Síðasta lag Bítlanna kemur út Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. október 2023 13:38 Allir fjórir Bítlarnir gefa út nýtt lag í næstu viku. Getty Sextíu árum eftir að þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið munu allir fjórir Bítlarnir gefa út lag. Þetta kann að koma sumum á óvart kannski helst vegna þess að tveir þeirra eru fallnir frá, þeir George Harrison og John Lennon. Það sem virtist ómögulegt er þó orðið mögulegt með hjálp gervigreindar. Lagið sem ber nafnið „Now and Then,“ mun koma út 2. nóvember næstkomandi á smáskífu ásamt laginu „Love Me Do“ sem var fyrsta útgefna lag Bítlana og kom út árið 1962. Greint var frá væntanlegri útgáfu skífunnar í sumar en nú er komin staðfestur útgáfudagur. Lagið var skrifað af John Lennon áður en hann féll frá og með hjálp gervigreindar hefur leikstjóranum Peter Jackson, tekist að einangra rödd Lennon á upptöku frá 8. áratugnum. Það gerði Paul og Ringo kleyft að ljúka við lagið í fyrra. Lagið inniheldur meðal annars gítarleik sem George Harrison tók upp fyrir nær þremur áratugum síðan, trommuleik Ringo, bassa McCartney, píanóleik og gítareinleik í minningu George Harrison sem lést árið 2001. Bakröddum úr lögunum „Here, There and Everywhere,“ „Eleanor Rigby,“ og „Because“ var einnig blandað í nýjar bakraddirnar sem Paul McCartney og Ringo Starr syngja. Næsta miðvikudag, daginn fyrir útgáfu lagsins, mun vera gefin út stuttmynd sem segir sögu upptökuferlisins. Stiklur úr henni má sjá hér. „Þetta er síðasta lag, nokkurn tímann, með öllum fjórum Bítlunum. John, Paul, George og Ringo,“ sagði Ringo Starr í viðtali við AP. Tónlist Bretland Gervigreind Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Lagið sem ber nafnið „Now and Then,“ mun koma út 2. nóvember næstkomandi á smáskífu ásamt laginu „Love Me Do“ sem var fyrsta útgefna lag Bítlana og kom út árið 1962. Greint var frá væntanlegri útgáfu skífunnar í sumar en nú er komin staðfestur útgáfudagur. Lagið var skrifað af John Lennon áður en hann féll frá og með hjálp gervigreindar hefur leikstjóranum Peter Jackson, tekist að einangra rödd Lennon á upptöku frá 8. áratugnum. Það gerði Paul og Ringo kleyft að ljúka við lagið í fyrra. Lagið inniheldur meðal annars gítarleik sem George Harrison tók upp fyrir nær þremur áratugum síðan, trommuleik Ringo, bassa McCartney, píanóleik og gítareinleik í minningu George Harrison sem lést árið 2001. Bakröddum úr lögunum „Here, There and Everywhere,“ „Eleanor Rigby,“ og „Because“ var einnig blandað í nýjar bakraddirnar sem Paul McCartney og Ringo Starr syngja. Næsta miðvikudag, daginn fyrir útgáfu lagsins, mun vera gefin út stuttmynd sem segir sögu upptökuferlisins. Stiklur úr henni má sjá hér. „Þetta er síðasta lag, nokkurn tímann, með öllum fjórum Bítlunum. John, Paul, George og Ringo,“ sagði Ringo Starr í viðtali við AP.
Tónlist Bretland Gervigreind Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira