Sjáðu þegar Haaland losaði um stífluna, markið sem knésetti Newcastle og seinni hálfleiks þrennuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2023 15:01 Erling Haaland skoraði tvívegis á gervigrasinu á Wankdorf vellinum í Bern. getty/Harry Langer Alls voru 28 mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gær. Þau má öll sjá inni á Vísi. Eftir að hafa mistekist að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð brast stíflan hjá Erling Haaland þegar Manchester City sigraði Young Boys í Bern, 1-3. Haaland skoraði tvö mörk fyrir City og er því kominn með 37 mörk í 33 leikjum í Meistaradeildinni. Manuel Akanji kom City yfir gegn löndum sínum en Meschack Elia jafnaði fyrir Young Boys. En Haaland kláraði dæmið fyrir Evrópumeistarana sem eru með fullt hús stiga í G-riðli. Klippa: Young Boys 1-3 Man City Í hinum leik G-riðils vann RB Leipzig 3-1 sigur á Rauðu stjörnunni á heimavelli. David Raum, Xavi Simons og Dani Olmo skoruðu mörk Þjóðverjanna. Mark Simons var sérstaklega fallegt. Leipzig er með sex stig í 2. sæti riðilsins. Marko Stamenic skoraði mark serbnesku meistaranna sem eru með eitt stig í G-riðli, líkt og Young Boys. Klippa: Leipzig 3-1 Rauða stjarnan Eftir frábæran sigur á Paris Saint-Germain í síðustu umferð, 4-1, tapaði Newcastle United fyrir Borussia Dortmund á St James' Park í F-riðli. Felix Nmecha skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dortmund og Newcastle eru bæði með þrjú stig í riðlinum. Klippa: Newcastle 0-1 Dortmund Paris Saint-Germain tyllti sér á topp F-riðils með 3-0 sigur á AC Milan. Kylian Mbappé, Randall Kolo Muani og Kang-In Lee gerðu mörk Parísarliðsins sem hefur skorað í 37 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Milan er á botni F-riðils með tvö stig og hefur ekki enn skorað mark í keppninni. Klippa: PSG 3-0 Milan Maður gærkvöldsins í Meistaradeildinni var brasilíski framherjinn Evanilson hjá Porto. Hann kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks gegn Antwerp í H-riðli. Belgísku meistararnir voru þá 1-0 yfir eftir mark Alhassans Yusuf. Evanilson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í seinni hálfleik, þá fyrstu í Meistaradeildinni í vetur. Stephen Eustaquio var einnig á skotskónum fyrir Porto sem er í 2. sæti H-riðils með sex stig. Antwerp er án stiga á botni riðilsins og hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í honum. Klippa: Antwerp 1-4 Porto Barcelona sigraði Shakhtar Donetsk, 2-1, í hinum leik H-riðils og er með fullt hús stiga á toppi hans. Ferran Torres kom Börsungum yfir á 28. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Fermín López glæsilegt mark og jók muninn í 2-0. Georgiy Sudakov hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði á 62. mínútu en nær komst Shakhtar ekki. Úkraínsku meistararnir eru með þrjú stig í 3. sæti H-riðils. Klippa: Barcelona 2-1 Shakhtar Celtic komst tvisvar yfir gegn Atlético Madrid á Celtic Park í E-riðli en tókst samt ekki að vinna. Leikar fóru 2-2. Kyogo Furuhashi og Luis Palma skoruðu mörk Celtic sem er með eitt stig á botni riðilsins. Antoine Griezmann og Álvaro Morata voru á skotskónum fyrir Atlético sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Klippa: Celtic 2-2 Atlético Mexíkóinn Santiago Giménez skoraði tvívegis þegar Feyenoord bar sigurorð af Lazio í Rotterdam, 3-1. Ramiz Zerrouki skoraði einnig fyrir hollensku meistarana sem eru með sex stig á toppi E-riðils. Pedro skoraði úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Silfurlið ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Klippa: Feyenoord 3-1 Lazio Öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Eftir að hafa mistekist að skora í fimm Meistaradeildarleikjum í röð brast stíflan hjá Erling Haaland þegar Manchester City sigraði Young Boys í Bern, 1-3. Haaland skoraði tvö mörk fyrir City og er því kominn með 37 mörk í 33 leikjum í Meistaradeildinni. Manuel Akanji kom City yfir gegn löndum sínum en Meschack Elia jafnaði fyrir Young Boys. En Haaland kláraði dæmið fyrir Evrópumeistarana sem eru með fullt hús stiga í G-riðli. Klippa: Young Boys 1-3 Man City Í hinum leik G-riðils vann RB Leipzig 3-1 sigur á Rauðu stjörnunni á heimavelli. David Raum, Xavi Simons og Dani Olmo skoruðu mörk Þjóðverjanna. Mark Simons var sérstaklega fallegt. Leipzig er með sex stig í 2. sæti riðilsins. Marko Stamenic skoraði mark serbnesku meistaranna sem eru með eitt stig í G-riðli, líkt og Young Boys. Klippa: Leipzig 3-1 Rauða stjarnan Eftir frábæran sigur á Paris Saint-Germain í síðustu umferð, 4-1, tapaði Newcastle United fyrir Borussia Dortmund á St James' Park í F-riðli. Felix Nmecha skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Dortmund og Newcastle eru bæði með þrjú stig í riðlinum. Klippa: Newcastle 0-1 Dortmund Paris Saint-Germain tyllti sér á topp F-riðils með 3-0 sigur á AC Milan. Kylian Mbappé, Randall Kolo Muani og Kang-In Lee gerðu mörk Parísarliðsins sem hefur skorað í 37 leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í röð. Milan er á botni F-riðils með tvö stig og hefur ekki enn skorað mark í keppninni. Klippa: PSG 3-0 Milan Maður gærkvöldsins í Meistaradeildinni var brasilíski framherjinn Evanilson hjá Porto. Hann kom inn á sem varamaður undir lok fyrri hálfleiks gegn Antwerp í H-riðli. Belgísku meistararnir voru þá 1-0 yfir eftir mark Alhassans Yusuf. Evanilson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í seinni hálfleik, þá fyrstu í Meistaradeildinni í vetur. Stephen Eustaquio var einnig á skotskónum fyrir Porto sem er í 2. sæti H-riðils með sex stig. Antwerp er án stiga á botni riðilsins og hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í honum. Klippa: Antwerp 1-4 Porto Barcelona sigraði Shakhtar Donetsk, 2-1, í hinum leik H-riðils og er með fullt hús stiga á toppi hans. Ferran Torres kom Börsungum yfir á 28. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Fermín López glæsilegt mark og jók muninn í 2-0. Georgiy Sudakov hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði á 62. mínútu en nær komst Shakhtar ekki. Úkraínsku meistararnir eru með þrjú stig í 3. sæti H-riðils. Klippa: Barcelona 2-1 Shakhtar Celtic komst tvisvar yfir gegn Atlético Madrid á Celtic Park í E-riðli en tókst samt ekki að vinna. Leikar fóru 2-2. Kyogo Furuhashi og Luis Palma skoruðu mörk Celtic sem er með eitt stig á botni riðilsins. Antoine Griezmann og Álvaro Morata voru á skotskónum fyrir Atlético sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Klippa: Celtic 2-2 Atlético Mexíkóinn Santiago Giménez skoraði tvívegis þegar Feyenoord bar sigurorð af Lazio í Rotterdam, 3-1. Ramiz Zerrouki skoraði einnig fyrir hollensku meistarana sem eru með sex stig á toppi E-riðils. Pedro skoraði úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Silfurlið ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili er með fjögur stig í 3. sæti riðilsins. Klippa: Feyenoord 3-1 Lazio Öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti