Þrjú rauð, þrenna og mark fyrir aftan miðju er Bayern valtaði yfir Darmstadt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2023 15:32 Harry Kane hlóð í þrennu fyrir Bayern í dag. Markus Gilliar - GES Sportfoto/Getty Images Það er óhætt að segja að leikur Bayern München og Darmstadt í þýsku úrvalsdeildinni hafi boðið upp á mikla skemmtun í dag. Þýsku meistararnir skoruðu átta mörk í seinni hálfleik og unnu 8-0, en í fyrri hálfleik fóru þrjú rauð spjöld á loft. Útlitið var hins vegar ekki mjög gott fyrir heimamenn í Bayern í upphafi leiks því strax á fjórðu mínútu nældi Joshua Kimmich sér í beint rautt spjald. Bæjarar þurftu þó ekki að spila lengi manni færri því aðeins rúmum stundarfjórðungi síðar fékk Klaus Gjasula að líta beint rautt spjald í liði gestanna. Matej Maglica fékk svo að líta þriðja beina rauða spjald leiksins þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en staðan var enn markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo loksins á 51. mínútu að heimamenn í Bayern náðu loksins að brjóta ísinn er Harry Kane kom bolatnum í netið eftir stoðsendingu frá Noussair Mazraoui. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Leroy Sane tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar. Á 60. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Jamal Musiala skoraði eftir stoðsendingu frá Harry Kane og Leroy Sane bætti öðru marki sínu við á 64. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði áðurnefndur Harry Kane sitt annað mark í leiknum og fimmta mark Bayern, en í þetta sinn var markið af dýrari gerðinni. Enski framherjinn lét þá vaða fyrir aftan miðju og setti boltann í netið yfir Marcel Schuhen sem stóð of framarlega í marki Darmstad. ⚽️🇩🇪 GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Thomas Müller skoraði svo sjötta mark Bayern á 71. mínútu áður en Jamal Musiala bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Heimamenn voru þó ekki hættir því títtnefndur Kane fullkomnaði þrennu sína með marki á 88. mínútu og niðurstaðan því 8-0 sigur Bayern München. Með sigrinum lyftir Bayern München sér í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir níu leiki, einu stigi meira en Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Darmstadt situr hins vegar í 14. sæti með sjö stig. Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Útlitið var hins vegar ekki mjög gott fyrir heimamenn í Bayern í upphafi leiks því strax á fjórðu mínútu nældi Joshua Kimmich sér í beint rautt spjald. Bæjarar þurftu þó ekki að spila lengi manni færri því aðeins rúmum stundarfjórðungi síðar fékk Klaus Gjasula að líta beint rautt spjald í liði gestanna. Matej Maglica fékk svo að líta þriðja beina rauða spjald leiksins þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en staðan var enn markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo loksins á 51. mínútu að heimamenn í Bayern náðu loksins að brjóta ísinn er Harry Kane kom bolatnum í netið eftir stoðsendingu frá Noussair Mazraoui. Við það opnuðust allar flóðgáttir og Leroy Sane tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar. Á 60. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Jamal Musiala skoraði eftir stoðsendingu frá Harry Kane og Leroy Sane bætti öðru marki sínu við á 64. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði áðurnefndur Harry Kane sitt annað mark í leiknum og fimmta mark Bayern, en í þetta sinn var markið af dýrari gerðinni. Enski framherjinn lét þá vaða fyrir aftan miðju og setti boltann í netið yfir Marcel Schuhen sem stóð of framarlega í marki Darmstad. ⚽️🇩🇪 GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Thomas Müller skoraði svo sjötta mark Bayern á 71. mínútu áður en Jamal Musiala bætti öðru marki sínu við fimm mínútum síðar. Heimamenn voru þó ekki hættir því títtnefndur Kane fullkomnaði þrennu sína með marki á 88. mínútu og niðurstaðan því 8-0 sigur Bayern München. Með sigrinum lyftir Bayern München sér í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 23 stig eftir níu leiki, einu stigi meira en Bayer Leverkusen sem á leik til góða. Darmstadt situr hins vegar í 14. sæti með sjö stig.
Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira