Enski boltinn

Leikmenn United farnir að efast um Ten Hag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik ten Hag bíður erfitt verkefni að reisa Manchester United við.
Erik ten Hag bíður erfitt verkefni að reisa Manchester United við. getty/Michael Regan

Leikmenn Manchester United eru byrjaðir að efast um Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, vegna sumra ákvarðana hans.

United steinlá fyrir Manchester City, 0-3, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjöunda tap United í öllum keppnum á tímabilinu.

The Sun greinir frá því að leikmenn United virðist vera farnir að missa trúna á Ten Hag og nokkrar ákvarðanir hans spili þar inn í.

Ten Hag byrjaði til að mynda með réttfætta miðvörðinn Victor Lindelöf í stöðu vinstri bakvarðar gegn City en ekki Sergio Reguilón.

Þá sást Antony hrista hausinn þegar hann kom ekki jafn snemma inn á og hann vonaðist eftir. Brassinn kom inn á undir lok leiks en var pirraður og þótti vera heppinn að vera ekki rekinn af velli fyrir að sparka í City-manninn Jérémy Doku.

Ten Hag lét leikmenn United einnig sitja í búningsklefanum eftir leik og hlusta fagnaðarlæti á leikmanna og stuðningsmanna City. Í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sagði hann líka að United gæti aldrei spilað eins og Ajax-liðin sem hann stýrði áður en hann kom til Englands.

Ten Hag tók við United í fyrra. Hann stýrði liðinu til sigurs í deildabikarnum og kom því í úrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili. Þá endaði United í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Neville gagnrýnir kaupin á Antony og kennir Glazerunum um þau

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gagnrýnir kaup félagsins á brasilíska kantmanninum Antony. Hann kennir hins vegar eigendum United um þau en ekki knattspyrnustjóranum og segir að þau hafi verið gerð í óðagoti.

Wenger vorkennir United: „Engin von eftir“

Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, vorkennir sínum fornu fjendum í Manchester United og segir vonleysið svífi yfir vötnum hjá félaginu.

Þóttist ekkert skilja sönginn í stúkunni

Norski framherjinn Erling Haaland fór illa með Manchester United í nágrannaslagnum í gær en hann skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri Manchester City á Old Trafford.

Neville og Carra rifust um Manchester United

Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær.

„Ein okkar besta frammi­staða“

Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×