Enski boltinn

Emery finnur orkuna frá stuðnings­fólki Villa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Unai Emery, þjáfari Aston Villa.
Unai Emery, þjáfari Aston Villa. Nathan Stirk/Getty Images

„Við reyndum að halda leikplani okkar, í fyrri hálfleik fengum við ekki á okkur eitt horn. Í þeim síðari stýrðum við leiknum eins og við höfum verið að undirbúa,“ sagði Unai Emery, þjálfari Aston Villa, eftir 3-1 sigur á Luton Town í dag.

Með sigrinum komst Villa upp í 4. sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

„Við viljum alltaf skora fleiri mörk, við viljum vinna og halda hreinu en það mikilvægasta er að ná upp góðum frammistöðum og halda stöðugleika þær 90 mínútur sem leikurinn er.“

„Leikur dagsins var mjög mikilvægur, við gerðum allt sem við gátum til að halda stöðugleika í leikplani okkar. Við bárum virðingu fyrir Luton þar sem þeir unnu Everton og gerðu jafntefli við Nottingham Forest.“

„Við tengdum við stuðningsfólk okkar, ég finn það og orkuna sem kemur frá þeim,“ sagði Emery að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×