Fótbolti

FIFA gæti þurft að borga Al-Hilal svimandi háa upphæð vegna meiðsla Neymars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar verður frá keppni næstu mánuðina.
Neymar verður frá keppni næstu mánuðina. getty/Guillermo Legaria

Meiðsli brasilíska fótboltamannsins Neymars gætu kostað FIFA 6,5 milljónir punda.

Neymar sleit krossband í hné í leik Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM 2026 í vikunni. Meiðsli hans gætu kostað FIFA skildinginn.

FIFA þarf nefnilega að borga laun leikmanna sem meiðast í leikjum á vegum þeirra, frá 28 dögum til árs, að hámarki 6,5 milljónum punda.

Neymar er á stjarnfræðilega háum launum hjá Al-Hilal en talið er að hann fái um tvær og hálfa milljón punda í vikulaun. FIFA myndi því greiða því sem samsvarar launum hans í um þrjár vikur.

Hinn 31 árs Neymar gekk í raðir Al-Hilal frá Paris Saint-Germain í haust. Hann hefur aðeins leikið fimm leiki fyrir sádi-arabíska liðið og þeir verða væntanlega ekki fleiri á þessu tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×