Fótbolti

„Þetta hefði getað endað sem harm­leikur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Grosso skarst illa á andliti.
Fabio Grosso skarst illa á andliti. L'Équipe

Ítalski knattspyrnustjórinn Fabio Grosso hefur þakkað fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið eftir að hann stórslasaðist í andliti eftir árás stuðningsmanna Marseille á liðsrútu Lyon á sunnudagskvöldið.

Ólátabelgirnir hentu steinum og öllu lauslegu í rútuna og rúður hennar brotnuðu. Grosso fékk glerbrot í andlitið eftir að ein rúðan brotnaði framan í hann.

Sauma þurfti þrettán spor í andlit Grosso og hann var hreinlega heppinn að missa ekki annað augað.

Leiknum á sunnudaginn, milli Marseille og Lyon, var aflýst eftir atvikið en ítalski stjórinn vill að fólk læri af þessu.

„Þetta hefði getað endað sem harmleikur og þetta var harmleikur fyrir íþróttina og alla sem elska hana. Ég vona af öllu hjarta að við getum lært af þessu. Takk fyrir allan stuðninginn. Nú horfum við fram á veginn,“ skrifaði Fabio Grosso á samfélagsmiðla.

Amelie Oudea-Caster, íþróttamálaráðherra Frakklands, fordæmdi hegðunina.

„Þetta er óásættanleg hegðun sem einkennist af heimsku og hatri en þetta hefur ekkert með íþróttina að gera. Það þurfa allir að sameinast um að koma í veg fyrir svona í framtíðinni og þá er ég að tala um alla aðila, opinbera og aðra og alla þá sem elska þessa íþrótt,“ sagði Oudea-Caster.


Tengdar fréttir

Níu hand­teknir eftir á­rás á liðs­rútu Lyon

Alls hafa níu verið handteknir eftir að stuðningsmenn Marseille réðust á liðsrútu Lyon fyrir leik liðanna í frönsku úrvalsdeildinni með þeim afleiðingum að sauma þurfti 13 spor í andlit Fabio Grosso, þjálfara Lyon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×