Stjóri PSV straujaði Arnar á æfingu eftir að hafa boðið honum í mat daginn áður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 14:31 Peter Bosz (fimmti frá vinstri í annarri röð) lék með Arnari og Bjarka Gunnlaugssyni hjá Feyenoord. getty/VI Images Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, sagði skemmtilega sögu af knattspyrnustjóra PSV Eindhoven í Meistaradeildarmörkunum. PSV gerði 1-1 jafntefli við Lens á útivelli í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Johan Bakayoko kom hollensku bikarmeisturunum yfir á 54. mínútu en Elye Wahi jafnaði fyrir Frakkana tólf mínútum síðar og þar við sat. Knattspyrnustjóri PSV er Peter Bosz sem Arnar þekkir frá því þeir léku saman með Feyenoord. Arnar rifjaði upp eftirminnileg samskipti sín við Bosz frá því fyrir þrjátíu árum í Meistaradeildarmörkunum. „Hann var eldri leikmaður hjá Feyenoord þegar við Bjarki komum þangað. Hann var einn af þeim fáu sem gaf sig á tal við yngri leikmenn og bauð okkur heim til sín einu sinni og gaf okkur að borða. Hann hringdi líka í Adidas umboðið og við fengum samning hjá Adidas. Alveg geggjað og við bestu vinir Peters Bosz,“ sagði Arnar. „Svo var æfing daginn eftir. Við heilsuðumst og svo byrjaði æfingin, ungir gegn gömlum. Hann straujaði mig í fyrstu tæklingu. Lærdómurinn af þessari sögu er að alvara og gaman og hann greindi þar á milli. Við héldum að hann væri besti vinur okkar en hann var bara að kenna okkur lexíu. Geggjaður náungi.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Peter Bosz Bosz, sem var öflugur miðjumaður á sínum tíma, lék með Feyenoord á árunum 1991-96 og varð hollenskur meistari með liðinu 1993 og bikarmeistari 1992, 1994 og 1995. Hinn 59 ára Bosz tók við PSV í sumar. Liðið hefur unnið þrettán af sautján leikjum undir hans stjórn, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik, gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Hollenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31 Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Sjá meira
PSV gerði 1-1 jafntefli við Lens á útivelli í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Johan Bakayoko kom hollensku bikarmeisturunum yfir á 54. mínútu en Elye Wahi jafnaði fyrir Frakkana tólf mínútum síðar og þar við sat. Knattspyrnustjóri PSV er Peter Bosz sem Arnar þekkir frá því þeir léku saman með Feyenoord. Arnar rifjaði upp eftirminnileg samskipti sín við Bosz frá því fyrir þrjátíu árum í Meistaradeildarmörkunum. „Hann var eldri leikmaður hjá Feyenoord þegar við Bjarki komum þangað. Hann var einn af þeim fáu sem gaf sig á tal við yngri leikmenn og bauð okkur heim til sín einu sinni og gaf okkur að borða. Hann hringdi líka í Adidas umboðið og við fengum samning hjá Adidas. Alveg geggjað og við bestu vinir Peters Bosz,“ sagði Arnar. „Svo var æfing daginn eftir. Við heilsuðumst og svo byrjaði æfingin, ungir gegn gömlum. Hann straujaði mig í fyrstu tæklingu. Lærdómurinn af þessari sögu er að alvara og gaman og hann greindi þar á milli. Við héldum að hann væri besti vinur okkar en hann var bara að kenna okkur lexíu. Geggjaður náungi.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Peter Bosz Bosz, sem var öflugur miðjumaður á sínum tíma, lék með Feyenoord á árunum 1991-96 og varð hollenskur meistari með liðinu 1993 og bikarmeistari 1992, 1994 og 1995. Hinn 59 ára Bosz tók við PSV í sumar. Liðið hefur unnið þrettán af sautján leikjum undir hans stjórn, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik, gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Hollenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31 Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Blekking að halda allt sé í himnalagi hjá Man. United Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, er líka harður stuðningsmaður Manchester United og hann hefur áhyggjur af sínu liði eftir byrjunina á tímabilinu. 25. október 2023 13:31
Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. 25. október 2023 09:01