Diljá Ýr: Við þurfum að þora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 13:31 Diljá Ýr Zomers er að raða inn mörkum með belgíska félaginu Leuven. Vísir/Sigurjón Diljá Ýr Zomers hefur bæði verið að stimpla sig inn í íslenska landsliðið sem og í belgíska boltann þar sem hún skipti yfir í Leuven í haust. Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á Laugardalsvellinum í kvöld og þrátt fyrir erfiða andstæðinga þá leggst leikurinn vel í framherjann. Mjög spennt „Ég er bara mjög spennt fyrir komandi leikjum,“ sagði Diljá Ýr Zomers í samtali við Aron Guðmundsson á í vikunni. Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal leik á móti Þýskalandi sem vann síðan stóran sigur á íslenska liðinu í framhaldinu. Hvað þarf íslenska liðið að gera í þessum leik á móti þessu sterka danska liði? „Við þurfum að þora að stíga upp á þær og þora að pressa þær. Á sama tíma þurfum við að halda í boltann þegar við vinnum boltann. Við þurfum þá að finna bestu lausnina til að komast hærra á völlinn,“ sagði Diljá. Íslensku stelpurnar eru fyrir löngu komnar yfir skellinn á móti Þjóðverjum. „Ég held að það séu allar hættar að pæla í þeim leik. Ef það er eitthvað þá tökum við úr honum þá er það sem við getum lært af mistökunum þar. Við tökum það með okkur inn í næsta leik og reynum að gera betur,“ sagði Diljá. Sex mörk í fjórum leikjum Hún kann vel við sig hjá belgíska félaginu eftir að hafa fært sig yfir frá Svíþjóð. „Það gengur ótrúlega vel og mér líður mjög vel. Allt á bak við fótboltann þarna, hugmyndafræðin og hvernig við viljum spila, fíla ég í botn. Það er að skila sér í frammistöðu,“ sagði Diljá. Hún er næstmarkahæst í belgísku deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Góð frammistaða hennar með Leuven hlýtur að skila henni meira sjálfstrausti þegar hún kemur til móts við landsliðið. „Jú klárlega. Ég er með sjálfstraust en á sama tíma þá eru þetta tvö ólík lið. Ég kem hingað og geri það sem við leggjum upp með. Það er ekkert endilega það sama og maður gerir í félagsliðinu. Það er mismunandi fókus hér og þar,“ sagði Diljá. „Ég er full sjálfstrausts og vonandi getur maður hjálpað liðinu hérna með því,“ sagði Diljá. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Diljá Ýr Zomers fyrir Danaleik Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir því danska á Laugardalsvellinum í kvöld og þrátt fyrir erfiða andstæðinga þá leggst leikurinn vel í framherjann. Mjög spennt „Ég er bara mjög spennt fyrir komandi leikjum,“ sagði Diljá Ýr Zomers í samtali við Aron Guðmundsson á í vikunni. Danir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum þar á meðal leik á móti Þýskalandi sem vann síðan stóran sigur á íslenska liðinu í framhaldinu. Hvað þarf íslenska liðið að gera í þessum leik á móti þessu sterka danska liði? „Við þurfum að þora að stíga upp á þær og þora að pressa þær. Á sama tíma þurfum við að halda í boltann þegar við vinnum boltann. Við þurfum þá að finna bestu lausnina til að komast hærra á völlinn,“ sagði Diljá. Íslensku stelpurnar eru fyrir löngu komnar yfir skellinn á móti Þjóðverjum. „Ég held að það séu allar hættar að pæla í þeim leik. Ef það er eitthvað þá tökum við úr honum þá er það sem við getum lært af mistökunum þar. Við tökum það með okkur inn í næsta leik og reynum að gera betur,“ sagði Diljá. Sex mörk í fjórum leikjum Hún kann vel við sig hjá belgíska félaginu eftir að hafa fært sig yfir frá Svíþjóð. „Það gengur ótrúlega vel og mér líður mjög vel. Allt á bak við fótboltann þarna, hugmyndafræðin og hvernig við viljum spila, fíla ég í botn. Það er að skila sér í frammistöðu,“ sagði Diljá. Hún er næstmarkahæst í belgísku deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Góð frammistaða hennar með Leuven hlýtur að skila henni meira sjálfstrausti þegar hún kemur til móts við landsliðið. „Jú klárlega. Ég er með sjálfstraust en á sama tíma þá eru þetta tvö ólík lið. Ég kem hingað og geri það sem við leggjum upp með. Það er ekkert endilega það sama og maður gerir í félagsliðinu. Það er mismunandi fókus hér og þar,“ sagði Diljá. „Ég er full sjálfstrausts og vonandi getur maður hjálpað liðinu hérna með því,“ sagði Diljá. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Diljá Ýr Zomers fyrir Danaleik
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira