„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. október 2023 23:00 Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands þar til nýr biskup verður kjörinn næsta vor. Vísir/Arnar Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup Íslands hafi ekki mátt taka neinar stjórnsýsluákvarðanir í embætti sínu eftir að skipunartími hennar rann út sumarið 2022. Þegar skipunartíminn rann út var gerður við hana ráðningarsamningur sem gildir út október á næsta ári. Kirkjuþing fékk ekki að ákvarða Sá samningur var öðruvísi en aðrir samningar þar sem hann var sá fyrsti sem gerður var við biskup eftir að þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum sem sett voru árið 2021. Fylgdi þeim lögum skilaboð frá ríkinu um að Kirkjuþing þyrfti að setja reglur um hvernig samningamálum yrði háttað. Samningurinn var hins vegar gerður áður en Kirkjuþing hafði ákvarðað um það. Því metur nefndin það sem svo að þær stjórnsýsluákvarðanir sem hún tók hafi verið marklausar og gildi ekki. Má ekki vera í lausu lofti Biskup segist una niðurstöðunni þrátt fyrir að hún áfrýi henni. „Það þýðir ekki að deila við dómarann. Dómarinn hlýtur að komast að niðurstöðu sem við verðum alltaf að una. Ég una þessum úrskurði en mér finnst það ekki nógu skýrt fyrir þjóðkirkjuna til framtíðar litið og fyrir biskupsembættið til framtíðarinnar litið að vera í lausu lofti með þetta,“ segir Agnes. Sex kvörtuðu undan áreiti og einelti Málið var tekið fyrir eftir kvörtun frá fyrrverandi sóknarpresti við Digraneskirkju en honum var sagt upp eftir að í ljós kom að hann hafi minnst tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríðir gegn reglum þjóðkirkjunnar en sex konur höfðu sakað hann um kynferðislega áreitni og einelti. Það mál er hluti af ákveðinni ólgu sem ríkt hefur innan kirkjunnar undanfarna mánuði. Agnes telur að hægt sé að komast aftur á lygnan sjó. „Við þurfum öll að stefna í sömu átt. Við erum að ganga í gegnum mjög miklar breytingar og breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök. Við þurfum að finna betur út hvar við ætlum að taka land í þessum miklu breytingum sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Ég hef fulla trú á að það muni takast,“ segir Agnes. Trúmál Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup Íslands hafi ekki mátt taka neinar stjórnsýsluákvarðanir í embætti sínu eftir að skipunartími hennar rann út sumarið 2022. Þegar skipunartíminn rann út var gerður við hana ráðningarsamningur sem gildir út október á næsta ári. Kirkjuþing fékk ekki að ákvarða Sá samningur var öðruvísi en aðrir samningar þar sem hann var sá fyrsti sem gerður var við biskup eftir að þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum sem sett voru árið 2021. Fylgdi þeim lögum skilaboð frá ríkinu um að Kirkjuþing þyrfti að setja reglur um hvernig samningamálum yrði háttað. Samningurinn var hins vegar gerður áður en Kirkjuþing hafði ákvarðað um það. Því metur nefndin það sem svo að þær stjórnsýsluákvarðanir sem hún tók hafi verið marklausar og gildi ekki. Má ekki vera í lausu lofti Biskup segist una niðurstöðunni þrátt fyrir að hún áfrýi henni. „Það þýðir ekki að deila við dómarann. Dómarinn hlýtur að komast að niðurstöðu sem við verðum alltaf að una. Ég una þessum úrskurði en mér finnst það ekki nógu skýrt fyrir þjóðkirkjuna til framtíðar litið og fyrir biskupsembættið til framtíðarinnar litið að vera í lausu lofti með þetta,“ segir Agnes. Sex kvörtuðu undan áreiti og einelti Málið var tekið fyrir eftir kvörtun frá fyrrverandi sóknarpresti við Digraneskirkju en honum var sagt upp eftir að í ljós kom að hann hafi minnst tíu sinnum orðið uppvís að háttsemi sem stríðir gegn reglum þjóðkirkjunnar en sex konur höfðu sakað hann um kynferðislega áreitni og einelti. Það mál er hluti af ákveðinni ólgu sem ríkt hefur innan kirkjunnar undanfarna mánuði. Agnes telur að hægt sé að komast aftur á lygnan sjó. „Við þurfum öll að stefna í sömu átt. Við erum að ganga í gegnum mjög miklar breytingar og breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök. Við þurfum að finna betur út hvar við ætlum að taka land í þessum miklu breytingum sem hafa átt sér stað undanfarin ár. Ég hef fulla trú á að það muni takast,“ segir Agnes.
Trúmál Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57 Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Biskup mun ekki stíga til hliðar Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. 17. október 2023 11:57
Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49
Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19