Stórkostlegt mark Davíðs tryggði Íslandi sigur: Adam Ingi varð hetja liðsins Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 15:06 Frá leik u21 árs landsliðs Íslands fyrr á árinu Vísir/Hulda Margrét Undir 21 árs landslið Íslands í fótbolta vann í dag afar sætan 1-0 sigur á Litháen í undankeppni EM 2025. Sigurmark Íslands, skorað af Davíð Snæ Jóhannssyni var einkar glæsilegt og þá reyndist varamarkvörður liðsins, Adam Ingi, hetjan undir lok leiks. Íslenska liðið kom inn í leik dagsins með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Tékklandi í fyrstu umferð undankeppninnar. Litháen hafði hins vegar leikið tvo leiki í riðlinum og tapað þeim báðum, naumlega gegn sterku liði Danmerkur og svo gegn Wales. Leikið var í Litháen og mættu heimamenn af krafti í leikinn. Liðin skiptust á að sækja en án árangurs í fyrri hálfleik. Það varð fljótt ljós í seinni hálfleik að eitthvað sérstakt þyrfti að gerast til þess að fyrsta markið myndi líta dagsins ljós og það gerðist á 67. mínútu. Þá barst boltinn til Davíðs Snæs Jóhannssonar rétt fyrir utan vítateig. Hann smellti boltanum upp í fjærhornið og kom Íslandi yfir. Stórkoslegt mark hjá FH-ingnum. Klippa: Stórkostlegt mark Davíðs Snæs tryggði Íslandi sigur Það dró svo til tíðinda á 74.mínútu þegar að Lúkas Petersson, markvörður Íslands braut á sóknarmanni Litháen. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og rak Lúkas af velli með rautt spjald. Þarna fengu heimamenn frá Litháen kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn en Adam Ingi Benediktsson, sem kom inn í mark Íslands fyrir Lúkas, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Armandas Kucys. Klippa: Lúkas rekinn af velli með rautt spjald - Adam Ingi steig upp og vann hetjudáð Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og vann íslenska landsliðið því afar sætan sigur á Litháen sem gerir það að verkum að liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni og situr liðið í efsta sæti I-riðils en það gæti breyst síðar í kvöld og veltur á því hvernig leikur Tékka og Dana fer. Ísland mætir næst Wales í undankeppninni á útivelli þann 16.nóvember næstkomandi. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira
Íslenska liðið kom inn í leik dagsins með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur gegn Tékklandi í fyrstu umferð undankeppninnar. Litháen hafði hins vegar leikið tvo leiki í riðlinum og tapað þeim báðum, naumlega gegn sterku liði Danmerkur og svo gegn Wales. Leikið var í Litháen og mættu heimamenn af krafti í leikinn. Liðin skiptust á að sækja en án árangurs í fyrri hálfleik. Það varð fljótt ljós í seinni hálfleik að eitthvað sérstakt þyrfti að gerast til þess að fyrsta markið myndi líta dagsins ljós og það gerðist á 67. mínútu. Þá barst boltinn til Davíðs Snæs Jóhannssonar rétt fyrir utan vítateig. Hann smellti boltanum upp í fjærhornið og kom Íslandi yfir. Stórkoslegt mark hjá FH-ingnum. Klippa: Stórkostlegt mark Davíðs Snæs tryggði Íslandi sigur Það dró svo til tíðinda á 74.mínútu þegar að Lúkas Petersson, markvörður Íslands braut á sóknarmanni Litháen. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og rak Lúkas af velli með rautt spjald. Þarna fengu heimamenn frá Litháen kjörið tækifæri til þess að jafna leikinn en Adam Ingi Benediktsson, sem kom inn í mark Íslands fyrir Lúkas, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Armandas Kucys. Klippa: Lúkas rekinn af velli með rautt spjald - Adam Ingi steig upp og vann hetjudáð Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og vann íslenska landsliðið því afar sætan sigur á Litháen sem gerir það að verkum að liðið er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni og situr liðið í efsta sæti I-riðils en það gæti breyst síðar í kvöld og veltur á því hvernig leikur Tékka og Dana fer. Ísland mætir næst Wales í undankeppninni á útivelli þann 16.nóvember næstkomandi.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Sjá meira