Ein stærsta millifærsla í áratugi á sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara
![„Hagvöxturinn hefur verið magn en ekki gæði,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.](https://www.visir.is/i/CF0D8B9EB6F6F49D6FCD81B56AD89D5655DADD47D39FBA9D5846CE43EDCFECE5_713x0.jpg)
Ein stærsta millifærsla í áratugi hefur nú átt sér stað úr vasa sparifjáreigenda til skuldara í gegnum neikvæða raunvexti. Verulega miklar fjárhæðir hafa verið færðir til. Það gengur ekki til lengdar að sparifjáreigendur standi undir þessu. Verðbólguskellurinn hefur því ekki fallið á heimilin í sama mæli og ef þau væru flest með verðtryggð lán, sagði seðlabankastjóri.