Hjartsláttur Bjarna róaðist eftir því sem sannfæringin varð meiri Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2023 11:51 Bjarni segist vera að axla ábyrgð með því að skipta um embætti. Hann sæki umboð sitt til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og þau styðji þessa ákvörðun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson segist hafa tekið endanlega ákvörðun um að færa sig í utanríkisráðuneytið í gær. Hann segist sáttur við ákvörðuna. Það verði með stólaskiptunum hægt að skapa frið um verkefnin sem framundan séu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, tilvonandi utanríkisráðherra, segir hvern og einn þurfa að dæma það fyrir sig hvort hann sé raunverulega að axla ábyrgð með því að færa sig um ráðherrastól. „Mér var efst í huga, og ég sagði það mjög skýrt á þriðjudaginn að ég teldi útilokað fyrir mig að halda áfram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að sjá um þau verkefni sem meðal annars snúast um málið sem um var rætt,“ sagði Bjarni að loknum blaðamannafundi um ráðherraskiptin. Hann sagðist telja að það myndi skapast friður um verkefnin í ráðuneytinu þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við embættinu. „Það ríður á að stjórnarflokkarnir standi saman,“ sagði Bjarni og að það væri mikill ábyrgðarhluti að ljúka stjórnarsamstarfinu og þeim verkefnum sem þau hefðu sett sér í stjórnarsáttmálanum. „Sá valkostur fyrir mig á þessum tímapunkti að stíga út úr ríkisstjórninni held ég að hefði verið til þess að auka óvissuna og óróann í kringum stjórnmálin. Ég er að axla ábyrgð með tvennum hætti. Annars vegar með því að skapa frið um verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins en líka að taka ábyrgð á minni pólitísku stöðu í samhengi stjórnarsáttmálans, í samhengi samstarfsflokkanna og í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem er til staðar. Ég vil hjálpa við það að koma hlutunum aftur í betra horf.“ Spurður hvað honum finnst um niðurstöðu Maskínu þar sem um 70 prósent töldu það ekki rétt fyrir hann að taka við öðrum ráðherraembætti sagði Bjarni það eins og að spyrja KR-inga hvað þeim finnst um að fyrirliði Vals hætti. „Ég sæki mitt umboð til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og við erum stjórnmálaafl sem stendur saman,“ segir Bjarni og að hann finni fyrir miklum stuðningi. Hann sagði sig og Þórdísi Kolbrún í daglegum samskiptum og að þau myndu hafa nægan tíma í næstu viku til að ræða helstu verkefni ráðuneytanna beggja. Spurður hvenær hann hefði nákvæmlega tekið þá ákvörðun að skipta um stól sag „Ég hef séð það ágætlega á hjartsláttarmælinum sem ég með á mér hérna, í úrinu, að hann hefur að jafnaði í hvíld verið lægri og lægri eftir því sem ég hef orðið sannfærðari um það sem ég á að gera,“ sagði Bjarni og að hann hefði tekið endanlega ákvörðun í gær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, tilvonandi utanríkisráðherra, segir hvern og einn þurfa að dæma það fyrir sig hvort hann sé raunverulega að axla ábyrgð með því að færa sig um ráðherrastól. „Mér var efst í huga, og ég sagði það mjög skýrt á þriðjudaginn að ég teldi útilokað fyrir mig að halda áfram í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að sjá um þau verkefni sem meðal annars snúast um málið sem um var rætt,“ sagði Bjarni að loknum blaðamannafundi um ráðherraskiptin. Hann sagðist telja að það myndi skapast friður um verkefnin í ráðuneytinu þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við embættinu. „Það ríður á að stjórnarflokkarnir standi saman,“ sagði Bjarni og að það væri mikill ábyrgðarhluti að ljúka stjórnarsamstarfinu og þeim verkefnum sem þau hefðu sett sér í stjórnarsáttmálanum. „Sá valkostur fyrir mig á þessum tímapunkti að stíga út úr ríkisstjórninni held ég að hefði verið til þess að auka óvissuna og óróann í kringum stjórnmálin. Ég er að axla ábyrgð með tvennum hætti. Annars vegar með því að skapa frið um verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins en líka að taka ábyrgð á minni pólitísku stöðu í samhengi stjórnarsáttmálans, í samhengi samstarfsflokkanna og í ljósi þeirrar efnahagslegu óvissu sem er til staðar. Ég vil hjálpa við það að koma hlutunum aftur í betra horf.“ Spurður hvað honum finnst um niðurstöðu Maskínu þar sem um 70 prósent töldu það ekki rétt fyrir hann að taka við öðrum ráðherraembætti sagði Bjarni það eins og að spyrja KR-inga hvað þeim finnst um að fyrirliði Vals hætti. „Ég sæki mitt umboð til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins og við erum stjórnmálaafl sem stendur saman,“ segir Bjarni og að hann finni fyrir miklum stuðningi. Hann sagði sig og Þórdísi Kolbrún í daglegum samskiptum og að þau myndu hafa nægan tíma í næstu viku til að ræða helstu verkefni ráðuneytanna beggja. Spurður hvenær hann hefði nákvæmlega tekið þá ákvörðun að skipta um stól sag „Ég hef séð það ágætlega á hjartsláttarmælinum sem ég með á mér hérna, í úrinu, að hann hefur að jafnaði í hvíld verið lægri og lægri eftir því sem ég hef orðið sannfærðari um það sem ég á að gera,“ sagði Bjarni og að hann hefði tekið endanlega ákvörðun í gær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Vaktin: Ekki gert nóg til að leysa úr deilum Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Síðar í dag klukkan 14:00 verður ríkisráðsfundur þar sem nýr fjármálaráðherra tekur til starfa. 14. október 2023 09:34