„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 20:25 Fangelsismálastjóri gagnrýndi fjölskylduaðstöðuna á Litla-Hrauni harðlega í fyrra. Vísir/Arnar Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. Birna Ólafsdóttir eiginkona fanga á Litla-hrauni segir að börn eigi ekki að fara inn í fangelsi til þess að heimsækja foreldri í ljósi þeirra aðstæðna sem þar sé boðið upp á. Hún ræddi heimsóknarrýmin í Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er náttúrlega hræðilegt núna. Það er eitt og hálft ár síðan maðurinn minn var tekinn.“ Hún segir heimsóknir nú fara fram í litlum gámi það sem allt er sé á floti. „Um daginn var komin hola ofan í gólfið og ég steig í sokkunum og þeir blotnuðu. Og þeir löguðu þetta með því að setja spýtu og teppi yfir.“ Birna segir frá nýjum reglum um heimsóknir sem fela í sér að allar heimsóknir þurfi að fara fram í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún segir viðmótið svo slæmt þar að hún hafi ekki þorað að heimsækja manninn sinn í marga mánuði. Það sé svo erfitt fyrir börn að mæta þangað. „Þar þurfa börnin að fara í gegnum öryggisleit. Þar eru oft óhæfir fangaverðir sem taka á móti börnunum.“ Hvernig óhæfir? „Þeir kunna ekki að umgangast börn. Bara ónærgætnir og ég hef sent mörg bréf til þeirra varðandi það.“ Birna segir þá leit raunar óþarfi vegna þess að að heimsókninni lokinni þurfi fanginn að fara í allsherjarlíkamsleit hvort sem er. Þá segir hún fjórtán ára son sinn hættan að vilja heimsækja föður sinn vegna þessa. Birna segist margsinnis hafa leitað til Fangelsismálasrofnunar vegna málsins en alltaf mætt þeim svörum að ekki sé til nægilegt fjármagn til úrbóta. „Ég myndi náttúrlega bara vilja að fanginn fengi dagsleyfi og kæmi heim í þeirra [barnanna] aðstæður,“ segir Birna, aðspurð hvernig hún myndi vilja að heimsóknum yrði tilhagað. Maðurinn hennar eigi ekki rétt á slíku leyfi fyrr en eftir fimm ár, vegna þess hve langan dóm hann hlaut. „Það eru bara öll börnin að afplána.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir að nýlega hafi sex einingar af heimsóknaðstöðu, vissulega í skúrum, hafi verið teknar í notkun á Litla-Hrauni. Að auki muni fjórar nýjar einingar frá framkvæmdasýslunni vera teknar í notkun og þær séu hugsaðar til þess að koma í staðinn fyrir Barnakot. Hann segir að nýju einingarnar bjóði upp á fleiri heimsóknarrými fyrir fjölskyldur og að með tilkomu þeirra muni börn ekki þurfa að fara í gegnum öryggisleit. Nýju Barnakotin eigi að opna á næstu vikum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni hefur áður verið gagnrýnd. Fangelsismálastjóri sagði Barnakot, heimsóknaraðstöðu fjölskyldna vera viðbjóðslegt fyrir rúmu ári. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Þá sagði umboðsmaður barna ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum vera gleymdur hópur og ráðast þyrfti í úrbætur. Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Birna Ólafsdóttir eiginkona fanga á Litla-hrauni segir að börn eigi ekki að fara inn í fangelsi til þess að heimsækja foreldri í ljósi þeirra aðstæðna sem þar sé boðið upp á. Hún ræddi heimsóknarrýmin í Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er náttúrlega hræðilegt núna. Það er eitt og hálft ár síðan maðurinn minn var tekinn.“ Hún segir heimsóknir nú fara fram í litlum gámi það sem allt er sé á floti. „Um daginn var komin hola ofan í gólfið og ég steig í sokkunum og þeir blotnuðu. Og þeir löguðu þetta með því að setja spýtu og teppi yfir.“ Birna segir frá nýjum reglum um heimsóknir sem fela í sér að allar heimsóknir þurfi að fara fram í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún segir viðmótið svo slæmt þar að hún hafi ekki þorað að heimsækja manninn sinn í marga mánuði. Það sé svo erfitt fyrir börn að mæta þangað. „Þar þurfa börnin að fara í gegnum öryggisleit. Þar eru oft óhæfir fangaverðir sem taka á móti börnunum.“ Hvernig óhæfir? „Þeir kunna ekki að umgangast börn. Bara ónærgætnir og ég hef sent mörg bréf til þeirra varðandi það.“ Birna segir þá leit raunar óþarfi vegna þess að að heimsókninni lokinni þurfi fanginn að fara í allsherjarlíkamsleit hvort sem er. Þá segir hún fjórtán ára son sinn hættan að vilja heimsækja föður sinn vegna þessa. Birna segist margsinnis hafa leitað til Fangelsismálasrofnunar vegna málsins en alltaf mætt þeim svörum að ekki sé til nægilegt fjármagn til úrbóta. „Ég myndi náttúrlega bara vilja að fanginn fengi dagsleyfi og kæmi heim í þeirra [barnanna] aðstæður,“ segir Birna, aðspurð hvernig hún myndi vilja að heimsóknum yrði tilhagað. Maðurinn hennar eigi ekki rétt á slíku leyfi fyrr en eftir fimm ár, vegna þess hve langan dóm hann hlaut. „Það eru bara öll börnin að afplána.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir að nýlega hafi sex einingar af heimsóknaðstöðu, vissulega í skúrum, hafi verið teknar í notkun á Litla-Hrauni. Að auki muni fjórar nýjar einingar frá framkvæmdasýslunni vera teknar í notkun og þær séu hugsaðar til þess að koma í staðinn fyrir Barnakot. Hann segir að nýju einingarnar bjóði upp á fleiri heimsóknarrými fyrir fjölskyldur og að með tilkomu þeirra muni börn ekki þurfa að fara í gegnum öryggisleit. Nýju Barnakotin eigi að opna á næstu vikum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni hefur áður verið gagnrýnd. Fangelsismálastjóri sagði Barnakot, heimsóknaraðstöðu fjölskyldna vera viðbjóðslegt fyrir rúmu ári. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Þá sagði umboðsmaður barna ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum vera gleymdur hópur og ráðast þyrfti í úrbætur.
Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent