Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Árni Sæberg skrifar 31. október 2023 18:17 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, óskaði eftir því á dögunum að brottvísuninni yrði frestað þar til Mannréttindadómstóllinn hefði tekið mál fjölskyldunnar til efnismeðferðar. Dómstóllinn féllst á það í dag og lagði spurningar fyrir íslenska ríkið um það hvernig fjölskyldan, og Hussein sérstaklega, yrðu flutt af landi brott og hvaða skref yrðu tekin til þess að tryggja að tekið yrði á móti henni í Grikklandi. Vísað af landi brott þrátt fyrir að vera í hjólastól Gríðarlega athygli vakti í lok síðasta árs þegar Hussein og fjölskylda voru flutt af landi brott með valdi. Þá var Hussein, sem notast við hjólastól, troðið upp í bíl af hópi lögreglumanna. Það var ekki aðeins aðferðin sem var gagnrýnd heldur einnig að Hussein væri vísað úr landi þrátt fyrir slæma heilsu og að ekkert biði hans í Grikklandi nema opinn dauðinn, eins og bróðir hans komst að orði. Héraðsdómur felldi síðar úrskurð Kærunefndar útlendingamála um brottflutning fjölskyldunnar úr gildi og fjölskyldan kom aftur til landins. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Claudia segir ljóst að Hussein sé einstaklingur í sérstaklega viðkvæmri stöðu og því sé mikilvægt að tryggja að hann verði ekki fyrir ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð. Nú hafi Mannréttindadómstóllinn sent fimm spurningar til íslenskra stjórnvalda og þeim veittur frestur til 8. nóvember til þess að svara þeim. Spurningarnar eru eftirfarandi: Hvaða skref, ef einhver, hafa verið tekin til þess að tryggja vel heppnaðan flutning Hussein Hussein til Grikklands? Ef skref hafa verið tekin, hvenær og hvernig verður umsækjandinn fluttur? Mun umsækjandinn njóta læknisþjónustu á leiðinni? Ef svo, vinsamlegast útskýrið í smáatriðum. Liggur fyrir verklag um afhendingu umsækjandans til grískra yfirvalda við komuna til landsins? Hvaða skref, ef einhver, hafa verið tekin til þess að tryggja að umsækjendurnir muni njóta tilhæfilegra aðstæðna og nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu (með tilliti til sérstakra þarfa þeirra) þegar þeir eru komnir til Grikklands? Man eftir því að úrræðinu hafi einu sinni verið beitt áður Claudia segir mjög sjaldgæft að fallist sé á frestun brottflutnings á þeim grundvelli sem hér um ræðir. Hún muni aðeins til þess að það hafi verið gert einu sinni áður, annað hvort árið 2010 eða 2011. Þetta sé fjölskyldunni mjög mikilvægt, hún fái áheyrn Mannréttindadómstólsins og stjórnvöld muni þurfa að svara spurningum sem ekki hafi fengist svör við áður. Þá segir Claudia að það afar athyglisvert að á sama tíma og kærunefnd útlendingamála metur eigin vinnubrögð, finni enga vankanta og hafni fjölskyldunni um frestun réttaráhrifa skoði óháður dómstóll sömu málsmeðferð og kemst, að svo komnu máli, að því að pottur hafi verið brotinn. Samþykktu að fara sjálfviljug af landinu til að forða endurtekningu Þá segir Claudia að fjölskyldan hafi verið búin að samþykkja undir þvingunum að fara af landi brott sjálfviljug og að henni hafi verið tjáð að til stæði að flytja hana af landinu þann 11. næsta mánaðar. Síðan hafi þeim borist tilkynning þess efnis að brottflutningnum yrði flýtt til 7. sama mánaðar. Nú sé ljóst að ekkert verði af þeim brottflutningi. „Ég geri aðeins ráð fyrir að yfirvöld virði þessa niðurstöðu,“ segir Claudia. Að fresti stjórnvalda til að svara liðnum mun Claudia fá tækifæri til að veita andsvör og svo mun dómstóllinn taka málið til meðferðar og skila niðurstöðu fyrir 21. nóvember næstkomandi. Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, óskaði eftir því á dögunum að brottvísuninni yrði frestað þar til Mannréttindadómstóllinn hefði tekið mál fjölskyldunnar til efnismeðferðar. Dómstóllinn féllst á það í dag og lagði spurningar fyrir íslenska ríkið um það hvernig fjölskyldan, og Hussein sérstaklega, yrðu flutt af landi brott og hvaða skref yrðu tekin til þess að tryggja að tekið yrði á móti henni í Grikklandi. Vísað af landi brott þrátt fyrir að vera í hjólastól Gríðarlega athygli vakti í lok síðasta árs þegar Hussein og fjölskylda voru flutt af landi brott með valdi. Þá var Hussein, sem notast við hjólastól, troðið upp í bíl af hópi lögreglumanna. Það var ekki aðeins aðferðin sem var gagnrýnd heldur einnig að Hussein væri vísað úr landi þrátt fyrir slæma heilsu og að ekkert biði hans í Grikklandi nema opinn dauðinn, eins og bróðir hans komst að orði. Héraðsdómur felldi síðar úrskurð Kærunefndar útlendingamála um brottflutning fjölskyldunnar úr gildi og fjölskyldan kom aftur til landins. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Claudia segir ljóst að Hussein sé einstaklingur í sérstaklega viðkvæmri stöðu og því sé mikilvægt að tryggja að hann verði ekki fyrir ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð. Nú hafi Mannréttindadómstóllinn sent fimm spurningar til íslenskra stjórnvalda og þeim veittur frestur til 8. nóvember til þess að svara þeim. Spurningarnar eru eftirfarandi: Hvaða skref, ef einhver, hafa verið tekin til þess að tryggja vel heppnaðan flutning Hussein Hussein til Grikklands? Ef skref hafa verið tekin, hvenær og hvernig verður umsækjandinn fluttur? Mun umsækjandinn njóta læknisþjónustu á leiðinni? Ef svo, vinsamlegast útskýrið í smáatriðum. Liggur fyrir verklag um afhendingu umsækjandans til grískra yfirvalda við komuna til landsins? Hvaða skref, ef einhver, hafa verið tekin til þess að tryggja að umsækjendurnir muni njóta tilhæfilegra aðstæðna og nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu (með tilliti til sérstakra þarfa þeirra) þegar þeir eru komnir til Grikklands? Man eftir því að úrræðinu hafi einu sinni verið beitt áður Claudia segir mjög sjaldgæft að fallist sé á frestun brottflutnings á þeim grundvelli sem hér um ræðir. Hún muni aðeins til þess að það hafi verið gert einu sinni áður, annað hvort árið 2010 eða 2011. Þetta sé fjölskyldunni mjög mikilvægt, hún fái áheyrn Mannréttindadómstólsins og stjórnvöld muni þurfa að svara spurningum sem ekki hafi fengist svör við áður. Þá segir Claudia að það afar athyglisvert að á sama tíma og kærunefnd útlendingamála metur eigin vinnubrögð, finni enga vankanta og hafni fjölskyldunni um frestun réttaráhrifa skoði óháður dómstóll sömu málsmeðferð og kemst, að svo komnu máli, að því að pottur hafi verið brotinn. Samþykktu að fara sjálfviljug af landinu til að forða endurtekningu Þá segir Claudia að fjölskyldan hafi verið búin að samþykkja undir þvingunum að fara af landi brott sjálfviljug og að henni hafi verið tjáð að til stæði að flytja hana af landinu þann 11. næsta mánaðar. Síðan hafi þeim borist tilkynning þess efnis að brottflutningnum yrði flýtt til 7. sama mánaðar. Nú sé ljóst að ekkert verði af þeim brottflutningi. „Ég geri aðeins ráð fyrir að yfirvöld virði þessa niðurstöðu,“ segir Claudia. Að fresti stjórnvalda til að svara liðnum mun Claudia fá tækifæri til að veita andsvör og svo mun dómstóllinn taka málið til meðferðar og skila niðurstöðu fyrir 21. nóvember næstkomandi.
Flóttafólk á Íslandi Stjórnsýsla Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira