Stórkostlegt mark Davíðs tryggði Íslandi sigur: Adam Ingi varð hetja liðsins Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 15:06 Frá leik u21 árs landsliðs Íslands fyrr á árinu Vísir/Hulda Margrét Undir 21 árs landslið Íslands í fótbolta vann í dag afar sætan 1-0 sigur á Litháen í undankeppni EM 2025. Sigurmark Íslands, skorað af Davíð Snæ Jóhannssyni var einkar glæsilegt og þá reyndist varamarkvörður liðsins, Adam Ingi, hetjan undir lok leiks. Íslenska liðið kom inn í leik dagsins með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Tékklandi í fyrstu umferð undankeppninnar. Litháen hafði hins vegar leikið tvo leiki í riðlinum og tapað þeim báðum, naumlega gegn sterku liði Danmerkur og svo gegn Wales. Leikið var í Litháen og mættu heimamenn af krafti í leikinn. Liðin skiptust á að sækja en án árangurs í fyrri hálfleik. Það varð fljótt ljós í seinni hálfleik að eitthvað sérstakt þyrfti að gerast til þess að fyrsta markið myndi líta dagsins ljós og það gerðist á 67. mínútu. Þá barst boltinn til Davíðs Snæs Jóhannssonar rétt fyrir utan vítateig. Hann smellti boltanum upp í fjærhornið og kom Íslandi yfir. Stórkoslegt mark hjá FH-ingnum. Klippa: Stórkostlegt mark Davíðs Snæs tryggði Íslandi sigur Það dró svo til tíðinda á 74.mínútu þegar að Lúkas Petersson, markvörður Íslands braut á sóknarmanni Litháen. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og rak Lúkas af velli með rautt spjald. Þarna fengu heimamenn frá Litháen kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn en Adam Ingi Benediktsson, sem kom inn í mark Íslands fyrir Lúkas, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Armandas Kucys. Klippa: Lúkas rekinn af velli með rautt spjald - Adam Ingi steig upp og vann hetjudáð Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og vann íslenska landsliðið því afar sætan sigur á Litháen sem gerir það að verkum að liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni og situr liðið í efsta sæti I-riðils en það gæti breyst síðar í kvöld og veltur á því hvernig leikur Tékka og Dana fer. Ísland mætir næst Wales í undankeppninni á útivelli þann 16.nóvember næstkomandi. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Íslenska liðið kom inn í leik dagsins með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Tékklandi í fyrstu umferð undankeppninnar. Litháen hafði hins vegar leikið tvo leiki í riðlinum og tapað þeim báðum, naumlega gegn sterku liði Danmerkur og svo gegn Wales. Leikið var í Litháen og mættu heimamenn af krafti í leikinn. Liðin skiptust á að sækja en án árangurs í fyrri hálfleik. Það varð fljótt ljós í seinni hálfleik að eitthvað sérstakt þyrfti að gerast til þess að fyrsta markið myndi líta dagsins ljós og það gerðist á 67. mínútu. Þá barst boltinn til Davíðs Snæs Jóhannssonar rétt fyrir utan vítateig. Hann smellti boltanum upp í fjærhornið og kom Íslandi yfir. Stórkoslegt mark hjá FH-ingnum. Klippa: Stórkostlegt mark Davíðs Snæs tryggði Íslandi sigur Það dró svo til tíðinda á 74.mínútu þegar að Lúkas Petersson, markvörður Íslands braut á sóknarmanni Litháen. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og rak Lúkas af velli með rautt spjald. Þarna fengu heimamenn frá Litháen kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn en Adam Ingi Benediktsson, sem kom inn í mark Íslands fyrir Lúkas, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Armandas Kucys. Klippa: Lúkas rekinn af velli með rautt spjald - Adam Ingi steig upp og vann hetjudáð Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og vann íslenska landsliðið því afar sætan sigur á Litháen sem gerir það að verkum að liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni og situr liðið í efsta sæti I-riðils en það gæti breyst síðar í kvöld og veltur á því hvernig leikur Tékka og Dana fer. Ísland mætir næst Wales í undankeppninni á útivelli þann 16.nóvember næstkomandi.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira