Sú markahæsta sneri aftur eftir ellefu mánaða fjarveru Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 17:31 Sú markahæsta stýrði fagnaðarlátunum að leik loknum. @ArsenalWFC Markadrottningin Vivianne Miedema sneri aftur í lið Arsenal þegar liðið lagði Bristol City naumlega á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, lokatölur 1-2 og Skytturnar fóru heim til Lundúna með stigin þrjú. Anna Margaretha Marina Astrid Miedema, betur þekkt sem Vivianne Miedema, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á síðasta ári. Leikurinn gegn Bristol var hennar fyrsti í 11 mánuði og ljóst er að Skytturnar sem og hollenska landsliðið hafa saknað hennar gríðarlega. The all-time @BarclaysWSL top goalscorer Vivianne Miedema returns to the pitch for the first time since her ACL injury in December 2022 It s good to see you back @VivianneMiedema pic.twitter.com/eQwcKHckRb— DAZN Football (@DAZNFootball) October 22, 2023 Missti hún til að mynda af HM sem fram fór í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðslanna. Tapaði Holland fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum. Hvað Arsenal varðar þá endaði félagið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur byrjað tímabilið í ár heldur illa, féll liðið til að mynda úr leik gegn París FC í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Nú horfir til betri vegar og þó hin írska Katie McCabe hafi skorað bæði mörk Arsenal í leiknum var það endurkoma Miedema sem stal fyrirsögnunum. Hún kom inn af bekknum þegar vel var liðið á uppbótartíma leiksins og minnti strax á sig með frábærri sendingu sem hefði að öllu jafna leitt til marks en svo var ekki að þessu sinni. Big smiles from @VivianneMiedema and @bmeado9 pic.twitter.com/RkiZYdkv3g— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 22, 2023 Miedema er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna á Englandi með 74 mörk. Ofan á það hefur hún gefið 32 stoðsendingar svo það er ljóst að hún er miklu meira en bara markaskorari. Stutt er síðan Beth Mead sneri aftur í lið Arsenal og það verður að segjast að framlína liðsins er orðin ansi óárennileg ef allar þar haldast heilar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira
Anna Margaretha Marina Astrid Miedema, betur þekkt sem Vivianne Miedema, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á síðasta ári. Leikurinn gegn Bristol var hennar fyrsti í 11 mánuði og ljóst er að Skytturnar sem og hollenska landsliðið hafa saknað hennar gríðarlega. The all-time @BarclaysWSL top goalscorer Vivianne Miedema returns to the pitch for the first time since her ACL injury in December 2022 It s good to see you back @VivianneMiedema pic.twitter.com/eQwcKHckRb— DAZN Football (@DAZNFootball) October 22, 2023 Missti hún til að mynda af HM sem fram fór í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðslanna. Tapaði Holland fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum. Hvað Arsenal varðar þá endaði félagið í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur byrjað tímabilið í ár heldur illa, féll liðið til að mynda úr leik gegn París FC í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Nú horfir til betri vegar og þó hin írska Katie McCabe hafi skorað bæði mörk Arsenal í leiknum var það endurkoma Miedema sem stal fyrirsögnunum. Hún kom inn af bekknum þegar vel var liðið á uppbótartíma leiksins og minnti strax á sig með frábærri sendingu sem hefði að öllu jafna leitt til marks en svo var ekki að þessu sinni. Big smiles from @VivianneMiedema and @bmeado9 pic.twitter.com/RkiZYdkv3g— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 22, 2023 Miedema er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna á Englandi með 74 mörk. Ofan á það hefur hún gefið 32 stoðsendingar svo það er ljóst að hún er miklu meira en bara markaskorari. Stutt er síðan Beth Mead sneri aftur í lið Arsenal og það verður að segjast að framlína liðsins er orðin ansi óárennileg ef allar þar haldast heilar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Sjá meira