„Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og gott að fá hann aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. október 2023 21:33 Hákon Arnar Haraldsson skoraði fjórða mark Íslands í kvöld. Hann fór fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson sem snéri aftur í byrjunarlið Íslands eftir tæplega þriggja ára fjarveru og bætti markamet landsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson skoraði fjórða mark Íslands er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í forkeppni EM 2024 í kvöld. „Ég met þetta bara þannig að við gerðum vel, skoruðum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er bara það sem þú þarft að gera í svona leikjum,“ sagði Hákon Arnar í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og uppskar mark um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það kom hins vegar kafli þar sem liðinu gekk ekki jafn vel að brjóta sig í gegnum vörn Liechtenstein. „Mér fannst við byrja mjög sterkt eins og við gerðum á móti Lúxemborg. En við dettum aðeins niður eftir okkar mark, en náum samt inn einu marki fyrir hálfleik. Svo fannst mér þeir bara ekki eiga séns í seinni hálfleik.“ Hákon hóf leikinn neðarlega á vellinum en færði sig ofar í síðari hálfleik. Hann gerir þó ekki of mikið upp á milli hvar honum finnst betra að spila, en segir það skemmtilegra að spila ofar. „Mér finnst gaman að spila báðar stöður, en það er náttúrulega skemmtilegra að spila tíuna. Þá er líklegra að maður skori og leggi upp. En mér finnst ég góður í báðum stöðum og get spilað báðar stöður.“ Þá segir hann það hafa verið frábæra upplifun að fá að spila með Gylfa Þór Sigurðssyni. „Reynslan var mjög góð að spila með honum. Maður náttúrulega horfði á hann í sjónvarpinu þegar maður var lítill og nú er maður byrjaður að spila með gæjanum. Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og það er gott að fá hann aftur.“ Að lokum segir Hákon stöðuna á liðinu nokkuð góða eftir þennan landsleikjaglugga eftir nokkur erfið verkefni í röð. „Mér finnst við vera að slípa okkur saman og mér finnst þetta góð blanda. Það voru auðvitað vonbrigði að ná ekki í þrjú stig á móti Lúxemborg en við náðum í þrjú stig núna og komum inn í næsta verkefni fljúgandi.“ Klippa: Hákon Arnar eftir leik Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
„Ég met þetta bara þannig að við gerðum vel, skoruðum fjögur mörk og héldum hreinu. Það er bara það sem þú þarft að gera í svona leikjum,“ sagði Hákon Arnar í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og uppskar mark um miðjan fyrri hálfleikinn. Eftir það kom hins vegar kafli þar sem liðinu gekk ekki jafn vel að brjóta sig í gegnum vörn Liechtenstein. „Mér fannst við byrja mjög sterkt eins og við gerðum á móti Lúxemborg. En við dettum aðeins niður eftir okkar mark, en náum samt inn einu marki fyrir hálfleik. Svo fannst mér þeir bara ekki eiga séns í seinni hálfleik.“ Hákon hóf leikinn neðarlega á vellinum en færði sig ofar í síðari hálfleik. Hann gerir þó ekki of mikið upp á milli hvar honum finnst betra að spila, en segir það skemmtilegra að spila ofar. „Mér finnst gaman að spila báðar stöður, en það er náttúrulega skemmtilegra að spila tíuna. Þá er líklegra að maður skori og leggi upp. En mér finnst ég góður í báðum stöðum og get spilað báðar stöður.“ Þá segir hann það hafa verið frábæra upplifun að fá að spila með Gylfa Þór Sigurðssyni. „Reynslan var mjög góð að spila með honum. Maður náttúrulega horfði á hann í sjónvarpinu þegar maður var lítill og nú er maður byrjaður að spila með gæjanum. Hann er ekkert eðlilega góður í fótbolta og það er gott að fá hann aftur.“ Að lokum segir Hákon stöðuna á liðinu nokkuð góða eftir þennan landsleikjaglugga eftir nokkur erfið verkefni í röð. „Mér finnst við vera að slípa okkur saman og mér finnst þetta góð blanda. Það voru auðvitað vonbrigði að ná ekki í þrjú stig á móti Lúxemborg en við náðum í þrjú stig núna og komum inn í næsta verkefni fljúgandi.“ Klippa: Hákon Arnar eftir leik
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20
Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40