það er þó ekki víst hvenær hún getur snúið aftur inn á körfuboltavöllinn. „Mig langar ekki að ljúga einhverju að sjálfri mér. Mig langar ekki beint að ákveða einhvern einn tímapunkt á endurkomu. Ég hef náttúrulega áður, nokkrum sinnum, gert það í gegnum þetta ferli og þeir tímapunktar ollu mér síðan vonbrigðum. Þannig að ég er ekki með einhverja eina dagsetningu í huga. Það væri hins vegar rosalega gaman að komast aftur á parketið, þar sem að maður á heima, sem fyrst.“ En ég skynja hjá þér fullan hug á því að snúa aftur. „Ég get alla vega ekki sagt að ég sé búin að leggja skóna á hilluna.“ Náð að rækta önnur svið „Þessu fylgir mikið svekkelsi. Körfuboltinn er eitthvað sem hefur verið meginpartur af mínu lífi alla ævi. Auðvitað hefur það því verið sérstakt að vera allt í einu bara kippt út úr þessu.“ Á sama tíma reynir hún þó bara að njóta alls þess sem að hún hefði áður fórnað fyrir íþróttina. „Þetta eru í raun hlutir sem eru í eðli sínu rosalega einfaldir. Hlutir eins og að mæta ekki í fjölskylduboð með blautt hárið nýkomin af æfingu eða mæta seint, fara snemma og jafnvel missa af einhverju ákveðnu vegna körfuboltans. Þetta eru stundir, aðallega með fjölskyldum og vinum og önnur svið í lífinu sem maður hefur náð að rækta síðustu mánuði.“
Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum