Tölvuvesen kom í veg fyrir landsleik númer hundrað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 09:32 Irene Paredes fagnar heimsmeistaratitlinum með spænska landsliðinu í sumar. Getty/Maddie Meyer Irene Paredes átti að spila sinn hundraðasta landsleik fyrir Spán í gær en þurfti í stað þess að sitja upp í stúku og horfa á leikinn. Ástæðan er eins fáránleg og þær gerast. Hvort að það sé slæm tölvukunnátta starfsmanna spænska sambandsins eða bilun í tölvukerfi Alþjóða fótboltasambandsins er ekki á hreinu en það tókst alla vega ekki að koma henni inn í kerfið. Montse Tomé, þjálfari spænska liðsins, sagði eftir 7-1 sigur á Sviss í Þjóðadeildinni að tölvuvilla hafi komið í veg fyrir að hægt væri að bæta Paredes inn á leikmannalistann. Surrealista: Irene Paredes se queda sin jugar su partido 100 con la Selección por culpa... ¡¡de un error informático!! https://t.co/7bScyWhFqW— MARCA (@marca) October 31, 2023 „Það var eitthvað tölvuvesen. Þau sögðu mér frá því á hótelinu. Ég varð að bregðast við því og valdi þær ellefu sem þið sáuð,“ sagði Montse Tomé eftir leikinn. Starfsmaður spænska sambandsins var að reyna að uppfæra UEFA kerfið en tókst það ekki. Því varð að nota sama hóp og í síðasta leik en Paredes missti af þeim leik. Amaiur Sarriegi, sem var ekki leikfær vegna meiðsla, var því í hópnum í þessum leik. Aðeins tveir leikmenn hafa náð því að spila hundrað leiki fyrir spænska kvennalandsliðið en það eru Alexia Putellas og Jenni Hermoso. Putellas skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Irene Paredes er 32 ára og leikmaður Barcelona. Hún spilar sem miðvörður og kom 2021 frá Paris Saint-Germain þar sem hún var í fimm ár. Hún spilar sem miðvörður en hefur náð að skora 11 mörk í landsleikjunum 99. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Ástæðan er eins fáránleg og þær gerast. Hvort að það sé slæm tölvukunnátta starfsmanna spænska sambandsins eða bilun í tölvukerfi Alþjóða fótboltasambandsins er ekki á hreinu en það tókst alla vega ekki að koma henni inn í kerfið. Montse Tomé, þjálfari spænska liðsins, sagði eftir 7-1 sigur á Sviss í Þjóðadeildinni að tölvuvilla hafi komið í veg fyrir að hægt væri að bæta Paredes inn á leikmannalistann. Surrealista: Irene Paredes se queda sin jugar su partido 100 con la Selección por culpa... ¡¡de un error informático!! https://t.co/7bScyWhFqW— MARCA (@marca) October 31, 2023 „Það var eitthvað tölvuvesen. Þau sögðu mér frá því á hótelinu. Ég varð að bregðast við því og valdi þær ellefu sem þið sáuð,“ sagði Montse Tomé eftir leikinn. Starfsmaður spænska sambandsins var að reyna að uppfæra UEFA kerfið en tókst það ekki. Því varð að nota sama hóp og í síðasta leik en Paredes missti af þeim leik. Amaiur Sarriegi, sem var ekki leikfær vegna meiðsla, var því í hópnum í þessum leik. Aðeins tveir leikmenn hafa náð því að spila hundrað leiki fyrir spænska kvennalandsliðið en það eru Alexia Putellas og Jenni Hermoso. Putellas skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Irene Paredes er 32 ára og leikmaður Barcelona. Hún spilar sem miðvörður og kom 2021 frá Paris Saint-Germain þar sem hún var í fimm ár. Hún spilar sem miðvörður en hefur náð að skora 11 mörk í landsleikjunum 99.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira