Stórkostlegt mark Davíðs tryggði Íslandi sigur: Adam Ingi varð hetja liðsins Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 15:06 Frá leik u21 árs landsliðs Íslands fyrr á árinu Vísir/Hulda Margrét Undir 21 árs landslið Íslands í fótbolta vann í dag afar sætan 1-0 sigur á Litháen í undankeppni EM 2025. Sigurmark Íslands, skorað af Davíð Snæ Jóhannssyni var einkar glæsilegt og þá reyndist varamarkvörður liðsins, Adam Ingi, hetjan undir lok leiks. Íslenska liðið kom inn í leik dagsins með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Tékklandi í fyrstu umferð undankeppninnar. Litháen hafði hins vegar leikið tvo leiki í riðlinum og tapað þeim báðum, naumlega gegn sterku liði Danmerkur og svo gegn Wales. Leikið var í Litháen og mættu heimamenn af krafti í leikinn. Liðin skiptust á að sækja en án árangurs í fyrri hálfleik. Það varð fljótt ljós í seinni hálfleik að eitthvað sérstakt þyrfti að gerast til þess að fyrsta markið myndi líta dagsins ljós og það gerðist á 67. mínútu. Þá barst boltinn til Davíðs Snæs Jóhannssonar rétt fyrir utan vítateig. Hann smellti boltanum upp í fjærhornið og kom Íslandi yfir. Stórkoslegt mark hjá FH-ingnum. Klippa: Stórkostlegt mark Davíðs Snæs tryggði Íslandi sigur Það dró svo til tíðinda á 74.mínútu þegar að Lúkas Petersson, markvörður Íslands braut á sóknarmanni Litháen. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og rak Lúkas af velli með rautt spjald. Þarna fengu heimamenn frá Litháen kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn en Adam Ingi Benediktsson, sem kom inn í mark Íslands fyrir Lúkas, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Armandas Kucys. Klippa: Lúkas rekinn af velli með rautt spjald - Adam Ingi steig upp og vann hetjudáð Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og vann íslenska landsliðið því afar sætan sigur á Litháen sem gerir það að verkum að liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni og situr liðið í efsta sæti I-riðils en það gæti breyst síðar í kvöld og veltur á því hvernig leikur Tékka og Dana fer. Ísland mætir næst Wales í undankeppninni á útivelli þann 16.nóvember næstkomandi. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni Sjá meira
Íslenska liðið kom inn í leik dagsins með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Tékklandi í fyrstu umferð undankeppninnar. Litháen hafði hins vegar leikið tvo leiki í riðlinum og tapað þeim báðum, naumlega gegn sterku liði Danmerkur og svo gegn Wales. Leikið var í Litháen og mættu heimamenn af krafti í leikinn. Liðin skiptust á að sækja en án árangurs í fyrri hálfleik. Það varð fljótt ljós í seinni hálfleik að eitthvað sérstakt þyrfti að gerast til þess að fyrsta markið myndi líta dagsins ljós og það gerðist á 67. mínútu. Þá barst boltinn til Davíðs Snæs Jóhannssonar rétt fyrir utan vítateig. Hann smellti boltanum upp í fjærhornið og kom Íslandi yfir. Stórkoslegt mark hjá FH-ingnum. Klippa: Stórkostlegt mark Davíðs Snæs tryggði Íslandi sigur Það dró svo til tíðinda á 74.mínútu þegar að Lúkas Petersson, markvörður Íslands braut á sóknarmanni Litháen. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og rak Lúkas af velli með rautt spjald. Þarna fengu heimamenn frá Litháen kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn en Adam Ingi Benediktsson, sem kom inn í mark Íslands fyrir Lúkas, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Armandas Kucys. Klippa: Lúkas rekinn af velli með rautt spjald - Adam Ingi steig upp og vann hetjudáð Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og vann íslenska landsliðið því afar sætan sigur á Litháen sem gerir það að verkum að liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni og situr liðið í efsta sæti I-riðils en það gæti breyst síðar í kvöld og veltur á því hvernig leikur Tékka og Dana fer. Ísland mætir næst Wales í undankeppninni á útivelli þann 16.nóvember næstkomandi.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni Sjá meira