Starfandi lögreglumenn 895, þar af 704 menntaðir sem slíkir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 07:40 Ráðist hefur verið í aðgerðir til að efla lögregluembættinn. Vísir/Vilhelm Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna á Íslandi er 895 og þar af eru 704 menntaðir lögreglumenn. Afleysingamenn eru 79 og þá sinna 112 lögreglunemar afleysingastörfum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um fjölda starfandi lögreglumanna. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna var 20,4 á hverja 10.000 íbúa árið 2013 og 20,2 á hverja 10.000 íbúa árið 2023. Þá var heildarfjöldi lögreglumanna 8,1 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2013 en 4,6 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2023. „Embætti ríkislögreglustjóra hefur unnið að greiningu á mannaflaþörf á grundvelli markmiða löggæsluáætlunar fyrir árin 2019–2023 um öryggis- og þjónustustig. Við þá vinnu er horft til mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna sem valdið getur margvíslegu álagi á lögreglu á ýmsum sviðum. Þá er horft til þess að á síðustu árum hafa auknar kröfur á lögreglu leitt til þess að fleiri lögreglumenn sinna sérverkefnum sem ekki snúa að útkalli eða rannsókn brota,“ segir meðal annars í svörum ráðherra. Þá segir að lögreglan hafi á síðustu árum fengið umtalsverðar viðbótarfjárheimildir til að efla löggæslu, meðal annars til að fjölga lögreglunemum. Á þessu ári var svo 80 stöðugildum bætt við til að „mæta veikleikum og efla löggæslu um allt land“. Um samanburð við Evrópu segir að árið 2020 hafi lögreglumenn á hverja 100.000 íbúa í Evrópu verið 333,4 en 201,9 á Íslandi. „Vegna mismunandi löggæsluskipulags landa er samanburður erfiður enda misjafnt hvað er talið með og hvað ekki. Sem dæmi má nefna að sum lönd telja landamæraverði með en önnur ekki. Heilt yfir er hlutfall lögreglumanna lægra á Norðurlöndunum en þegar sunnar og austar dregur í álfunni.“ Lögreglan Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um fjölda starfandi lögreglumanna. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna var 20,4 á hverja 10.000 íbúa árið 2013 og 20,2 á hverja 10.000 íbúa árið 2023. Þá var heildarfjöldi lögreglumanna 8,1 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2013 en 4,6 á hverja 10.000 ferðamenn árið 2023. „Embætti ríkislögreglustjóra hefur unnið að greiningu á mannaflaþörf á grundvelli markmiða löggæsluáætlunar fyrir árin 2019–2023 um öryggis- og þjónustustig. Við þá vinnu er horft til mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna sem valdið getur margvíslegu álagi á lögreglu á ýmsum sviðum. Þá er horft til þess að á síðustu árum hafa auknar kröfur á lögreglu leitt til þess að fleiri lögreglumenn sinna sérverkefnum sem ekki snúa að útkalli eða rannsókn brota,“ segir meðal annars í svörum ráðherra. Þá segir að lögreglan hafi á síðustu árum fengið umtalsverðar viðbótarfjárheimildir til að efla löggæslu, meðal annars til að fjölga lögreglunemum. Á þessu ári var svo 80 stöðugildum bætt við til að „mæta veikleikum og efla löggæslu um allt land“. Um samanburð við Evrópu segir að árið 2020 hafi lögreglumenn á hverja 100.000 íbúa í Evrópu verið 333,4 en 201,9 á Íslandi. „Vegna mismunandi löggæsluskipulags landa er samanburður erfiður enda misjafnt hvað er talið með og hvað ekki. Sem dæmi má nefna að sum lönd telja landamæraverði með en önnur ekki. Heilt yfir er hlutfall lögreglumanna lægra á Norðurlöndunum en þegar sunnar og austar dregur í álfunni.“
Lögreglan Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira