Bayern úr leik eftir tap gegn liði í þriðju deild Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 22:00 Leikmenn Saarbrucken fagna sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty Stórlið Bayern Munchen er úr leik í þýska bikarnum eftir 2-1 tap gegn þriðjudeildarliði Saarbrucken. Sigurmark heimamanna kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Bayern Munchen er án efa stærsta liðið í þýska boltanum og áttu flestir von á auðveldum sigri liðsins gegn Saarbrucken sem leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi. Bayern stillti upp sterku liði og það var hinn margreyndi landsliðsmaður Thomas Muller sem kom Bayern yfir á 16. mínútu og allt samkvæmt áætlun hjá Bæjurum. Það átti hins vegar heldur betur eftir að breytast. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Patrik Sontheimer metin fyrir Saarbrucken og staðan jöfn í hálfleik. BAYERN MUNICH ARE KNOCKED OUT OF THE DFB POKAL BY THIRD DIVISION SAARBRÜCKEN pic.twitter.com/a7rc2bTNfp— ESPN FC (@ESPNFC) November 1, 2023 Jamal Musiala, Serge Gnabry og Kingsley Coman komu allir inn á eftir klukkutíma leik en liði Bayern tókst þó ekki að skora. Það gerðu hins vegar heimamenn. Þegar tæpar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Marcel Gaus sigurmark Saarbrucken og tryggði liðinu ótrúlegan sigur. Allt ætlaði um koll að keyra enda liðið í 15. sæti þriðju efstu deildar í Þýskalandi. Magnað afrek. Borussia Dortmund tryggði sér sæti í næstu umferð með 1-0 sigri á Hoffenheim. Marco Reus skoraði sigurmarkið. Topplið Bayern Leverkusen fór örugglega áfram eftir 5-2 útisigur á Sandhausen. Úrslit kvöldsins í þýska bikarnum: Dortmund - Hoffenheim 1-0Freiburg - Paderborn 1-3Holstein Kiel - Magdeburg 3-3 (6-7 eftir vítakeppni)Sandhausen - Leverkusen 2-5Hertha Berlin - Mainz 3-0Saarbrucken - Bayern Munchen 2-1Viktoria Köln - Frankfurt 0-2 Þýski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Bayern Munchen er án efa stærsta liðið í þýska boltanum og áttu flestir von á auðveldum sigri liðsins gegn Saarbrucken sem leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi. Bayern stillti upp sterku liði og það var hinn margreyndi landsliðsmaður Thomas Muller sem kom Bayern yfir á 16. mínútu og allt samkvæmt áætlun hjá Bæjurum. Það átti hins vegar heldur betur eftir að breytast. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Patrik Sontheimer metin fyrir Saarbrucken og staðan jöfn í hálfleik. BAYERN MUNICH ARE KNOCKED OUT OF THE DFB POKAL BY THIRD DIVISION SAARBRÜCKEN pic.twitter.com/a7rc2bTNfp— ESPN FC (@ESPNFC) November 1, 2023 Jamal Musiala, Serge Gnabry og Kingsley Coman komu allir inn á eftir klukkutíma leik en liði Bayern tókst þó ekki að skora. Það gerðu hins vegar heimamenn. Þegar tæpar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Marcel Gaus sigurmark Saarbrucken og tryggði liðinu ótrúlegan sigur. Allt ætlaði um koll að keyra enda liðið í 15. sæti þriðju efstu deildar í Þýskalandi. Magnað afrek. Borussia Dortmund tryggði sér sæti í næstu umferð með 1-0 sigri á Hoffenheim. Marco Reus skoraði sigurmarkið. Topplið Bayern Leverkusen fór örugglega áfram eftir 5-2 útisigur á Sandhausen. Úrslit kvöldsins í þýska bikarnum: Dortmund - Hoffenheim 1-0Freiburg - Paderborn 1-3Holstein Kiel - Magdeburg 3-3 (6-7 eftir vítakeppni)Sandhausen - Leverkusen 2-5Hertha Berlin - Mainz 3-0Saarbrucken - Bayern Munchen 2-1Viktoria Köln - Frankfurt 0-2
Þýski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn