Ætlar að leggja sig alla fram við söluna Íslandsbanka Atli Ísleifsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 16. október 2023 13:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ljóst að nýjar áherslur fylgi alltaf nýju fólki. Hún segir óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta sagði Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu eftir að hún hafði komið lyklunum að utanríkisráðuneytinu í hendur Bjarna Benediktssonar. Hún tekur sjálf við lyklunum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45 í dag. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki. Ég hlakka til að máta mig inn í þessi stóru og miklu verkefni á nýjum stað sem hafa líka annars konar tengingu við fólk og skipta allar fjölskyldur máli. Þannig að ég kveð þetta ráðuneyti gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö ár sem ég hef hérna verið þar sem hefur reynt á mikið. Við lifum tíma þar sem reyna mjög á utanríkisþjónustu og utanríkisráðherra, því miður, þar sem það eru að gerast hlutir þar sem minni kynslóð var lofað að myndi ekki gerast aftur. Á nýjum stað taka við stór og mikilvæg verkefni og ég hlakka mikið til,“ segir Þórdís Kolbrún. Ráðherrann segist kveðja utanríkisráðuneytið með miklum söknuði. „Þetta hafa verið stórkostleg tvö ár og í þessu ráðuneyti er einfaldlega ótrúlega framúrskarandi fólk, bæði hérna heima og út um allan heim. Auðvitað eru verkefni sem eru á slíkum skala og hafa þannig áhrif á veröldina alla. Ísland er ekki ónæmt fyrir þeim breytingum. Þannig að þetta hefur verið alveg gríðarlega lærdómsríkt, gefandi og það er mjög góð tilfinning sem fylgir því að finna – það sem maður segir – hefur áhrif á stærri mynd en ég hef nokkru sinni haft áður tækifæri til að hafa áhrif á.“ Tekur sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd Þórdís segist munu taka sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd og að hann fari sjálfur úr nefndinni. Aðspurð um þær raddir sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki vel til þess fallinn að stjórna áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka segir Þórdís að það sé óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á slíku ferli. „Það er auðvitað ákveðin vinna í gangi og ég mun leggja allt kapp á það að klára þá vinnu og gera þetta með sem vönduðustum hætti og með sem flestum. Það er forgangsverkefni að klára þessa sölu þar sem það er það sem er rétt að gera fyrir hagsmuni Íslendinga og ríkissjóðs, að við losum okkur undan þessu eignarhaldi og nýtum þá fjármuni í annað vitsamlegra. En það þarf að gera það almennilega og ég mun leggja mig alla fram í því,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Þetta sagði Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu eftir að hún hafði komið lyklunum að utanríkisráðuneytinu í hendur Bjarna Benediktssonar. Hún tekur sjálf við lyklunum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45 í dag. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki. Ég hlakka til að máta mig inn í þessi stóru og miklu verkefni á nýjum stað sem hafa líka annars konar tengingu við fólk og skipta allar fjölskyldur máli. Þannig að ég kveð þetta ráðuneyti gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö ár sem ég hef hérna verið þar sem hefur reynt á mikið. Við lifum tíma þar sem reyna mjög á utanríkisþjónustu og utanríkisráðherra, því miður, þar sem það eru að gerast hlutir þar sem minni kynslóð var lofað að myndi ekki gerast aftur. Á nýjum stað taka við stór og mikilvæg verkefni og ég hlakka mikið til,“ segir Þórdís Kolbrún. Ráðherrann segist kveðja utanríkisráðuneytið með miklum söknuði. „Þetta hafa verið stórkostleg tvö ár og í þessu ráðuneyti er einfaldlega ótrúlega framúrskarandi fólk, bæði hérna heima og út um allan heim. Auðvitað eru verkefni sem eru á slíkum skala og hafa þannig áhrif á veröldina alla. Ísland er ekki ónæmt fyrir þeim breytingum. Þannig að þetta hefur verið alveg gríðarlega lærdómsríkt, gefandi og það er mjög góð tilfinning sem fylgir því að finna – það sem maður segir – hefur áhrif á stærri mynd en ég hef nokkru sinni haft áður tækifæri til að hafa áhrif á.“ Tekur sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd Þórdís segist munu taka sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd og að hann fari sjálfur úr nefndinni. Aðspurð um þær raddir sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki vel til þess fallinn að stjórna áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka segir Þórdís að það sé óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á slíku ferli. „Það er auðvitað ákveðin vinna í gangi og ég mun leggja allt kapp á það að klára þá vinnu og gera þetta með sem vönduðustum hætti og með sem flestum. Það er forgangsverkefni að klára þessa sölu þar sem það er það sem er rétt að gera fyrir hagsmuni Íslendinga og ríkissjóðs, að við losum okkur undan þessu eignarhaldi og nýtum þá fjármuni í annað vitsamlegra. En það þarf að gera það almennilega og ég mun leggja mig alla fram í því,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39