Fótbolti

Bellingham ætlar að vera hjá Real Madrid næstu 10-15 árin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jude Bellingham kann einkar vel við sig hjá Real Madrid.
Jude Bellingham kann einkar vel við sig hjá Real Madrid. getty/Denis Doyle

Jude Bellingham spilar ekki í ensku úrvalsdeildinni á næstu árum, allavega ef marka má nýleg ummæli hans.

Bellingham fiskaði vítaspyrnu og gaf stoðsendingu þegar England vann Ítalíu, 3-1, í undankeppni EM 2024 í gær. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári.

Hinn tvítugi Bellingham gekk í raðir Real Madrid frá Borussia Dortmund og hefur farið frábærlega af stað með Madrídarliðinu. Hann er til að mynda markahæstur í spænsku úrvalsdeildinni.

Bellingham nýtur lífsins hjá Real Madrid og ekkert fararsnið er á enska landsliðsmanninum.

„Ég elska að spila fótbolta um þessar mundir. Þjálfararnir hjá lands- og félagsliði gefa mér frelsi til að spila eins og ég vil. Vegna stóru félagsskiptanna veit ég að ég þarf að standa mig, hvort sem það er með marki, stoðsendingu eða afgerandi frammistöðu,“ sgaði Bellingham við Channel 4 eftir landsleikinn á Wembley í gær.

„Real Madrid er félag sem ég vil vera hjá næstu 10-15 árin. Ég elska að vera þarna,“ bætti Bellingham við.

Enski landsliðsmaðurinn hefur leikið tíu leiki fyrir Real Madrid og skorað í þeim tíu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×