FBI-maður sem yfirheyrði Saddam Hussein fer fyrir nýju lyfjaeftirliti UFC Aron Guðmundsson skrifar 13. október 2023 14:01 George Piro er maðurinn sem UFC hefur leitað til að leiða nýja stefnu UFC í lyfjaeftirliti. Vísir/Samsett mynd Nú er orðið ljóst hvaða leið UFC ætlar að fara þegar kemur að lyfjaprófun bardagakappa sinna en eins og frægt er orðið slitnaði upp úr samstarfi samtakanna við bandaríska lyfjaeftirlitið. Maður sem er best þekktur fyrir að hafa yfirheyrt Saddam Hussein, mun hafa yfirumsjón með þessu nýja lyfjaeftirliti UFC. Eins og við greindum frá í gær slitnaði upp úr samstarfinu og er óvíst vað íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson mun gera. Þó er tekin að skýrast upp mynd varðandi það hvernig lyfjaeftirliti UFC verði háttað frá og með næsta ári. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar mun Drug Free Sports International annast söfnun lyfjaprófa fyrir UFC í hinu nýja lyfjaeftirliti sem fer af stað þann 1.janúar á næsta ári. „Þeir sjá um lyfjapróf í yfir 100 löndum, safna yfir 200 þúsund sýnum árlega. Svo fyrir íþrótt sem telur rétt um 650 íþróttamenn í yfir 50 löndum, hentar þetta okkur fullkomlega,“ segir Jeff Novitzky, varaforseti UFC um DFSI sem hefur margvíslega reynslu í tengslum við lyfjaeftirlit í íþróttum. Meðal annars fyrir NFL, NBA og MLB deildirnar í Bandaríkjunum. Fyrrum FBI sérsveitarmaðurinn George Piro, sem er best þekktur fyrir að hafa verið einn af þeim sem yfirheyrði íraska einræðisherrann Saddam Hussein á sínum tíma, mun fara fyrir þessu nýja eftirliti UFC. Forráðamenn UFC eru allt annað en sáttir með það hvaða stefnu samstarfið við USADA tók og þá sér í lagi yfirlýsingu Travis Tygart, framkvæmdastjóra USADA sem sagði að upp á síðkastið hefði samband UFC við USADA tekið að stirðna. UFC íhugar að fara með USADA fyrir dómstóla vegna málsins. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok strax í byrjun næsta árs. Deilumál varðandi stöðu írska bardagakappans Conor McGregor eru sögð spila stóran þátt í endalokum samstarfsins en USADA ýjar að því að UFC hefði viljað undanþágu fyrir Írann frá reglum USADA. UFC harðneitar þessum staðhæfingum USADA. MMA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Eins og við greindum frá í gær slitnaði upp úr samstarfinu og er óvíst vað íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson mun gera. Þó er tekin að skýrast upp mynd varðandi það hvernig lyfjaeftirliti UFC verði háttað frá og með næsta ári. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar mun Drug Free Sports International annast söfnun lyfjaprófa fyrir UFC í hinu nýja lyfjaeftirliti sem fer af stað þann 1.janúar á næsta ári. „Þeir sjá um lyfjapróf í yfir 100 löndum, safna yfir 200 þúsund sýnum árlega. Svo fyrir íþrótt sem telur rétt um 650 íþróttamenn í yfir 50 löndum, hentar þetta okkur fullkomlega,“ segir Jeff Novitzky, varaforseti UFC um DFSI sem hefur margvíslega reynslu í tengslum við lyfjaeftirlit í íþróttum. Meðal annars fyrir NFL, NBA og MLB deildirnar í Bandaríkjunum. Fyrrum FBI sérsveitarmaðurinn George Piro, sem er best þekktur fyrir að hafa verið einn af þeim sem yfirheyrði íraska einræðisherrann Saddam Hussein á sínum tíma, mun fara fyrir þessu nýja eftirliti UFC. Forráðamenn UFC eru allt annað en sáttir með það hvaða stefnu samstarfið við USADA tók og þá sér í lagi yfirlýsingu Travis Tygart, framkvæmdastjóra USADA sem sagði að upp á síðkastið hefði samband UFC við USADA tekið að stirðna. UFC íhugar að fara með USADA fyrir dómstóla vegna málsins. Viðræður um áframhaldandi samstarf höfðu verið í gangi milli fulltrúa USADA og UFC en nú er það að frumkvæði UFC sem ákvörðun hefur verið tekin um að samstarfið muni líða undir lok strax í byrjun næsta árs. Deilumál varðandi stöðu írska bardagakappans Conor McGregor eru sögð spila stóran þátt í endalokum samstarfsins en USADA ýjar að því að UFC hefði viljað undanþágu fyrir Írann frá reglum USADA. UFC harðneitar þessum staðhæfingum USADA.
MMA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira