Sadio Mané kaupir fótboltafélag og borgarstjórinn er sáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2023 13:32 Sadio Mane þarf að gera mikið fyrir nýja félagið sitt ef að það ætlar að komast upp úr frönsku D-deildinni. EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Senegalski landsliðsframherjinn Sadio Mané gerir meira en um að dreyma um það að eignast fótboltafélag því hann er að láta drauminn rætast meðan hann er enn að spila. Hinn 31 árs gamli Mané spilar nú með Al Nassr í Sádí Arabíu en lék áður með Bayern München og Liverpool. Franskir fjölmiðlar segja frá því að Mané sé að ganga frá kaupum á franska fjórðu deildarfélaginu Bourges Foot 18. Cheikh Sylla : « On vise la Ligue 2 pour 2030 »Le président du Bourges Foot 18, dont Sadio Mané va prendre les commandes, se félicite du « changement de dimension » de son club https://t.co/evjRMxQQUS pic.twitter.com/LZTwDwk9wK— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 25, 2023 Mané hafði hjálpað félaginu síðasta sumar og látið það fá pening til að geta fengið til sín leikmenn en nú er hann samkvæmt þessum upplýsingum að verða formlegur og staðfestur eigandi í félaginu. Borgarstjórinn Yann Galut hefur lýst yfir ánægju sinni með fréttirnar. Bourges er 64 þúsund manna borg en stolt borgarinnar hingað til hefur verið kvennakörfuboltaliðið CJM Bourges Basket sem er margfaldur franskur meistari og hefur unnið Euroleague þrisvar sinnum. Cheikh Sylla, forseti Bourges Foot 18, spilaði stórt hlutverk í því að fá Mané inn og hann mun halda sæti sínu sem forseti félagsins. Bourges Foot 18 er staðsett 250 kílómetra suður af París eða í miðju landinu. Félagið hefur aldrei komist ofar en í frönsku b-deildina. Liðið situr eins og er næst neðst í B-riðli Championnat National deildarinnar sem D-deildin í Frakklandi. Mané fór til Arabíu eftir vonbrigðartímabil hjá Bayern en hann átti mögnuð ár hjá Liverpool þar sem hann vann meðal annars sex titla þar á meðal Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020. OFFICIEL : Sadio Mané est devenu le propriétaire de Bourges Foot 18, un club de National 2 ! L'annonce officielle a été faite lors d'une conférence de presse ce matin. pic.twitter.com/qn5aR9Jcen— (@JoueursSN) October 25, 2023 Franski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Mané spilar nú með Al Nassr í Sádí Arabíu en lék áður með Bayern München og Liverpool. Franskir fjölmiðlar segja frá því að Mané sé að ganga frá kaupum á franska fjórðu deildarfélaginu Bourges Foot 18. Cheikh Sylla : « On vise la Ligue 2 pour 2030 »Le président du Bourges Foot 18, dont Sadio Mané va prendre les commandes, se félicite du « changement de dimension » de son club https://t.co/evjRMxQQUS pic.twitter.com/LZTwDwk9wK— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 25, 2023 Mané hafði hjálpað félaginu síðasta sumar og látið það fá pening til að geta fengið til sín leikmenn en nú er hann samkvæmt þessum upplýsingum að verða formlegur og staðfestur eigandi í félaginu. Borgarstjórinn Yann Galut hefur lýst yfir ánægju sinni með fréttirnar. Bourges er 64 þúsund manna borg en stolt borgarinnar hingað til hefur verið kvennakörfuboltaliðið CJM Bourges Basket sem er margfaldur franskur meistari og hefur unnið Euroleague þrisvar sinnum. Cheikh Sylla, forseti Bourges Foot 18, spilaði stórt hlutverk í því að fá Mané inn og hann mun halda sæti sínu sem forseti félagsins. Bourges Foot 18 er staðsett 250 kílómetra suður af París eða í miðju landinu. Félagið hefur aldrei komist ofar en í frönsku b-deildina. Liðið situr eins og er næst neðst í B-riðli Championnat National deildarinnar sem D-deildin í Frakklandi. Mané fór til Arabíu eftir vonbrigðartímabil hjá Bayern en hann átti mögnuð ár hjá Liverpool þar sem hann vann meðal annars sex titla þar á meðal Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina 2020. OFFICIEL : Sadio Mané est devenu le propriétaire de Bourges Foot 18, un club de National 2 ! L'annonce officielle a été faite lors d'une conférence de presse ce matin. pic.twitter.com/qn5aR9Jcen— (@JoueursSN) October 25, 2023
Franski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira