Stjórnarformaður Everton lést í gær: Hafði mikil áhrif á Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 10:30 Bill Kenwright með Wayne Roone og þáverandi stjóra Everton, David Moyes, þegar Rooney kom mjög ungur inn í Everton liðið. Getty/Neal Simpson Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, lést í gær 78 ára gamall. Margir hafa minnst hans eftir að fréttirnar bárust. Kenwright hafði verið í stjórn Everton frá árinu 1989 eða í 34 ár. Hann tók við stöðu stjórnarformanns á Goodison Park árið 2004. Kenwright hafði verið að glíma við krabbamein í lifrinni og fór í aðgerð fyrir átta vikum til að reyna að fjarlægja meinið. Hann náði sér ekki og lést í gær umkringdur fjölskyldu og ástvinum. Everton Football Club is in mourning following the death of Chairman Bill Kenwright CBE, who passed away peacefully last night aged 78, surrounded by his family and loved ones.— Everton (@Everton) October 24, 2023 Everton sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að mikil sorg sé innan félagsins vegna fráfallsins en þarna var félagið að missa þann mann sem hefur haldið þessari stöðu lengst af öllum undanfarin eitt hundrað ár. Kenwright hafði keypt stóran hlut í Everton tíu árum eftir að hann kom inn í stjórn félagsins. Hann seldi síðan 49,9 prósenta hlut Farhad Moshir árið 2016. Moshir hefur síðan haldið áfram að eignast hluti í félaginu og átti 94 prósent í Everton þegar hann seldi í september. Kenwright hjálpaði til við að sú sala gengi eftir. Wayne Rooney er einn þeirra sem hefur minnst Kenwright. „Eyðilagður yfir sorgartíðindum af Bill Kenwright. Ég hef þekkt Bill síðan að ég var ungur strákur og hann hafði mikil áhrif á mig, bæði á mig sem persónu sem og á minn feril. Merkur maður og gaf mér mikinn innblástur. Hugur minn er hjá fjölskyldu Bill og vinum,“ skrifaði Wayne Rooney. Devastated to hear the sad news about Bill Kenwright. Known Bill since I was young and he s had a huge impact on me as a person and my career. Great man and a big inspiration. Thoughts are with all Bill s family and friends pic.twitter.com/PKO3NSW5g7— Wayne Rooney (@WayneRooney) October 24, 2023 Andlát Enski boltinn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Kenwright hafði verið í stjórn Everton frá árinu 1989 eða í 34 ár. Hann tók við stöðu stjórnarformanns á Goodison Park árið 2004. Kenwright hafði verið að glíma við krabbamein í lifrinni og fór í aðgerð fyrir átta vikum til að reyna að fjarlægja meinið. Hann náði sér ekki og lést í gær umkringdur fjölskyldu og ástvinum. Everton Football Club is in mourning following the death of Chairman Bill Kenwright CBE, who passed away peacefully last night aged 78, surrounded by his family and loved ones.— Everton (@Everton) October 24, 2023 Everton sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að mikil sorg sé innan félagsins vegna fráfallsins en þarna var félagið að missa þann mann sem hefur haldið þessari stöðu lengst af öllum undanfarin eitt hundrað ár. Kenwright hafði keypt stóran hlut í Everton tíu árum eftir að hann kom inn í stjórn félagsins. Hann seldi síðan 49,9 prósenta hlut Farhad Moshir árið 2016. Moshir hefur síðan haldið áfram að eignast hluti í félaginu og átti 94 prósent í Everton þegar hann seldi í september. Kenwright hjálpaði til við að sú sala gengi eftir. Wayne Rooney er einn þeirra sem hefur minnst Kenwright. „Eyðilagður yfir sorgartíðindum af Bill Kenwright. Ég hef þekkt Bill síðan að ég var ungur strákur og hann hafði mikil áhrif á mig, bæði á mig sem persónu sem og á minn feril. Merkur maður og gaf mér mikinn innblástur. Hugur minn er hjá fjölskyldu Bill og vinum,“ skrifaði Wayne Rooney. Devastated to hear the sad news about Bill Kenwright. Known Bill since I was young and he s had a huge impact on me as a person and my career. Great man and a big inspiration. Thoughts are with all Bill s family and friends pic.twitter.com/PKO3NSW5g7— Wayne Rooney (@WayneRooney) October 24, 2023
Andlát Enski boltinn Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira