Það rigndi rosalega í Albaníu þetta kvöld og völlurinn var því orðinn að einum stórum polli.
Það þarf ekki að koma mikið á óvart að ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en aðstæðurnar má sjá hér fyrir neðan.
DENISE O'SULLIVAN put the perfect music over this TikTok from Ireland's game in Albania.
— Men in Blazers (@MenInBlazers) November 1, 2023
Game was stopped for an hour because of the rain. When it resumed, NC Courage's O'Sullivan scored an 88th-minute winner as Ireland won 1-0 & earned UEFA Nations League promotion. pic.twitter.com/RNdNf8ZsoI
Dómarinn, sem var Araksya Saribekyan frá Armeníu, ákvað að gera hlé á leiknum í hálfleik en hálfleikurinn endaði á því að standa yfir í einn og hálfan klukkutíma á meðan reynt var að losa vatnið af vellinum.
Það í raun fáránlegt að hún hafi byrjað leikinn við þessar aðstæður en aðstæðurnar voru mun betri þegar leikurinn hófst á nýjan leik.
Írar unnu leikinn á endanum 1-0 en sigurmarkið og eina mark leiksins skoraði Denise O'Sullivan á 88. mínútu.
Írska liðið tryggði sér þar með sigur í riðlinum og sæti í A-deildinni en liðið hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína með markatölunni 13-1. Albönsku stelpurnar hafa aftur á móti náð aðeins í eitt stig af tólf mögulegum og sitja í neðsta sæti riðilsins.