Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Andri Már Eggertsson skrifar 16. október 2023 21:20 Ísland vann 4-0 sigur gegn Liechtenstein Vísir/Hulda Margrét Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður 8 Elías Rafn fékk traustið frekar en Hákon Rafn Valdimarsson. Það reyndi lítið á Elías þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar að Liechtenstein fékk víti. Elías Rafn varði vítið en Dennis Salanovic fylgdi eftir og skoraði. Gestirnir þurftu að endurtaka vítaspyrnuna og þá þrumaði Sandro Wiese boltanum langt framhjá og Elías skutlaði sér í rétt horn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons var sá leikmaður Íslands sem var í mestu vandræðunum. Alfons gerði sig sekan um klaufaleg mistök þegar að boltinn fór í höndina á honum og Liechtenstein fékk vítaspyrnu. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor átti flottan leik í miðverðinum. Það reyndi lítið á Guðlaug varnarlega fyrir utan eitt atvik þegar að hann gaf boltann frá sér á hættulegum stað annars skilaði Guðlaugur boltanum vel frá sér úr öftustu línu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Sverrir Ingi spilaði vel í miðverðinum í kvöld. Sverrir varðist öllu sem kom á hans svæði og ekkert hægt að setja út á hans leik. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 6 Kolbeinn skilaði sínu í kvöld. Það var ekki mikið að gera hjá Kolbeini en hann átti nokkra fína spretti á vinstri kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Arnór Ingvi var öflugur á miðjunni. Arnór Ingvi gerði vel í að komast inn í sendingar og spilaði boltanum vel frá sér. Arnór lagði síðan upp 27. landsliðsmark Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 (Maður leiksins) Gylfi Þór var rétt innstilltur strax frá fyrstu mínútu. Gylfi átti skot í slána þegar að innan við fimm mínútur voru liðnar. Gylfi fiskaði síðan vítaspyrnu og skoraði úr henni af miklu öryggi. Gylfi skoraði sitt 27. landsliðsmark í síðari hálfleik og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Willum Þór var mikið í boltanum og lét til sín taka. Willum gerði ansi vel í öðru marki Íslands þar sem hann skallaði boltann í svæði fyrir Alfreð sem skoraði. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 7 Jón Dagur var flottur á vinstri kantinum. Jón Dagur lagði upp fjórða mark Íslands þar sem hann gerði vel í að pota boltanum á Hákon sem skoraði glæsilegt mark. Alfreð Finnbogason, sóknarmaður 7 Alfreð skoraði laglegt mark á afar mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleik þar sem leikur Íslands datt niður eftir mark Gylfa. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 7 Hákon Arnar var mikið í boltanum og átti heilt yfir flottan leik. Hákon skoraði síðan ansi flott mark þegar hann vippaði yfir Benjamin Büchel, markmann Liechtenstein. Varamenn: Mikael Neville Anderson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 57. mínútu Var nokkuð sprækur þegar hann kom inn á. Orri Steinn Óskarsson 6 - Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 57. mínútu Það var mikið að gerast í kringum Orra. Hann var nokkru sinnum flaggaður rangstæður og fékk gult spjald. Ísak Bergmann Jóhannesson 7 - Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 57. mínútu Af þeim varamönnum sem spiluðu nógu mikið til að fá einkunn var Ísak Bergmann bestur. Andri Lucas Guðjohnsen - Kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður 8 Elías Rafn fékk traustið frekar en Hákon Rafn Valdimarsson. Það reyndi lítið á Elías þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar að Liechtenstein fékk víti. Elías Rafn varði vítið en Dennis Salanovic fylgdi eftir og skoraði. Gestirnir þurftu að endurtaka vítaspyrnuna og þá þrumaði Sandro Wiese boltanum langt framhjá og Elías skutlaði sér í rétt horn. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons var sá leikmaður Íslands sem var í mestu vandræðunum. Alfons gerði sig sekan um klaufaleg mistök þegar að boltinn fór í höndina á honum og Liechtenstein fékk vítaspyrnu. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor átti flottan leik í miðverðinum. Það reyndi lítið á Guðlaug varnarlega fyrir utan eitt atvik þegar að hann gaf boltann frá sér á hættulegum stað annars skilaði Guðlaugur boltanum vel frá sér úr öftustu línu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Sverrir Ingi spilaði vel í miðverðinum í kvöld. Sverrir varðist öllu sem kom á hans svæði og ekkert hægt að setja út á hans leik. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 6 Kolbeinn skilaði sínu í kvöld. Það var ekki mikið að gera hjá Kolbeini en hann átti nokkra fína spretti á vinstri kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Arnór Ingvi var öflugur á miðjunni. Arnór Ingvi gerði vel í að komast inn í sendingar og spilaði boltanum vel frá sér. Arnór lagði síðan upp 27. landsliðsmark Gylfa. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 (Maður leiksins) Gylfi Þór var rétt innstilltur strax frá fyrstu mínútu. Gylfi átti skot í slána þegar að innan við fimm mínútur voru liðnar. Gylfi fiskaði síðan vítaspyrnu og skoraði úr henni af miklu öryggi. Gylfi skoraði sitt 27. landsliðsmark í síðari hálfleik og er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Willum Þór var mikið í boltanum og lét til sín taka. Willum gerði ansi vel í öðru marki Íslands þar sem hann skallaði boltann í svæði fyrir Alfreð sem skoraði. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður 7 Jón Dagur var flottur á vinstri kantinum. Jón Dagur lagði upp fjórða mark Íslands þar sem hann gerði vel í að pota boltanum á Hákon sem skoraði glæsilegt mark. Alfreð Finnbogason, sóknarmaður 7 Alfreð skoraði laglegt mark á afar mikilvægum tímapunkti í fyrri hálfleik þar sem leikur Íslands datt niður eftir mark Gylfa. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 7 Hákon Arnar var mikið í boltanum og átti heilt yfir flottan leik. Hákon skoraði síðan ansi flott mark þegar hann vippaði yfir Benjamin Büchel, markmann Liechtenstein. Varamenn: Mikael Neville Anderson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 57. mínútu Var nokkuð sprækur þegar hann kom inn á. Orri Steinn Óskarsson 6 - Kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 57. mínútu Það var mikið að gerast í kringum Orra. Hann var nokkru sinnum flaggaður rangstæður og fékk gult spjald. Ísak Bergmann Jóhannesson 7 - Kom inn á fyrir Gylfa Þór Sigurðsson á 57. mínútu Af þeim varamönnum sem spiluðu nógu mikið til að fá einkunn var Ísak Bergmann bestur. Andri Lucas Guðjohnsen - Kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Aron Einar Gunnarsson - Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Sjá meira