Neymar fór grátandi af velli þegar Brasilía tapaði fyrir Úrúgvæ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2023 10:01 Óttast er að Neymar hafi orðið fyrir alvarlegum hnémeiðslum í leik Brasilíu og Úrúgvæ. getty/Guillermo Legaria Brasilía tapaði fyrir Úrúgvæ, 2-0, í undankeppni HM 2026 í gær. Til að bæta gráu ofan á svart fór stórstjarnan Neymar meiddur af velli í fyrri hálfleik. Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, kom Úrúgvæum yfir á 42. mínútu. Skömmu síðar féll Neymar við eftir baráttu við Nicolas de la Cruz. Hné Brassans virtist gefa sig og hann hélt um það þar sem hann lá á vellinum og öskraði af sársauka. Neymar var í kjölfarið borinn af velli, augljóslega sárþjáður og með tárin í augunum. Hann yfirgaf leikvanginn svo á hækjum. Læknir brasilíska liðsins, Rodrigo Lasmar, segir of snemmt að segja til um hversu alvarleg meiðsli Neymars eru. „Við framkvæmdum allar skoðanir og endurtökum þær á morgun. Þessi sólarhringur er lykilinn að því að sjá hvernig hnéð hans bregst við, hversu bólgið það verður og hvað myndirnar sýna. Bíðum eftir niðurstöðunum róleg og yfirveguð, förum yfir þær í rólegheitum og af yfirvegun og ég greini ykkur svo frá niðurstöðunum,“ sagði Lasmar. De La Cruz gulltryggði sigur Úrúgvæ þegar hann skoraði annað mark liðsins á 77. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Úrúgvæa á Brössum í 38 leikjum, eða síðan 2001. Brasilía er í 3. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2026. Liðið mætir Kólumbíu og heimsmeisturum Argentínu í næsta mánuði. Neymar, sem leikur með Al Hilal í Sádi-Arabíu, er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 79 mörk. Hann lék sinn 127. landsleik í gær. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, kom Úrúgvæum yfir á 42. mínútu. Skömmu síðar féll Neymar við eftir baráttu við Nicolas de la Cruz. Hné Brassans virtist gefa sig og hann hélt um það þar sem hann lá á vellinum og öskraði af sársauka. Neymar var í kjölfarið borinn af velli, augljóslega sárþjáður og með tárin í augunum. Hann yfirgaf leikvanginn svo á hækjum. Læknir brasilíska liðsins, Rodrigo Lasmar, segir of snemmt að segja til um hversu alvarleg meiðsli Neymars eru. „Við framkvæmdum allar skoðanir og endurtökum þær á morgun. Þessi sólarhringur er lykilinn að því að sjá hvernig hnéð hans bregst við, hversu bólgið það verður og hvað myndirnar sýna. Bíðum eftir niðurstöðunum róleg og yfirveguð, förum yfir þær í rólegheitum og af yfirvegun og ég greini ykkur svo frá niðurstöðunum,“ sagði Lasmar. De La Cruz gulltryggði sigur Úrúgvæ þegar hann skoraði annað mark liðsins á 77. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Úrúgvæa á Brössum í 38 leikjum, eða síðan 2001. Brasilía er í 3. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2026. Liðið mætir Kólumbíu og heimsmeisturum Argentínu í næsta mánuði. Neymar, sem leikur með Al Hilal í Sádi-Arabíu, er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 79 mörk. Hann lék sinn 127. landsleik í gær.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti