Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn hefði viljað sjá Orra taka vítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 09:01 Orri Steinn Óskarsson í leiknum í gær en til hliðar sést Andre Onana verja vítið. Samsett/Getty Orri Steinn Óskarsson er að fá stærra og stærra hlutverk hjá FCK en Jóhannes Karl Guðjónsson vill sjá hann fá meiri spilatíma því að hann sé í raun eina alvöru nía liðsins sem er ekki alltaf meidd. FC Kaupmannahöfn fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en liðið klúðraði þá víti á síðustu sekúndunni í uppbótartíma. Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk ekki að taka vítið og það var aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson ekki nógu ánægður með. Jóhannes Karl og Arnar Gunnlaugsson ræddu Orra Stein Óskarsson og stöðu hans hjá Kaupmannahafnarliðinu í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn. Orri Steinn fékk þarna tækifæri til að spila á mótinu liðinu sem hann heldur með í enska boltanum og það í Leikhúsi draumanna, heimavelli Manchester United. „Það var geggjað að sjá hann þarna en ég hefði viljað sjá hann á punktinum. Negla þessu með beinni rist í netið,“ sagði Jóhannes Karl, aðstoðarþjálfari landsliðsins og sérfræðingur í Meistaradeildarmörkunum. Annar varamaður, Jordan Larsson, tók vítið en lét Andre Onana verja frá sér og strax á eftir flautaði dómarinn til leiksloka. Klippa: Umræða um Orra Stein á Old Trafford Orri kom inn á völlinn þegar FC Kaupmannahöfn þurfti mark til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta er gaman að sjá. Orri er þarna í flottu hlutverki hjá FC Kaupmannahöfn. Ég hefði viljað sjá hann fyrr inn á og jafnvel bara byrja í staðinn fyrir Viktor Claesson. Orri var alveg óþreyttur af því hann spilaði ekkert um helgina í deildinni. Ég hefði viljað sjá hann byrja þennan leik og hann hefði alveg getað gert það vel,“ sagði Jóhannes Karl. „Þetta var alveg geggjað. Hann hefur X-faktorinn og núna er það bara fyrir hann að fá fleiri og fleiri mínútur. Þetta er stórt svið sem hann er að stíga inn á núna. Hann kom líka inn á móti Galatasaray þótt það hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Núna koma bara fleiri og fleiri mínútur sem hann þarf svo að nýta til að fá enn fleiri mínútur,“ sagði Arnar. Þeir eru alveg vissir um það að hlutverk Orra í liðinu sé að stækka. „Þeir hafa greinilega mikla trú á honum og þeir eru ekki með svona alvöru níu nema í Andreas Cornelius sem er alltaf meiddur. Orri er eiginlega eina alvöru nían þeirra og ég bind því vonir við það að hann eigi eftir að spila meira,“ sagði Jóhannes eins og sjá má hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá markið og vítið úr leiknum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Sjá meira
FC Kaupmannahöfn fékk kjörið tækifæri til að jafna leikinn á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en liðið klúðraði þá víti á síðustu sekúndunni í uppbótartíma. Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson fékk ekki að taka vítið og það var aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson ekki nógu ánægður með. Jóhannes Karl og Arnar Gunnlaugsson ræddu Orra Stein Óskarsson og stöðu hans hjá Kaupmannahafnarliðinu í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn. Orri Steinn fékk þarna tækifæri til að spila á mótinu liðinu sem hann heldur með í enska boltanum og það í Leikhúsi draumanna, heimavelli Manchester United. „Það var geggjað að sjá hann þarna en ég hefði viljað sjá hann á punktinum. Negla þessu með beinni rist í netið,“ sagði Jóhannes Karl, aðstoðarþjálfari landsliðsins og sérfræðingur í Meistaradeildarmörkunum. Annar varamaður, Jordan Larsson, tók vítið en lét Andre Onana verja frá sér og strax á eftir flautaði dómarinn til leiksloka. Klippa: Umræða um Orra Stein á Old Trafford Orri kom inn á völlinn þegar FC Kaupmannahöfn þurfti mark til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta er gaman að sjá. Orri er þarna í flottu hlutverki hjá FC Kaupmannahöfn. Ég hefði viljað sjá hann fyrr inn á og jafnvel bara byrja í staðinn fyrir Viktor Claesson. Orri var alveg óþreyttur af því hann spilaði ekkert um helgina í deildinni. Ég hefði viljað sjá hann byrja þennan leik og hann hefði alveg getað gert það vel,“ sagði Jóhannes Karl. „Þetta var alveg geggjað. Hann hefur X-faktorinn og núna er það bara fyrir hann að fá fleiri og fleiri mínútur. Þetta er stórt svið sem hann er að stíga inn á núna. Hann kom líka inn á móti Galatasaray þótt það hafi bara verið nokkrar mínútur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Núna koma bara fleiri og fleiri mínútur sem hann þarf svo að nýta til að fá enn fleiri mínútur,“ sagði Arnar. Þeir eru alveg vissir um það að hlutverk Orra í liðinu sé að stækka. „Þeir hafa greinilega mikla trú á honum og þeir eru ekki með svona alvöru níu nema í Andreas Cornelius sem er alltaf meiddur. Orri er eiginlega eina alvöru nían þeirra og ég bind því vonir við það að hann eigi eftir að spila meira,“ sagði Jóhannes eins og sjá má hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má sjá markið og vítið úr leiknum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Sjá meira