Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Gunnar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 22:15 Þórsarar fögnuðu sigri í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. Höttur átti góðan endasprett í fyrsta leikhluta og að honum loknum var munurinn tvö stig, 22-24. Framan af öðrum leikhluta var lítið skorað. Þegar á leið var það Þórsvörnin sem hélt enn betur og nokkur skot fóru að detta með þeim grænklæddu. Höttur minnkaði muninn í 34-36 þegar fjórar mínútur voru eftir. Þá tók við þriggja mínútna kafli þar sem hvorugt liðið skoraði þar til Þór tók endasprett og fór með 37-44 forskot inn í hálfleik. Þór sótti áfram á Hött í þriðja leikhluta og var fljótlega komið í tíu stiga forskot. Miklu munaði um hittni utan þriggja stiga línuna. Þórsarar skoruðu fjórar slíkar körfur í leikhlutanum, það var ekki fyrr en í lok leikhlutans sem Höttur náði því, þrátt fyrir álíka margar tilraunir. Höttur lagaði þó stöðuna með síðustu fimm stigunum þannig staðan var 62-73 þegar leikhlutanum lauk. Gátu jafnað í síðasta skoti En þrátt fyrir ellefu stiga forskot var sigurinn ekki farinn suður. Heldur dró saman með liðunum fyrri hluta fjórða leikhluta en svo kom kippur og þegar sléttar fimm mínútur voru eftir hafði Höttur náð muninum niður í fjögur stig, 73-77. Nigel Pruitt kom Þór aftur í góða forustu með þriggja stiga forustu og þegar ein og hálf mínúta var eftir virtist Þór vera kominn með leikinn í sínar hendur á ný í stöðunni 76-84. En svo gott var það ekki fyrir gestina því Deontaye Buskey setti niður tvær þriggja stiga körfur í röð og galopnaði leikinn í 82-84. Þór fór í sókn með um fjörtíu sekúndur eftir. Höttur setti upp góða vörn og Obie Trotter stal boltanum. Höttur hafði 20 sekúndur í sóknina. Þór stóð áhlaupið vel en loks var það Adam Eiður Ásgeirsson sem keyrði að körfunni. Darwin Davis, sem átti frábæran leik, braut á honum. Fjórar sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Adam Eiður fór á vítalínuna. Hann hitti úr fyrra skotinu en það seinni skoppaði af hringnum og í hendur Þórsara. Höttur náði ekki að brjóta strax. Þegar þeir brutu loks varð reikistefna um hvort leiktíminn væri liðinn. Dómararnir fóru að skjánum til að skoða atvikið og eftir nokkra umhugsun skáru þeir úr um að svo væri og Þór þar með sigurvegari með einu stigi. Af hverju vann Þór? Liðið náði að byggja upp forskot eftir miðjan annan leikhluta, fyrst með að loka vörninni, síðan sóknarleiknum. Hvað gekk vel? Nokkrir þættir. Varnarleikur Þórs í öðrum leikhluta, Höttur skoraði þar 15 stig. Sóknarleikur Þórs í þriðja leikhluta, 29 stig sem þeir Darwin og Nigel Pruitt fóru yfir, einkum fyrri hlutann með þriggja stiga skotum. Í seinni hálfleik kviknaði í Buskey hjá Hetti þegar hann skoraði 30 stig og endaði með 40 stig fyrir heimamenn. Loks í fjórða leikhluta fór vörnin hjá Hetti að smella, Þór skoraði aðeins 11 stig og í lokin var heimaliðið hársbreidd frá að knýja fram framlengingu. Hvað gekk illa? Önnur skotklukkan bilaði fyrir leik. Skipt var um öryggi þannig leikurinn gat hafist en þegar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta sló hún út aftur. Þá var ljóst að bilunin væri umfangsmeiri og augnabliki síðar tók glöggur sauðfjárbóndi af Jökuldal eftir að reyk lagði frá henni. Þetta kostaði allt töluverð stopp og tafir. Hvað þýða úrslitin? Höttur vann fyrstu tvo leikina en hefur núna tapað tveimur í röð. Liðið á næst útileik gegn Hamri. Þór tapaði fyrsta leiknum gegn Val en hefur síðan unnið þrjá í röð og á heimaleik gegn Álftanesi eftir viku. Lárus: Sáttur við sigur á erfiðum útivelli Lárus Jónsson, þjálfari Þórs.Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, lýsti ánægju sinni með spilamennsku síns liðs en sérstaklega tvö stig eftir 83-84 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. „Þetta var dæmigerður leikur hér fyrir austan. Höttur er með hörkulið sem gefst aldrei upp. Ég er nokkuð ánægður hvernig við spiluðum, vörnin var góð og sóknin fín. Vörnin var ekkert spes til að byrja með, það var eins og liðin væru að þreifa hvort á öðru. Vörnin var góð frá miðjum öðrum leikhluta og sóknin mjög vel smurð í þriðja leikhluta. Mér fannst leikurinn vera okkar þar til liðið var á fjórða leikhluta. Ég veit ekki hvort við vorum of stífir í að verja forskotið þannig þeir gengu á lagið. Við vorum í vandærðum með (Nemanja) Knezevic sem tók mörg fráköst og bjó til mikið af aukaskotum fyrir þá og Deontaye (Buskey) skaut þá inn í leikinn. Ég er því því mjög ánægður með að ná sigri á erfiðum útivelli,“ sagði Lárus eftir leikinn. Í hans liði var Darwin Davis stigahæstur með 31 stig. Hann var með 100 prósent nýtingu, 6/6 úr tveggja stiga skotum og 60 prósent eða 6/10 úr þriggja stiga skotum. Nigel Pruitt skoraði 20 stig. Nýtingin var ekki jafn góð en hann skoraði þó fimm þriggja stiga körfur. „Darwin var frábær allan leikinn, bæði í vörn og sókn. Hann er leikmaður sem getur unnið leik á báðum endum. Ég veit ekki hvort það var rétt þegar þegar Adam Eiður (Ásgeirsson) fær vítið í lokin. Kannski var það bara blokkering. Það eru ekki margir bakverðir jafn fljótir að bregðast við og Darwin. Nigel hitti vel í dag og hinir leikmennirnir gerðu vel í að finna hann.“ Eins og Lárus segir fékk Höttur færi á að jafna, Adam Eiður fékk víti þegar þrjár sekúndur voru eftir. Seinna skot hans geigaði og Þór náði frákastinu. Höttur braut en tíminn rann út áður. Það var staðfest eftir nokkra bið meðan dómararnir skoðuðu upptöku. „Hvort tíminn rann út eða það voru 0,4 sekúndur eftir eða álíka. Við eigum eftir að spila aftur við Hött og það hefði verið fínt ef Tómas (Þrastarson) hefði fengið tvö víti því þá hefðum við kannski unnið með fleiri stigum.“ Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. Höttur átti góðan endasprett í fyrsta leikhluta og að honum loknum var munurinn tvö stig, 22-24. Framan af öðrum leikhluta var lítið skorað. Þegar á leið var það Þórsvörnin sem hélt enn betur og nokkur skot fóru að detta með þeim grænklæddu. Höttur minnkaði muninn í 34-36 þegar fjórar mínútur voru eftir. Þá tók við þriggja mínútna kafli þar sem hvorugt liðið skoraði þar til Þór tók endasprett og fór með 37-44 forskot inn í hálfleik. Þór sótti áfram á Hött í þriðja leikhluta og var fljótlega komið í tíu stiga forskot. Miklu munaði um hittni utan þriggja stiga línuna. Þórsarar skoruðu fjórar slíkar körfur í leikhlutanum, það var ekki fyrr en í lok leikhlutans sem Höttur náði því, þrátt fyrir álíka margar tilraunir. Höttur lagaði þó stöðuna með síðustu fimm stigunum þannig staðan var 62-73 þegar leikhlutanum lauk. Gátu jafnað í síðasta skoti En þrátt fyrir ellefu stiga forskot var sigurinn ekki farinn suður. Heldur dró saman með liðunum fyrri hluta fjórða leikhluta en svo kom kippur og þegar sléttar fimm mínútur voru eftir hafði Höttur náð muninum niður í fjögur stig, 73-77. Nigel Pruitt kom Þór aftur í góða forustu með þriggja stiga forustu og þegar ein og hálf mínúta var eftir virtist Þór vera kominn með leikinn í sínar hendur á ný í stöðunni 76-84. En svo gott var það ekki fyrir gestina því Deontaye Buskey setti niður tvær þriggja stiga körfur í röð og galopnaði leikinn í 82-84. Þór fór í sókn með um fjörtíu sekúndur eftir. Höttur setti upp góða vörn og Obie Trotter stal boltanum. Höttur hafði 20 sekúndur í sóknina. Þór stóð áhlaupið vel en loks var það Adam Eiður Ásgeirsson sem keyrði að körfunni. Darwin Davis, sem átti frábæran leik, braut á honum. Fjórar sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Adam Eiður fór á vítalínuna. Hann hitti úr fyrra skotinu en það seinni skoppaði af hringnum og í hendur Þórsara. Höttur náði ekki að brjóta strax. Þegar þeir brutu loks varð reikistefna um hvort leiktíminn væri liðinn. Dómararnir fóru að skjánum til að skoða atvikið og eftir nokkra umhugsun skáru þeir úr um að svo væri og Þór þar með sigurvegari með einu stigi. Af hverju vann Þór? Liðið náði að byggja upp forskot eftir miðjan annan leikhluta, fyrst með að loka vörninni, síðan sóknarleiknum. Hvað gekk vel? Nokkrir þættir. Varnarleikur Þórs í öðrum leikhluta, Höttur skoraði þar 15 stig. Sóknarleikur Þórs í þriðja leikhluta, 29 stig sem þeir Darwin og Nigel Pruitt fóru yfir, einkum fyrri hlutann með þriggja stiga skotum. Í seinni hálfleik kviknaði í Buskey hjá Hetti þegar hann skoraði 30 stig og endaði með 40 stig fyrir heimamenn. Loks í fjórða leikhluta fór vörnin hjá Hetti að smella, Þór skoraði aðeins 11 stig og í lokin var heimaliðið hársbreidd frá að knýja fram framlengingu. Hvað gekk illa? Önnur skotklukkan bilaði fyrir leik. Skipt var um öryggi þannig leikurinn gat hafist en þegar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta sló hún út aftur. Þá var ljóst að bilunin væri umfangsmeiri og augnabliki síðar tók glöggur sauðfjárbóndi af Jökuldal eftir að reyk lagði frá henni. Þetta kostaði allt töluverð stopp og tafir. Hvað þýða úrslitin? Höttur vann fyrstu tvo leikina en hefur núna tapað tveimur í röð. Liðið á næst útileik gegn Hamri. Þór tapaði fyrsta leiknum gegn Val en hefur síðan unnið þrjá í röð og á heimaleik gegn Álftanesi eftir viku. Lárus: Sáttur við sigur á erfiðum útivelli Lárus Jónsson, þjálfari Þórs.Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, lýsti ánægju sinni með spilamennsku síns liðs en sérstaklega tvö stig eftir 83-84 sigur á Hetti á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. „Þetta var dæmigerður leikur hér fyrir austan. Höttur er með hörkulið sem gefst aldrei upp. Ég er nokkuð ánægður hvernig við spiluðum, vörnin var góð og sóknin fín. Vörnin var ekkert spes til að byrja með, það var eins og liðin væru að þreifa hvort á öðru. Vörnin var góð frá miðjum öðrum leikhluta og sóknin mjög vel smurð í þriðja leikhluta. Mér fannst leikurinn vera okkar þar til liðið var á fjórða leikhluta. Ég veit ekki hvort við vorum of stífir í að verja forskotið þannig þeir gengu á lagið. Við vorum í vandærðum með (Nemanja) Knezevic sem tók mörg fráköst og bjó til mikið af aukaskotum fyrir þá og Deontaye (Buskey) skaut þá inn í leikinn. Ég er því því mjög ánægður með að ná sigri á erfiðum útivelli,“ sagði Lárus eftir leikinn. Í hans liði var Darwin Davis stigahæstur með 31 stig. Hann var með 100 prósent nýtingu, 6/6 úr tveggja stiga skotum og 60 prósent eða 6/10 úr þriggja stiga skotum. Nigel Pruitt skoraði 20 stig. Nýtingin var ekki jafn góð en hann skoraði þó fimm þriggja stiga körfur. „Darwin var frábær allan leikinn, bæði í vörn og sókn. Hann er leikmaður sem getur unnið leik á báðum endum. Ég veit ekki hvort það var rétt þegar þegar Adam Eiður (Ásgeirsson) fær vítið í lokin. Kannski var það bara blokkering. Það eru ekki margir bakverðir jafn fljótir að bregðast við og Darwin. Nigel hitti vel í dag og hinir leikmennirnir gerðu vel í að finna hann.“ Eins og Lárus segir fékk Höttur færi á að jafna, Adam Eiður fékk víti þegar þrjár sekúndur voru eftir. Seinna skot hans geigaði og Þór náði frákastinu. Höttur braut en tíminn rann út áður. Það var staðfest eftir nokkra bið meðan dómararnir skoðuðu upptöku. „Hvort tíminn rann út eða það voru 0,4 sekúndur eftir eða álíka. Við eigum eftir að spila aftur við Hött og það hefði verið fínt ef Tómas (Þrastarson) hefði fengið tvö víti því þá hefðum við kannski unnið með fleiri stigum.“