Vinícius hrósaði Sevilla fyrir að reka rasískan aðdáanda af velli Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2023 09:30 Úr leik Real Madrid gegn Valencia síðastliðinn maí þar sem leikmaðurinn varð einnig fyrir kynþáttahatri og fagnaði marki með því að benda á aðdáendurna sem beittu hann því. Getty/Mateo Villalba Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, hefur hrósað Sevilla fyrir skjót og góð viðbrögð við meintu kynþáttahatri sem hann varð fyrir í leik liðanna. Hann sagði þetta vera nítjánda skiptið sem hann verði slíkum fordómum og biðlar til spænskra yfirvalda að athafna sig í þeim málaflokki. Sevilla rak aðdáanda sinn burt af leikvangnum í 1-1 jafntefli gegn Real í gærkvöldi og tilkynnti hann til lögreglu. Félagið gaf út tilkynningu um málið skömmu síðar þar sem aðdáandinn er sagður hafa sýnt „rasíska hegðun og útlendingahatur“. Ekki kemur fram nákvæmlega hvað var gert eða sagt og hvert skotmark hans var en Vinícius setti inn færslu á samfélagsmiðlasíður sínar eftir leik þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir barðinu. Vinicíus kallaði þetta sorglegt atvik og þakkaði Sevilla fyrir sín viðbrögð við málinu en kvaðst hafa annað myndband í höndum þar sem aðdáandi á barnsaldri sýnir rasíska hegðun. Parabéns ao Sevilla pelo rápido posicionamento e pela punição em mais um triste episódio para o futebol espanhol.Infelizmente, tive acesso a um vídeo com outro ato racista na partida deste sábado, dessa vez praticado por uma criança. Lamento muito que não haja ninguém para… pic.twitter.com/azlZ7ccPNZ— Vini Jr. (@vinijr) October 21, 2023 Hann kallaði eftir því að spænsk yfirvöld blönduðu sér í málið og færu að sækja menn til saka. Einnig bendir hann á fáfræðina sem býr að baki slíkri hegðun og sagði mikilvægt að fræða fólk um afleiðingarnar sem henni fylgja, líkt og hann hefur gert í heimalandi sínu Brasilíu. Vinicíus sagði þetta nítjánda einstaka atvikið sem hann verður fyrir. Fyrr í mánuðinum bar leikmaðurinn vitnisburð og afhendi sönnunargögn í réttarhöldum gegn þremur aðdáendum Valencia vegna atviks í leik liðsins gegn Real Madrid síðastliðinn maí. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Sevilla rak aðdáanda sinn burt af leikvangnum í 1-1 jafntefli gegn Real í gærkvöldi og tilkynnti hann til lögreglu. Félagið gaf út tilkynningu um málið skömmu síðar þar sem aðdáandinn er sagður hafa sýnt „rasíska hegðun og útlendingahatur“. Ekki kemur fram nákvæmlega hvað var gert eða sagt og hvert skotmark hans var en Vinícius setti inn færslu á samfélagsmiðlasíður sínar eftir leik þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir barðinu. Vinicíus kallaði þetta sorglegt atvik og þakkaði Sevilla fyrir sín viðbrögð við málinu en kvaðst hafa annað myndband í höndum þar sem aðdáandi á barnsaldri sýnir rasíska hegðun. Parabéns ao Sevilla pelo rápido posicionamento e pela punição em mais um triste episódio para o futebol espanhol.Infelizmente, tive acesso a um vídeo com outro ato racista na partida deste sábado, dessa vez praticado por uma criança. Lamento muito que não haja ninguém para… pic.twitter.com/azlZ7ccPNZ— Vini Jr. (@vinijr) October 21, 2023 Hann kallaði eftir því að spænsk yfirvöld blönduðu sér í málið og færu að sækja menn til saka. Einnig bendir hann á fáfræðina sem býr að baki slíkri hegðun og sagði mikilvægt að fræða fólk um afleiðingarnar sem henni fylgja, líkt og hann hefur gert í heimalandi sínu Brasilíu. Vinicíus sagði þetta nítjánda einstaka atvikið sem hann verður fyrir. Fyrr í mánuðinum bar leikmaðurinn vitnisburð og afhendi sönnunargögn í réttarhöldum gegn þremur aðdáendum Valencia vegna atviks í leik liðsins gegn Real Madrid síðastliðinn maí.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira