Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2023 14:43 Glæný könnun Maskínu um afstöðu landsmanna til starfa ríkisstjórnarinnar sýnir að óánægja eykst lítið eitt. Vísir/Vilhelm Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa, rúm 56 prósent mælast nú óánægð en aðeins sextán prósent ánægð. Þetta sýnir ný Maskínukönnun. Af kjósendum ríkisstjórnarinnar eru kjósendur Framsóknarflokksins og Vinstri grænna óánægðastir. Könnunin var keyrð út frá júlí til september og nær yfir þriðja ársfjórðung. Fjöldi svarenda telur 4218. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ýmist ánægja eða óánægja mælist með störf ríkisstjórnarinnar á ársfjórðungsfresti. Könnunin sýnir að óánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst lítillega og fer úr 54 prósentum upp í rúm 56 prósenta óánægju. Á öðrum ársfjórðungi sögðust 18 prósent svarenda vera ánægð með störfin en þau eru aðeins 16 prósent samkvæmt nýjustu könnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir alvanalegt að ánægja með ríkisstjórnir taki að dala þegar líður á kjörtímabil.Vísir/Kolbeinn Tumi Grétar Þór Eyþórsson er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri. „Við höfum náttúrulega séð þetta áður. Ríkisstjórnir hafa fallið í áliti hjá fólki eða ánægja með þær minnkað þegar líður á kjörtímabil. Sömuleiðis fylgi flokkanna í flestum tilfellum. Við höfum séð þetta á öllum síðustu ríkisstjórnum nema stjórn þessara sömu flokka þegar hún sat í Covid-ástandinu. Það var undantekningin.“ Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hvað ánægðastir með störf ríkisstjórnarinnar eða tæpur helmingur þeirra en aðeins 16 prósent Sjálfstæðismanna eru óánægðir. Er þetta á pari við það sem þú hefðir fyrir fram talið miðað við þær háværu óánægjuraddir sem við heyrðum til að mynda í sumar í tengslum við tímabundið hvalveiðibann? „Maður hefði nú átt von á því að þetta myndi slá meira út í svona könnun, satt best að segja hefði ég svona fyrir fram „tippað“ á það. Það virðist nú greinilega ekki vera að þetta hafi sett allt úr skorðum hjá Sjálfstæðisflokknum þó svo að Svandís hafi bannað hvalveiðar í sumar. Ég held að það sé það sem maður geti lesið út úr þessu,“ segir Grétar. Af kjósendum ríkisstjórnarflokkanna eru Framsóknarmenn óánægðastir með störfin eða tuttugu og eitt prósent en 20 prósent kjósenda VG kváðust óánægð. Þrjátíu og átta prósent kjósenda Framsóknar sögðust þá ánægð með störfin og þrjátíu og fimm prósent kjósenda VG sögðust ánægð með afrakstur ríkisstjórnarsamstarfsins. Sósíalistar óánægðastir með ríkisstjórnina Af kjósendum stjórnarandstöðuflokkanna mældist mesta óánægjan með störf ríkisstjórnarinnar hjá Sósíalistum eða 90 prósentum þeirra, því næst Pírötum 83 prósent og Samfylkingarfólki 77 prósent. 74 prósent kjósenda Flokks fólksins kváðust óánægð með störf ríkisstjórnarinnar, 70 prósent Miðflokksmanna voru óánægð og loks sögðust 62 prósent kjósenda Viðreisnar vera óánægð. Miðflokksmenn óánægðastir með störf stjórnarandstöðu Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar minnkar lítið eitt eða fer úr 42 prósentum á öðrum ársfjórðungi niður í 41 prósent í þriðja ársfjórðungi. Aðeins 14 prósent eru ánægð með störf stjórnarandstöðunnar líkt og á öðrum ársfjórðungi. Mesta óánægjan með störf stjórnarandstöðu mælist hjá kjósendum Miðflokksins eða rúm 62 prósent þeirra. Mesta ánægjan með störf stjórnarandstöðunnar mælist hjá kjósendum Pírata eða tæp 26 prósent þeirra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Könnunin var keyrð út frá júlí til september og nær yfir þriðja ársfjórðung. Fjöldi svarenda telur 4218. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ýmist ánægja eða óánægja mælist með störf ríkisstjórnarinnar á ársfjórðungsfresti. Könnunin sýnir að óánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst lítillega og fer úr 54 prósentum upp í rúm 56 prósenta óánægju. Á öðrum ársfjórðungi sögðust 18 prósent svarenda vera ánægð með störfin en þau eru aðeins 16 prósent samkvæmt nýjustu könnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir alvanalegt að ánægja með ríkisstjórnir taki að dala þegar líður á kjörtímabil.Vísir/Kolbeinn Tumi Grétar Þór Eyþórsson er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri. „Við höfum náttúrulega séð þetta áður. Ríkisstjórnir hafa fallið í áliti hjá fólki eða ánægja með þær minnkað þegar líður á kjörtímabil. Sömuleiðis fylgi flokkanna í flestum tilfellum. Við höfum séð þetta á öllum síðustu ríkisstjórnum nema stjórn þessara sömu flokka þegar hún sat í Covid-ástandinu. Það var undantekningin.“ Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hvað ánægðastir með störf ríkisstjórnarinnar eða tæpur helmingur þeirra en aðeins 16 prósent Sjálfstæðismanna eru óánægðir. Er þetta á pari við það sem þú hefðir fyrir fram talið miðað við þær háværu óánægjuraddir sem við heyrðum til að mynda í sumar í tengslum við tímabundið hvalveiðibann? „Maður hefði nú átt von á því að þetta myndi slá meira út í svona könnun, satt best að segja hefði ég svona fyrir fram „tippað“ á það. Það virðist nú greinilega ekki vera að þetta hafi sett allt úr skorðum hjá Sjálfstæðisflokknum þó svo að Svandís hafi bannað hvalveiðar í sumar. Ég held að það sé það sem maður geti lesið út úr þessu,“ segir Grétar. Af kjósendum ríkisstjórnarflokkanna eru Framsóknarmenn óánægðastir með störfin eða tuttugu og eitt prósent en 20 prósent kjósenda VG kváðust óánægð. Þrjátíu og átta prósent kjósenda Framsóknar sögðust þá ánægð með störfin og þrjátíu og fimm prósent kjósenda VG sögðust ánægð með afrakstur ríkisstjórnarsamstarfsins. Sósíalistar óánægðastir með ríkisstjórnina Af kjósendum stjórnarandstöðuflokkanna mældist mesta óánægjan með störf ríkisstjórnarinnar hjá Sósíalistum eða 90 prósentum þeirra, því næst Pírötum 83 prósent og Samfylkingarfólki 77 prósent. 74 prósent kjósenda Flokks fólksins kváðust óánægð með störf ríkisstjórnarinnar, 70 prósent Miðflokksmanna voru óánægð og loks sögðust 62 prósent kjósenda Viðreisnar vera óánægð. Miðflokksmenn óánægðastir með störf stjórnarandstöðu Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar minnkar lítið eitt eða fer úr 42 prósentum á öðrum ársfjórðungi niður í 41 prósent í þriðja ársfjórðungi. Aðeins 14 prósent eru ánægð með störf stjórnarandstöðunnar líkt og á öðrum ársfjórðungi. Mesta óánægjan með störf stjórnarandstöðu mælist hjá kjósendum Miðflokksins eða rúm 62 prósent þeirra. Mesta ánægjan með störf stjórnarandstöðunnar mælist hjá kjósendum Pírata eða tæp 26 prósent þeirra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57