Fabio Grosso, knattspyrnustjóri Lyon, þurfti nefnilega á læknishjálp eftir árás stuðningsmanna Marseille á liðsrútu Lyon.
Hann slasaðist illa í andliti og það sáust myndir af honum alblóðugum þegar liðið náði loksins í skjól á leikvanginum.
Stuðningsmenn grýttu rútuna með steinum og brutu rúðu í rútunni. Grosso fékk aðskotahluti í andlitið eftir að ein rúðan hafði brotnað.
Grosso og aðstoðarmaður hans Raffaele Longo slösuðust báðir í árásinni.
Lyon sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagt var meðal annars að svona hlutir gerist á hverju einasta ári í Marseille.
Marseille fordæmdi hegðun stuðningsmanna sinna og sagði þetta óásættanlegt atvik.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku af því þegar steinarnir dynja á rútunni og rúðurnar brotna.