„Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2023 10:30 Sólrún og Gunnhildur bjuggu saman í nokkra daga. Hin 71 árs Gunnhildur Emilsdóttir og hin tvítuga Sólrún Dögg bjuggu saman í nokkra daga í þáttunum Sambúðin á Stöð 2. Sambúðin gekk vel en Sólrún fann samt sem þaður fyrir heimþrá þegar leið á. Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem saman sett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Í þættinum í gær var fylgst með sambúð einstaklinga en yfir fimmtíu ár munar á þeim. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er tvítug og Gunnhildur Emilsdóttir er 71 árs en samt sem áður fór vel á með þeim. Pörin fá til afnota íbúð þáttarins og búa þar saman í nokkra daga. Þátttakendurnir taka virkan þátt í lífi hvors annars og áhugamálum, þurfa að koma sér saman um hvað eigi að vera í matinn og velja sjónvarpsefni á kvöldin. Inni á milli fá þau skemmtileg verkefni sem varpa ljósi á kynslóðabilið en verður einnig kveikja að áhugaverðum umræðum þar sem báðir miðla reynslu sinni, þrá og draumum. Í þættinum í gær sagði Gunnhildur frá hippatímabilinu en þá kom í ljós að hún hefði í raun prófað flest fíkniefni. Gunnhildur lifir aftur á móti mjög heilsusamlegum lífsstíl í dag. „Ég fór að búa með fólki í kommúnu og þá var ég líklega orðin hippi. Við prófuðum allt sem hægt var að prófa,“ sagði Gunnhildur við Sólrúnu. „Ég slapp svo sem bara vel og ég hef einhvern veginn alltaf verið réttu megin við strikið. Mér fannst hass til dæmis alveg æðislega gott. Ég prófaði aldrei sveppi en prófaði kannski næsta fyrir ofan, LSD,“ segir Gunnhildur. „Mér leið kannski ekki allt of vel að hafa sagt henni kannski svona mikið um sögu mína en svo skammast ég mín ekkert fyrir það og myndi ekki gera þetta aftur, þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja endurtaka í lífi mínu,“ sagði Gunnhildur eftir tökurnar á þættinum. En áfram að samtalinu við Sólrúnu í þættinum: „Ég sá alveg á eftir vinum niður í gröfina og það er alveg fáránlega stutt þangað, sérstaklega í dag. Þetta var ekki alveg svona ofboðslega mikið af efnum í gamla daga,“ segir Gunnhildur. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina Sambúðin Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem saman sett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Í þættinum í gær var fylgst með sambúð einstaklinga en yfir fimmtíu ár munar á þeim. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er tvítug og Gunnhildur Emilsdóttir er 71 árs en samt sem áður fór vel á með þeim. Pörin fá til afnota íbúð þáttarins og búa þar saman í nokkra daga. Þátttakendurnir taka virkan þátt í lífi hvors annars og áhugamálum, þurfa að koma sér saman um hvað eigi að vera í matinn og velja sjónvarpsefni á kvöldin. Inni á milli fá þau skemmtileg verkefni sem varpa ljósi á kynslóðabilið en verður einnig kveikja að áhugaverðum umræðum þar sem báðir miðla reynslu sinni, þrá og draumum. Í þættinum í gær sagði Gunnhildur frá hippatímabilinu en þá kom í ljós að hún hefði í raun prófað flest fíkniefni. Gunnhildur lifir aftur á móti mjög heilsusamlegum lífsstíl í dag. „Ég fór að búa með fólki í kommúnu og þá var ég líklega orðin hippi. Við prófuðum allt sem hægt var að prófa,“ sagði Gunnhildur við Sólrúnu. „Ég slapp svo sem bara vel og ég hef einhvern veginn alltaf verið réttu megin við strikið. Mér fannst hass til dæmis alveg æðislega gott. Ég prófaði aldrei sveppi en prófaði kannski næsta fyrir ofan, LSD,“ segir Gunnhildur. „Mér leið kannski ekki allt of vel að hafa sagt henni kannski svona mikið um sögu mína en svo skammast ég mín ekkert fyrir það og myndi ekki gera þetta aftur, þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja endurtaka í lífi mínu,“ sagði Gunnhildur eftir tökurnar á þættinum. En áfram að samtalinu við Sólrúnu í þættinum: „Ég sá alveg á eftir vinum niður í gröfina og það er alveg fáránlega stutt þangað, sérstaklega í dag. Þetta var ekki alveg svona ofboðslega mikið af efnum í gamla daga,“ segir Gunnhildur. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina
Sambúðin Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist