Fótbolti

Óskar Hrafn ráðinn þjálfari Hau­gesund

Aron Guðmundsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson er nýr þjálfari Haugesund
Óskar Hrafn Þorvaldsson er nýr þjálfari Haugesund Mynd: Haugesund

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Haugesund FK. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haugesund.

Fram kemur í tilkynningu Haugesund FK að Óskar, sem hefur undanfarin ár stýrt Bestu deildar liði Breiðabliks, muni hefja störf hjá félaginu þann 1.nóvember næstkomandi og skrifar hann undir þriggja ára samning við félagið.  

Haugesund er þessa dagana statt rétt fyrir utan fallsvæði í norsku úrvalsdeildinni. Óskar Hrafn mun því ekki taka við þjálfun liðsins fyrr en eftir yfirstandandi tímabil. 

„Ég fékk mjög góða tilfinningu fyrir Haugesund FK eftir samtöl mín við Eirik Opedel, Martin Fauskanger og Christoffer Falkeid og sú tilfinning varð bara betri eftir að ég gerði mér ferð út hingað til Noregs,“ segir Óskar Hrafn í tilkynningu Haugesund.

Óskar Hrafn, nýr þjálfari Haugesund FK, á heimavelli liðsins.Mynd: Haugesund FK

Hann sjái mikil tækifæri hjá Haugesund FK. 

„Það auðveldaði mér að taka þessa ákvörðun,“ segir Óskar sem skrifaði undir þriggja ára samninginn fyrr í dag. 

Eirik Opedal, yfrmaður íþróttamála hjá Haugesund, bindur miklar vonir við Óskar Hrafn.

„Í Óskari sjáum við þjálfara sem hefur, í gegnum árin á Íslandi, sýnt að hann er rétti maðurinn fyrir okkur. Saman höfum við sett saman áætlun og við teljum hann falla mjög vel að okkar gildum.“

Óskar Hrafn hafi verið fyrsta nafn á blaði hjá forráðamönnum félagsins.

„Þetta hefur verið hárnákvæmt ferli hjá okkur þar sem að upphaflega voru nöfn margra þjálfara á blaði hjá okkur. Hægt en örugglega varð Óskar Hrafn sá þjálfari sem við vildum ráða í starfið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×