Innherji

Eftir­bátar annarra nor­rænna banka í arð­semi sem hafa stór­aukið vaxta­tekjurnar

Hörður Ægisson skrifar
Íslensku bankarnir eru ekki hálfdrættingar borið saman við aðra alhliða norræna banka þegar kemur að auknum vaxtatekjum á árinu.
Íslensku bankarnir eru ekki hálfdrættingar borið saman við aðra alhliða norræna banka þegar kemur að auknum vaxtatekjum á árinu.

Stærstu bankarnir á hinum Norðurlöndunum hafa séð vaxtatekjur sínar aukast að jafnaði um liðlega helming á milli ára sem ræður hvað mestu um að þeir eru nánast undantekningalaust að skila verulega betri arðsemi en íslensku bankarnir. Á meðan vaxtamunur bankanna hér á landi hefur haldist á svipuðum stað síðustu tólf mánuði þá hefur hann aukist nokkuð hjá öðrum norrænum bönkum samhliða hækkandi vaxtastigi, einkum vegna meiri vaxtamunar þeirra á innlánum. 


Tengdar fréttir

Erlend fjármálafyrirtæki ná aukinni markaðshlutdeild í gjaldeyrislánum

Uppgjör Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum greinenda. Bankastjóri bankans upplýsti að erlend fjármálafyrirtæki hafi aukið við markaðshlutdeild sína í útlánum í erlendum gjaldeyri til fyrirtækja hérlendis í ljósi hærri kostnaðar hjá íslenskum bönkum. Hann taldi að lífeyrissjóðir myndu auka við markaðshlutdeild sína í verðtryggðum húsnæðislánum. Bankinn hafi umtalsvert fé aflögu til að greiða til fjárfesta eða nýta í vöxt sem annars dragi úr arðsemi hans.

Vaxta­á­lag á lánum banka til heimila og fyrir­tækja sjaldan verið lægra

Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.

Skila betri arð­semi en ís­lensku bankarnir vegna stór­aukinna vaxta­tekna

Helstu bankarnir á hinum Norðurlöndunum skiluðu í flestum tilfellum umtalsvert betri arðsemi en íslensku viðskiptabankarnir á fyrri árshelmingi sem má einkum rekja til þess að hreinar vaxtatekjur þeirra jukust mun meira og vaxtamunur fór hækkandi. Bankastjóri Arion hefur sagt að vegna meðal annars strangari eiginfjárkrafna þurfi íslensku bankarnir að viðhalda hærri vaxtamun en aðrir norrænir bankar til að ná viðunandi arðsemi á eigið fé.

Sér­tæk­ir skatt­ar á ís­lensk­a bank­a þrisv­ar sinn­um hærr­i en hval­rek­a­skatt­ur Ítal­a

Sértækir skattar á íslenska banka eru þrisvar sinnum hærri en Ítalir áforma að leggja einu sinni á sína banka í formi svokallaðs hvalrekaskatts. Hafa ber í huga að arðsemi íslenskra banka er almennt minni en í nágrannalöndum okkar. „Það er ekki ofurhagnaður hjá íslenskum bönkum og þeir eru skattlagðir í meira mæli en erlendis,“ segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.

Framsókn endurmarkar skattahækkanir sem millifærslur

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagðist á sveif með Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, og öðrum þingmönnum Vinstri grænna þegar hann kallaði eftir skattahækkunum á viðskiptabankana í Silfrinu. Bankarnir skiluðu jú methagnaði upp á samtals 20 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×